Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum

Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.

Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Auglýsing

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar og óháðra í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar hefur tekið ákvörðun um að stefna að sölu 15,42 pró­senta hlut bæj­ar­ins í HS Veitum til HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf. á um það bil 3,5 millj­arða króna. 

Sölu­ferlið hefur verið umdeilt innan og utan bæj­ar­stjórn­ar­innar og sam­tök fólks í bæj­ar­fé­lag­inu eru með til skoð­unar að reyna á ný að knýja fram íbúa­kosn­ingu um söl­una.

Við­skipta­blaðið greindi fyrst frá því að þessi ákvörðun hefði verið tekin af meiri­hlut­anum og sagði frá átaka­fundi bæj­ar­ráðs um málið sem fram fór á mánu­dag, en þá var nið­ur­staða sölu­ferl­is­ins kynnt. Í dag var málið svo form­lega lagt fram á bæj­ar­ráðs­fundi og verður í kjöl­farið lagt fyrir bæj­ar­stjórn.

Auglýsing

Sam­tök sem kalla sig Íbúa­lýð­ræði stóðu að und­ir­skrifta­söfnun í sumar og söfn­uðu alls 1.593 und­ir­skriftum fyrir því að hafn­firskir kjós­endur fengju að taka afstöðu til máls­ins áður en lengra yrði haldið með sölu­ferlið, sem hefur verið í umsjá Kviku banka frá því á vor­mán­uð­um.

Fjöldi und­ir­skrifta var ansi fjarri því marki sem þarf til að knýja fram íbúa­kosn­ingu um mál­ið, en til þess þarf að fá und­ir­skriftir frá fjórð­ungi þeirra sem eru á kjör­skrá í bæj­ar­fé­lag­inu eða yfir 5 þús­und und­ir­skriftir alls.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson.

Óskar Steinn Jón­ínu­son Ómars­son, tals­maður sam­tak­anna og ábyrgð­ar­maður und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar í sum­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ef svo fari að salan verði sam­þykkt í bæj­ar­stjórn muni sam­tökin reyna að ná því marki á ný og leggja auk­inn kraft í und­ir­skrifasöfn­un­ina.

„Ég held að okkur geti tek­ist að ná þessum 5.000 und­ir­skriftum sem þarf, ég held að það sé engin spurn­ing,“ segir Óskar, en hann segir að söfn­unin í sumar hafi aðal­lega verið kynnt á net­inu og þeir sem að henni stóðu hafi ekki verið að ganga í hús eða stoppa Hafn­firð­inga á förnum vegi til þess að safna und­ir­skrift­um.

„Við náðum ekki þessum 25 pró­senta þrös­k­uldi en það var samt alveg greini­legt að það var mikil ólga í bæj­ar­fé­lag­inu og Hafn­firð­ingar voru ekki sáttir við þessa ákvörð­un. Ég lít þannig á að þetta hafi þá bara verið upp­hitun og við lærum af reynsl­unni hvað gekk illa, hvað gekk vel og leggjum meiri orku í þetta,“ segir Óskar Steinn.

Telja lýð­ræð­is­legt umboð skorta

Sam­tökin sendu yfir­lýs­ingu á fjöl­miðla í morgun og sögð­ust krefj­ast þess að bæj­ar­stjórnin leyfði Hafn­firð­ingum að kjósa um mál­ið. Þau segja lýð­ræð­is­legt umboð skorta, þar sem einka­væð­ing opin­berra orku­inn­viða hafi ekki verið á stefnu­skrá neins flokks fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2018 og einnig þar sem flokk­arnir sem myndi meiri­hluta í bæj­ar­stjórn hafi færri atkvæði á bak við sig en minni­hlut­inn.

„Þessi stað­reynd hlýtur að setja þá kröfu á meiri­hlut­ann að hann sýni auð­mýkt og sam­starfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meiri­hluta í bæj­ar­stjórn,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna, sem telja málið krefj­ast mun meiri umræðu og sam­ráðs við bæj­ar­búa en raunin hafi ver­ið.

Ætlað að styrkja bága stöðu bæj­ar­sjóðs

Skulda­staða Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar er verri en allra hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og dregið var fram í frétt Kjarn­ans í morg­un. Skuldir A-hluta bæj­ar­ins námu yfir 1,3 millj­ónum króna á hvern íbúa í Hafn­ar­firði á síð­asta ári og skulda­hlut­fall bæj­ar­ins, hlut­fall skulda af heild­ar­eign­um, var um 85 pró­sent.

Haft var eftir Rósu Guð­bjarts­dóttur bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar í Morg­un­blað­inu í dag að mat meiri­hlut­ans væri að sala á hlutnum á ásætt­an­legu verði myndi styrkja stöðu bæj­ar­ins veru­lega, auk þess að draga úr þörf á lán­tök­um. „Það hlýtur að vera fýsi­legt á þessum óvissu­tím­um,“ sagði Rósa við Morg­un­blað­ið. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent