Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir

Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Ríkisstjórnir Frakklands, Bretlands og Þýskalands hafa allar tilkynnt hertar sóttvarnaraðgerðir til þess að bregðast við örri fjölgun smita af kórónuveirunni. Ólíkt fyrstu bylgju faraldursins eru takmarkanirnar svæðisbundnar og fela ekki í sér algjört útgöngubann, en veitingastöðum, börum og skemmtistöðum eru þó settar þrengri skorður.

Útgöngubann að nóttu til

Emmanuel Macron, forseti Frakklands lýsti yfir neyðarstigi í heilbrigðismálum og tilkynnti útgöngubann að nóttu til í níu frönskum borgum í sjónvarpsávarpi í gær. Samkvæmt Macron verður íbúum Parísar, Grenoble, Lille, Lyon, Aix-Marseille, Montpellier, Rouen, St. Etienne og Toulouse meinað að fara úr húsi á milli níu á kvöldin og sex á morgnana, nema þeir hafi góða ástæðu til þess. 

Nýju reglurnar munu taka gildi á laugardaginn og mun gilda í að minnsta kosti fjórar vikur, samkvæmt umfjöllun Sky um málið. Í sjónvarpsávarpinu sagði forsetinn ástandið vera áhyggjuefni en að landið hefði ekki enn misst stjórn á faraldrinum. 

Auglýsing

Þriggja þrepa kerfi

Í Bretlandi voru sóttvarnaraðgerðir einnig hertar til muna í vikunni, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þriggja þrepa kerfi til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar síðasta mánudag.  Kerfinu er ætlað að koma reglu á staðbundnum aðgerðum milli landshluta þar sem smit hafa greinst, en með því verður hættustig hvers landshluta skilgreint á þrenna vegu eftir því hversu útbreidd kórónuveiran er í honum.

Þessa stundina er Liverpool eina borgin sem er á þriðja og efsta þrepi kerfisins, en það felur í sér lokun bara og skemmtistaða auk þess sem fólk sem býr ekki saman má ekki eiga samneyti við hvert annað innandyra. 

Jonson vildi einnig setja Manchester á þriðja þrepið, en hætti við eftir að hafa mætt mikilli andstöðu frá stjórnmálaleiðtogum á svæðinu. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, sagði aðgerðina vera gallaða og ósanngjarna þar sem hún fól ekki í sér efnahagsstuðning til einstaklinga og fyrirtækja sem myndu missa tekjur vegna þeirra.

Í dag tilkynnti svo Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, að London, Essex og York yrðu færð yfir á annað þrep, sem felur í sér takmarkaðan opnunartíma bara og skemmtistaða auk banns á samneyti fólks sem býr ekki saman. Við tilkynningu þeirra í breska þinginu hrósaði hann Lundúnarbúum sérstaklega fyrir að hafa staðið sig vel í fyrstu bylgju faraldursins og sagði alla þurfa að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að koma stjórn á útbreiðslu veirunnar aftur. Nýju reglurnar munu taka gildi á miðnætti aðfararnótt laugardags.

Ungir fresti veislum

Þýska ríkisstjórnin tilkynnti svo í gær nýjar sóttvarnaraðgerðir, þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört þar í landi á síðustu dögum. Aðgerðirnar fela í sér þrengri samkomutakmarkanir auk styttri opnunartíma veitingastaða og bara.

Í Þýskalandi, rétt eins og í Bretlandi, eru reglurnar svæðisbundnar og fara eftir því hversu útbreidd veiran er á hverjum stað. Grímuskylda gildir á mannmörgum stöðum þar sem sjö daga nýgengi smita er yfir 35 á hverja 100 þúsund, en á stöðum þar sem nýgengi hefur náð yfir 50 eru samkomur einnig takmarkaðar við 25 manns, auk þess sem barir og veitingastaðir þurfa að loka klukkan ellefu á kvöldin. Fjöldi þýskra borga hefur náð þessum efri mörkum, til að mynda Berlín, Frankfurt og Köln.

„Ég er sannfærð um að það sem við gerum núna muni skera úr um hvernig okkur mun farnast í þessum faraldri,“ hefur þýska blaðið Deutsche Welle eftir Angelu Merkel, kanslara þýskalands við kynningu aðgerðanna. Í því samhengi biðlaði kanslarinn sérstaklega til ungs fólks um að fresta veisluhaldi núna til þess að eiga gott líf í framtíðinni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent