Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögreglujónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni og hefur verið í einangrun síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild sem send var á fjölmiðla í dag.
Samkvæmt tilkyningunni heilsast Rögnvaldi vel miðað við aðstæður, en hann er þó ekki einkennalaus. Þrír aðrir starfsmenn deildarinnar fóru í sóttkví eftir að smitið uppgötvaðist. Þó er bætt við að ekki sé talið að veikindi Rögnvalds og sóttkví samstarfsmannanna hafi áhrif á starfsemi deildarinnar.