Þórólfur: Samfélagið þarf að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuðina

Sóttvarnalæknir segir í sínu nýjasta minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íslenskt samfélag þurfi að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuði og að á einhverjum tímapunktum þurfi að grípa til harðra aðgerða.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið í meg­in­at­riðum þær breyt­ingar á sótt­varna­ráð­stöf­unum sem kveðið verður á um í reglu­gerð um tak­mark­anir á sam­komum sem tekur gildi þriðju­dag­inn 20. októ­ber. Breyt­ing­arnar verða að mestu þær sömu og sótt­varna­læknir leggur til í minn­is­blaði sínu, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

„Lík­legt má telja að nokkuð lengri tíma en 1-2 vikur muni þurfa til að sjá árangur af þeim að­gerðum sem nú er verið að beita þar sem að veiran hefur náð að hreiðra um sig víða í sam­fé­lag­in­u,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu og bætir við að hann telji lík­legt að hægt muni ganga að ná far­aldr­inum niður að þessu sinni þrátt fyrir þær hörðu aðgerðir sem eru í gang­i.

 

„Að mínu mati þarf því íslenskt sam­fé­lag að ­búa sig undir að hér verði smit í þjóð­fé­lag­inu næstu mán­uð­ina og lík­legt að á ein­hverj­u­m ­tíma­punktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra far­aldra. Þetta ástand verður að lík­indum við­var­andi þar til virkt og öruggt bólu­efni verður til­búið til notk­unar sem verður lík­lega ein­hvern tíma á næsta ári,“ segir síðan í minn­is­blaði Þór­ólfs.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá helstu breyt­ingar sem verða á sótt­varna­ráð­stöf­unum frá og með þriðju­deg­inum 20. októ­ber. Upp­lýs­ing­arnar eru settar fram með fyr­ir­vara um mögu­legar breyt­ingar á útfærslu ein­stakra þátta í reglu­gerð sem unnið er að í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Tak­mark­anir utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – helstu breyt­ing­ar:

  • Nánd­ar­mörk milli ein­stak­linga verða 2 metr­ar.
  • Skylt verður að nota and­lits­grím­ur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nánd­ar­mörk, m.a. í versl­un­um.
  • Á við­burð­u­m verður ein­ungis heim­ilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í núm­eruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir áhorf­endur mega vera á íþrótta­við­burð­um, hvorki inn­an- né utandyra.
  • Íþrótta­iðkun, einnig sú sem krefst snert­ingar eða mik­illar nálægð­ar­, verður heim­il, jafnt inn­an- og utandyra.
  • Lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða áfram lok­að­ar.

Tak­mark­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – helstu breyt­ing­ar:

  • Allt íþrótta- og tóm­stunda­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri sem krefst snert­ingar verður óheim­ilt.
  • Skóla­sund verður óheim­ilt.
  • Íþrótta­iðkun sem ekki krefst snert­ing­ar verð­ur­ heim­il en fjöldi þátt­tak­enda má að hámarki vera 20 ein­stak­lingar og 2 metra nánd­ar­mörk skulu virt. Engir áhorf­end­ur ­mega vera við­stadd­ir.
  • Æfingar og keppni í íþróttum sem krefj­ast snert­ing­ar verða ó­heim­il­ar, innan húss og utan­, ­jafnt hjá börn­um og full­orðn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent