Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir

Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Rík­is­stjórnir Frakk­lands, Bret­lands og Þýska­lands hafa allar til­kynnt hertar sótt­varn­ar­að­gerðir til þess að bregð­ast við örri fjölgun smita af kór­ónu­veirunni. Ólíkt fyrstu bylgju far­ald­urs­ins eru tak­mark­an­irnar svæð­is­bundnar og fela ekki í sér algjört útgöngu­bann, en veit­inga­stöð­um, börum og skemmti­stöðum eru þó settar þrengri skorð­ur.

Útgöngu­bann að nóttu til

Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands lýsti yfir neyð­ar­stigi í heil­brigð­is­málum og til­kynnti útgöngu­bann að nóttu til í níu frönskum borgum í sjón­varps­ávarpi í gær. Sam­kvæmt Macron verður íbúum Par­ís­ar, Gren­oble, Lil­le, Lyon, Aix-Marseil­le, Mont­pelli­er, Rou­en, St. Etienne og Tou­louse meinað að fara úr húsi á milli níu á kvöldin og sex á morgn­ana, nema þeir hafi góða ástæðu til þess. 

Nýju regl­urnar munu taka gildi á laug­ar­dag­inn og mun gilda í að minnsta kosti fjórar vik­ur, sam­kvæmt umfjöllun Sky um málið. Í sjón­varps­ávarp­inu sagði for­set­inn ástandið vera áhyggju­efni en að landið hefði ekki enn misst stjórn á far­aldr­in­um. 

Auglýsing

Þriggja þrepa kerfi

Í Bret­landi voru sótt­varn­ar­að­gerðir einnig hertar til muna í vik­unni, en Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, til­kynnti þriggja þrepa kerfi til að sporna gegn frek­ari útbreiðslu veirunnar síð­asta mánu­dag.  Kerf­inu er ætlað að koma reglu á stað­bundnum aðgerðum milli lands­hluta þar sem smit hafa grein­st, en með því verður hættu­stig hvers lands­hluta skil­greint á þrenna vegu eftir því hversu útbreidd kór­ónu­veiran er í hon­um.

Þessa stund­ina er Liver­pool eina borgin sem er á þriðja og efsta þrepi kerf­is­ins, en það felur í sér lokun bara og skemmti­staða auk þess sem fólk sem býr ekki saman má ekki eiga sam­neyti við hvert annað inn­an­dyra. 

Jon­son vildi einnig setja Manchester á þriðja þrepið, en hætti við eftir að hafa mætt mik­illi and­stöðu frá stjórn­mála­leið­togum á svæð­inu. Andy Burn­ham, borg­ar­stjóri Manchester, sagði aðgerð­ina vera gall­aða og ósann­gjarna þar sem hún fól ekki í sér efna­hags­stuðn­ing til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem myndu missa tekjur vegna þeirra.

Í dag til­kynnti svo Matt Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra Bret­lands, að London, Essex og York yrðu færð yfir á annað þrep, sem felur í sér tak­mark­aðan opn­un­ar­tíma bara og skemmti­staða auk banns á sam­neyti fólks sem býr ekki sam­an. Við til­kynn­ingu þeirra í breska þing­inu hrós­aði hann Lund­ún­ar­búum sér­stak­lega fyrir að hafa staðið sig vel í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og sagði alla þurfa að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar til að koma stjórn á útbreiðslu veirunnar aft­ur. Nýju regl­urnar munu taka gildi á mið­nætti aðfar­arnótt laug­ar­dags.

Ungir fresti veislum

Þýska rík­is­stjórnin til­kynnti svo í gær nýjar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, þar sem kór­ónu­veirusmitum hefur fjölgað ört þar í landi á síð­ustu dög­um. Aðgerð­irnar fela í sér þrengri sam­komu­tak­mark­anir auk styttri opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og bara.

Í Þýska­landi, rétt eins og í Bret­landi, eru regl­urnar svæð­is­bundnar og fara eftir því hversu útbreidd veiran er á hverjum stað. Grímu­skylda gildir á mann­mörgum stöðum þar sem sjö daga nýgengi smita er yfir 35 á hverja 100 þús­und, en á stöðum þar sem nýgengi hefur náð yfir 50 eru sam­komur einnig tak­mark­aðar við 25 manns, auk þess sem barir og veit­inga­staðir þurfa að loka klukkan ell­efu á kvöld­in. Fjöldi þýskra borga hefur náð þessum efri mörk­um, til að mynda Berlín, Frank­furt og Köln.

„Ég er sann­færð um að það sem við gerum núna muni skera úr um hvernig okkur mun farn­ast í þessum far­aldri,“ hefur þýska blaðið Deutsche Welle eftir Ang­elu Merkel, kansl­ara þýska­lands við kynn­ingu aðgerð­anna. Í því sam­hengi biðl­aði kansl­ar­inn sér­stak­lega til ungs fólks um að fresta veislu­haldi núna til þess að eiga gott líf í fram­tíð­inn­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent