Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum

Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.

Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Auglýsing

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar og óháðra í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar hefur tekið ákvörðun um að stefna að sölu 15,42 pró­senta hlut bæj­ar­ins í HS Veitum til HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf. á um það bil 3,5 millj­arða króna. 

Sölu­ferlið hefur verið umdeilt innan og utan bæj­ar­stjórn­ar­innar og sam­tök fólks í bæj­ar­fé­lag­inu eru með til skoð­unar að reyna á ný að knýja fram íbúa­kosn­ingu um söl­una.

Við­skipta­blaðið greindi fyrst frá því að þessi ákvörðun hefði verið tekin af meiri­hlut­anum og sagði frá átaka­fundi bæj­ar­ráðs um málið sem fram fór á mánu­dag, en þá var nið­ur­staða sölu­ferl­is­ins kynnt. Í dag var málið svo form­lega lagt fram á bæj­ar­ráðs­fundi og verður í kjöl­farið lagt fyrir bæj­ar­stjórn.

Auglýsing

Sam­tök sem kalla sig Íbúa­lýð­ræði stóðu að und­ir­skrifta­söfnun í sumar og söfn­uðu alls 1.593 und­ir­skriftum fyrir því að hafn­firskir kjós­endur fengju að taka afstöðu til máls­ins áður en lengra yrði haldið með sölu­ferlið, sem hefur verið í umsjá Kviku banka frá því á vor­mán­uð­um.

Fjöldi und­ir­skrifta var ansi fjarri því marki sem þarf til að knýja fram íbúa­kosn­ingu um mál­ið, en til þess þarf að fá und­ir­skriftir frá fjórð­ungi þeirra sem eru á kjör­skrá í bæj­ar­fé­lag­inu eða yfir 5 þús­und und­ir­skriftir alls.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson.

Óskar Steinn Jón­ínu­son Ómars­son, tals­maður sam­tak­anna og ábyrgð­ar­maður und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar í sum­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ef svo fari að salan verði sam­þykkt í bæj­ar­stjórn muni sam­tökin reyna að ná því marki á ný og leggja auk­inn kraft í und­ir­skrifasöfn­un­ina.

„Ég held að okkur geti tek­ist að ná þessum 5.000 und­ir­skriftum sem þarf, ég held að það sé engin spurn­ing,“ segir Óskar, en hann segir að söfn­unin í sumar hafi aðal­lega verið kynnt á net­inu og þeir sem að henni stóðu hafi ekki verið að ganga í hús eða stoppa Hafn­firð­inga á förnum vegi til þess að safna und­ir­skrift­um.

„Við náðum ekki þessum 25 pró­senta þrös­k­uldi en það var samt alveg greini­legt að það var mikil ólga í bæj­ar­fé­lag­inu og Hafn­firð­ingar voru ekki sáttir við þessa ákvörð­un. Ég lít þannig á að þetta hafi þá bara verið upp­hitun og við lærum af reynsl­unni hvað gekk illa, hvað gekk vel og leggjum meiri orku í þetta,“ segir Óskar Steinn.

Telja lýð­ræð­is­legt umboð skorta

Sam­tökin sendu yfir­lýs­ingu á fjöl­miðla í morgun og sögð­ust krefj­ast þess að bæj­ar­stjórnin leyfði Hafn­firð­ingum að kjósa um mál­ið. Þau segja lýð­ræð­is­legt umboð skorta, þar sem einka­væð­ing opin­berra orku­inn­viða hafi ekki verið á stefnu­skrá neins flokks fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2018 og einnig þar sem flokk­arnir sem myndi meiri­hluta í bæj­ar­stjórn hafi færri atkvæði á bak við sig en minni­hlut­inn.

„Þessi stað­reynd hlýtur að setja þá kröfu á meiri­hlut­ann að hann sýni auð­mýkt og sam­starfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meiri­hluta í bæj­ar­stjórn,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna, sem telja málið krefj­ast mun meiri umræðu og sam­ráðs við bæj­ar­búa en raunin hafi ver­ið.

Ætlað að styrkja bága stöðu bæj­ar­sjóðs

Skulda­staða Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar er verri en allra hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og dregið var fram í frétt Kjarn­ans í morg­un. Skuldir A-hluta bæj­ar­ins námu yfir 1,3 millj­ónum króna á hvern íbúa í Hafn­ar­firði á síð­asta ári og skulda­hlut­fall bæj­ar­ins, hlut­fall skulda af heild­ar­eign­um, var um 85 pró­sent.

Haft var eftir Rósu Guð­bjarts­dóttur bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í Morg­un­blað­inu í dag að mat meiri­hlut­ans væri að sala á hlutnum á ásætt­an­legu verði myndi styrkja stöðu bæj­ar­ins veru­lega, auk þess að draga úr þörf á lán­tök­um. „Það hlýtur að vera fýsi­legt á þessum óvissu­tím­um,“ sagði Rósa við Morg­un­blað­ið. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent