Þýskaland, Frakkland og Bretland herða aðgerðir

Samhliða fjölgun smita í haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu hafa þrjú Evrópulönd tilkynnt hertar svæðisbundnar sóttvarnaraðgerðir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Rík­is­stjórnir Frakk­lands, Bret­lands og Þýska­lands hafa allar til­kynnt hertar sótt­varn­ar­að­gerðir til þess að bregð­ast við örri fjölgun smita af kór­ónu­veirunni. Ólíkt fyrstu bylgju far­ald­urs­ins eru tak­mark­an­irnar svæð­is­bundnar og fela ekki í sér algjört útgöngu­bann, en veit­inga­stöð­um, börum og skemmti­stöðum eru þó settar þrengri skorð­ur.

Útgöngu­bann að nóttu til

Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands lýsti yfir neyð­ar­stigi í heil­brigð­is­málum og til­kynnti útgöngu­bann að nóttu til í níu frönskum borgum í sjón­varps­ávarpi í gær. Sam­kvæmt Macron verður íbúum Par­ís­ar, Gren­oble, Lil­le, Lyon, Aix-Marseil­le, Mont­pelli­er, Rou­en, St. Etienne og Tou­louse meinað að fara úr húsi á milli níu á kvöldin og sex á morgn­ana, nema þeir hafi góða ástæðu til þess. 

Nýju regl­urnar munu taka gildi á laug­ar­dag­inn og mun gilda í að minnsta kosti fjórar vik­ur, sam­kvæmt umfjöllun Sky um málið. Í sjón­varps­ávarp­inu sagði for­set­inn ástandið vera áhyggju­efni en að landið hefði ekki enn misst stjórn á far­aldr­in­um. 

Auglýsing

Þriggja þrepa kerfi

Í Bret­landi voru sótt­varn­ar­að­gerðir einnig hertar til muna í vik­unni, en Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, til­kynnti þriggja þrepa kerfi til að sporna gegn frek­ari útbreiðslu veirunnar síð­asta mánu­dag.  Kerf­inu er ætlað að koma reglu á stað­bundnum aðgerðum milli lands­hluta þar sem smit hafa grein­st, en með því verður hættu­stig hvers lands­hluta skil­greint á þrenna vegu eftir því hversu útbreidd kór­ónu­veiran er í hon­um.

Þessa stund­ina er Liver­pool eina borgin sem er á þriðja og efsta þrepi kerf­is­ins, en það felur í sér lokun bara og skemmti­staða auk þess sem fólk sem býr ekki saman má ekki eiga sam­neyti við hvert annað inn­an­dyra. 

Jon­son vildi einnig setja Manchester á þriðja þrepið, en hætti við eftir að hafa mætt mik­illi and­stöðu frá stjórn­mála­leið­togum á svæð­inu. Andy Burn­ham, borg­ar­stjóri Manchester, sagði aðgerð­ina vera gall­aða og ósann­gjarna þar sem hún fól ekki í sér efna­hags­stuðn­ing til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem myndu missa tekjur vegna þeirra.

Í dag til­kynnti svo Matt Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra Bret­lands, að London, Essex og York yrðu færð yfir á annað þrep, sem felur í sér tak­mark­aðan opn­un­ar­tíma bara og skemmti­staða auk banns á sam­neyti fólks sem býr ekki sam­an. Við til­kynn­ingu þeirra í breska þing­inu hrós­aði hann Lund­ún­ar­búum sér­stak­lega fyrir að hafa staðið sig vel í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og sagði alla þurfa að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar til að koma stjórn á útbreiðslu veirunnar aft­ur. Nýju regl­urnar munu taka gildi á mið­nætti aðfar­arnótt laug­ar­dags.

Ungir fresti veislum

Þýska rík­is­stjórnin til­kynnti svo í gær nýjar sótt­varn­ar­að­gerð­ir, þar sem kór­ónu­veirusmitum hefur fjölgað ört þar í landi á síð­ustu dög­um. Aðgerð­irnar fela í sér þrengri sam­komu­tak­mark­anir auk styttri opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og bara.

Í Þýska­landi, rétt eins og í Bret­landi, eru regl­urnar svæð­is­bundnar og fara eftir því hversu útbreidd veiran er á hverjum stað. Grímu­skylda gildir á mann­mörgum stöðum þar sem sjö daga nýgengi smita er yfir 35 á hverja 100 þús­und, en á stöðum þar sem nýgengi hefur náð yfir 50 eru sam­komur einnig tak­mark­aðar við 25 manns, auk þess sem barir og veit­inga­staðir þurfa að loka klukkan ell­efu á kvöld­in. Fjöldi þýskra borga hefur náð þessum efri mörk­um, til að mynda Berlín, Frank­furt og Köln.

„Ég er sann­færð um að það sem við gerum núna muni skera úr um hvernig okkur mun farn­ast í þessum far­aldri,“ hefur þýska blaðið Deutsche Welle eftir Ang­elu Merkel, kansl­ara þýska­lands við kynn­ingu aðgerð­anna. Í því sam­hengi biðl­aði kansl­ar­inn sér­stak­lega til ungs fólks um að fresta veislu­haldi núna til þess að eiga gott líf í fram­tíð­inn­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent