Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir

Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Rík­is­stjórnir Frakk­lands, Bret­lands og Þýska­lands hafa allar til­kynnt hertar sótt­varn­ar­að­gerðir til þess að bregð­ast við örri fjölgun smita af kór­ónu­veirunni. Ólíkt fyrstu bylgju far­ald­urs­ins eru tak­mark­an­irnar svæð­is­bundnar og fela ekki í sér algjört útgöngu­bann, en veit­inga­stöð­um, börum og skemmti­stöðum eru þó settar þrengri skorð­ur.

Útgöngu­bann að nóttu til

Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands lýsti yfir neyð­ar­stigi í heil­brigð­is­málum og til­kynnti útgöngu­bann að nóttu til í níu frönskum borgum í sjón­varps­ávarpi í gær. Sam­kvæmt Macron verður íbúum Par­ís­ar, Gren­oble, Lil­le, Lyon, Aix-Marseil­le, Mont­pelli­er, Rou­en, St. Etienne og Tou­louse meinað að fara úr húsi á milli níu á kvöldin og sex á morgn­ana, nema þeir hafi góða ástæðu til þess. 

Nýju regl­urnar munu taka gildi á laug­ar­dag­inn og mun gilda í að minnsta kosti fjórar vik­ur, sam­kvæmt umfjöllun Sky um málið. Í sjón­varps­ávarp­inu sagði for­set­inn ástandið vera áhyggju­efni en að landið hefði ekki enn misst stjórn á far­aldr­in­um. 

Auglýsing

Þriggja þrepa kerfi

Í Bret­landi voru sótt­varn­ar­að­gerðir einnig hertar til muna í vik­unni, en Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, til­kynnti þriggja þrepa kerfi til að sporna gegn frek­ari útbreiðslu veirunnar síð­asta mánu­dag.  Kerf­inu er ætlað að koma reglu á stað­bundnum aðgerðum milli lands­hluta þar sem smit hafa grein­st, en með því verður hættu­stig hvers lands­hluta skil­greint á þrenna vegu eftir því hversu útbreidd kór­ónu­veiran er í hon­um.

Þessa stund­ina er Liver­pool eina borgin sem er á þriðja og efsta þrepi kerf­is­ins, en það felur í sér lokun bara og skemmti­staða auk þess sem fólk sem býr ekki saman má ekki eiga sam­neyti við hvert annað inn­an­dyra. 

Jon­son vildi einnig setja Manchester á þriðja þrepið, en hætti við eftir að hafa mætt mik­illi and­stöðu frá stjórn­mála­leið­togum á svæð­inu. Andy Burn­ham, borg­ar­stjóri Manchester, sagði aðgerð­ina vera gall­aða og ósann­gjarna þar sem hún fól ekki í sér efna­hags­stuðn­ing til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem myndu missa tekjur vegna þeirra.

Í dag til­kynnti svo Matt Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra Bret­lands, að London, Essex og York yrðu færð yfir á annað þrep, sem felur í sér tak­mark­aðan opn­un­ar­tíma bara og skemmti­staða auk banns á sam­neyti fólks sem býr ekki sam­an. Við til­kynn­ingu þeirra í breska þing­inu hrós­aði hann Lund­ún­ar­búum sér­stak­lega fyrir að hafa staðið sig vel í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og sagði alla þurfa að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar til að koma stjórn á útbreiðslu veirunnar aft­ur. Nýju regl­urnar munu taka gildi á mið­nætti aðfar­arnótt laug­ar­dags.

Ungir fresti veislum

Þýska rík­is­stjórnin til­kynnti svo í gær nýjar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, þar sem kór­ónu­veirusmitum hefur fjölgað ört þar í landi á síð­ustu dög­um. Aðgerð­irnar fela í sér þrengri sam­komu­tak­mark­anir auk styttri opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og bara.

Í Þýska­landi, rétt eins og í Bret­landi, eru regl­urnar svæð­is­bundnar og fara eftir því hversu útbreidd veiran er á hverjum stað. Grímu­skylda gildir á mann­mörgum stöðum þar sem sjö daga nýgengi smita er yfir 35 á hverja 100 þús­und, en á stöðum þar sem nýgengi hefur náð yfir 50 eru sam­komur einnig tak­mark­aðar við 25 manns, auk þess sem barir og veit­inga­staðir þurfa að loka klukkan ell­efu á kvöld­in. Fjöldi þýskra borga hefur náð þessum efri mörk­um, til að mynda Berlín, Frank­furt og Köln.

„Ég er sann­færð um að það sem við gerum núna muni skera úr um hvernig okkur mun farn­ast í þessum far­aldri,“ hefur þýska blaðið Deutsche Welle eftir Ang­elu Merkel, kansl­ara þýska­lands við kynn­ingu aðgerð­anna. Í því sam­hengi biðl­aði kansl­ar­inn sér­stak­lega til ungs fólks um að fresta veislu­haldi núna til þess að eiga gott líf í fram­tíð­inn­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent