Þórólfur: Samfélagið þarf að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuðina

Sóttvarnalæknir segir í sínu nýjasta minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íslenskt samfélag þurfi að búa sig undir að smit verði í þjóðfélaginu næstu mánuði og að á einhverjum tímapunktum þurfi að grípa til harðra aðgerða.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið í meg­in­at­riðum þær breyt­ingar á sótt­varna­ráð­stöf­unum sem kveðið verður á um í reglu­gerð um tak­mark­anir á sam­komum sem tekur gildi þriðju­dag­inn 20. októ­ber. Breyt­ing­arnar verða að mestu þær sömu og sótt­varna­læknir leggur til í minn­is­blaði sínu, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

„Lík­legt má telja að nokkuð lengri tíma en 1-2 vikur muni þurfa til að sjá árangur af þeim að­gerðum sem nú er verið að beita þar sem að veiran hefur náð að hreiðra um sig víða í sam­fé­lag­in­u,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu og bætir við að hann telji lík­legt að hægt muni ganga að ná far­aldr­inum niður að þessu sinni þrátt fyrir þær hörðu aðgerðir sem eru í gang­i.

 

„Að mínu mati þarf því íslenskt sam­fé­lag að ­búa sig undir að hér verði smit í þjóð­fé­lag­inu næstu mán­uð­ina og lík­legt að á ein­hverj­u­m ­tíma­punktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra far­aldra. Þetta ástand verður að lík­indum við­var­andi þar til virkt og öruggt bólu­efni verður til­búið til notk­unar sem verður lík­lega ein­hvern tíma á næsta ári,“ segir síðan í minn­is­blaði Þór­ólfs.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá helstu breyt­ingar sem verða á sótt­varna­ráð­stöf­unum frá og með þriðju­deg­inum 20. októ­ber. Upp­lýs­ing­arnar eru settar fram með fyr­ir­vara um mögu­legar breyt­ingar á útfærslu ein­stakra þátta í reglu­gerð sem unnið er að í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Tak­mark­anir utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins – helstu breyt­ing­ar:

  • Nánd­ar­mörk milli ein­stak­linga verða 2 metr­ar.
  • Skylt verður að nota and­lits­grím­ur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nánd­ar­mörk, m.a. í versl­un­um.
  • Á við­burð­u­m verður ein­ungis heim­ilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í núm­eruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir áhorf­endur mega vera á íþrótta­við­burð­um, hvorki inn­an- né utandyra.
  • Íþrótta­iðkun, einnig sú sem krefst snert­ingar eða mik­illar nálægð­ar­, verður heim­il, jafnt inn­an- og utandyra.
  • Lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða áfram lok­að­ar.

Tak­mark­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – helstu breyt­ing­ar:

  • Allt íþrótta- og tóm­stunda­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri sem krefst snert­ingar verður óheim­ilt.
  • Skóla­sund verður óheim­ilt.
  • Íþrótta­iðkun sem ekki krefst snert­ing­ar verð­ur­ heim­il en fjöldi þátt­tak­enda má að hámarki vera 20 ein­stak­lingar og 2 metra nánd­ar­mörk skulu virt. Engir áhorf­end­ur ­mega vera við­stadd­ir.
  • Æfingar og keppni í íþróttum sem krefj­ast snert­ing­ar verða ó­heim­il­ar, innan húss og utan­, ­jafnt hjá börn­um og full­orðn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent