„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“

Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.

Á sjó
Auglýsing

„Okkar for­gangs­verk­efni er að styðja okkar félags­menn sem voru um borð,“ segir Berg­vin Eyþórs­son, vara­for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga, í sam­tali við Kjarn­ann í kvöld um hópsmitið sem upp kom um borð í frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni ÍS 270, sem Hrað­frysti­húsið Gunn­vör hf. gerir út. Skipið kom til hafnar á sunnu­dags­kvöld til olíu­töku og voru þá tekin sýni vegna gruns um smit af COVID-19 um borð. Eng­inn skip­verji kom í land og hélt skipið aftur til veiða. Í til­kynn­ingu frá Ein­ari Val Krist­jáns­syni, fram­kvæmda­stjóra Hrað­frysti­húss­ins, á mánu­dag sagði að í ljós hafi svo komið að meiri­hluti áhafn­ar­innar var sýktur og skip­inu þá snúið til lands þangað sem það kom á þriðju­dag. Sagði í til­kynn­ingu Ein­ars Vals að eng­inn um borð hafi virst alvar­lega veik­ur.



Skip­verjar hafa hins vegar lýst skelfi­legri stöðu sem kom upp í skip­inu og að hvorki skip­stjóri né útgerðin hafi séð ástæðu til að til­kynna til yfir­valda veik­indi sem breidd­ust út meðal áhafn­ar­inn­ar. Í frétt RÚV í dag sagði að 13 af 25 skip­verjum væru með COVID-19 og í ein­angr­un, níu væru með mótefni og þrír hafi farið í sótt­kví.



 „Næsta skref verður að taka saman gögn og ræða við okkar lög­menn og önnur stétt­ar­fé­lög,“ segir Berg­vin. Í fram­haldi af því verði rætt við útgerð­ina. Hann segir að meta þurfi hvort og þá hversu miklu tjóni skip­verjarnir sem eru í Verk Vest hafi orðið fyr­ir. „Það er óum­deilt að það leið engum vel í þessum aðstæðum og þeir voru allir að bíða eftir að kom­ast í land.“

Auglýsing


For­svars­menn verka­lýðs­fé­lags­ins héldu fund með skip­verj­un­um  í dag þar sem þeir lýstu reynslu sinni. Á þriðja tug skip­verja sóttu fund­inn, sem var bæði stað­fundur fyrir þá sem ekki tóku þátt í umræddri veiði­ferð og einnig fjar­fundur fyrir þá sem höfðu sýkst og voru í sótt­kví eða ein­angr­un. Í til­kynn­ingu frá verka­lýðs­fé­lag­inu kemur fram að ljóst megi vera að ástandið um borð hafi orðið mjög alvar­legt og skip­verjar margir hverjir veikst alvar­lega; fengið háan hita, glímt við önd­unarörðu­leika ásamt fleiri þekktum ein­kennum COVID-19.



Þrátt fyrir þessu skýru ein­kenni um sýk­ingu töldu hvorki útgerð né skip­stjóri ástæðu til að til­kynna um veik­indin til sótt­varn­ar­yf­ir­valda eða Land­helg­is­gæslu eða halda skipi til hafnar þannig að hægt væri að fram­kvæma sýna­töku og koma í veg fyrir frek­ari smit um borð, segir í til­kynn­ingu verka­lýðs­fé­lags­ins. „Hver er að ljúga að okk­ur?“ er haft eftir skip­verj­unum í til­kynn­ing­unni og er þar vísað til þess að umdæm­is­læknir sótt­varna hafði lýst yfir að hann vildi fá skip­verja í sýna­töku á þriðja degi veiði­ferð­ar. Segja skip­verjarnir það á skjön við það sem kom fram í Kast­ljósi í gær þar sem sótt­varna­læknir sagði að ekk­ert hafi bent til þess að um hópsmit væri að ræða.



Skip­verjarnir lýstu því að allt frá öðrum degi veiði­ferðar hafi skip­stjór­inn skipað mönnum í ein­angrun meðan þeir voru sem veik­ast­ir. Meðan einn skip­verj­inn var í ein­angrun þurfti klefa­fé­lagi hans að sofa í sjón­varps­klefa án aðgangs að per­sónu­legum munum sín­um, s.s. hreinum fatn­aði.

Væg­ast sagt skelfi­legar aðstæður



„Að­stæður skip­verja voru því væg­ast sagt skelfi­legar þar sem þeir veikt­ust einn af öðrum og höfðu ekki aðrar bjargir en verkja­lyf til að halda sér gang­andi þar sem skipið var við veiðar og vinnslan í gang­i,“ segir í til­kynn­ing­unni. Síðar kom í ljós að lyfja­birgðir voru ekki nægar og þurfti þá að hand­velja hverjir væru veik­astir og þyrftu mest á verkja­lyfjum að halda.



„Skeyt­ing­ar­leysi útgerðar og/eða skip­stjóra gagn­vart heilsu og öryggi skip­verja í umræddri veiði­ferð virð­ist því hafa verið algert,“ segir í til­kynn­ingu Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga. Skip­verjum hafi verið bannað að ræða veik­indin út á við en máttu ræða við fjöl­skyldur sín­ar. Á þriðju viku sjó­ferðar var sett á algert bann við að minn­ast á veik­indin á sam­fé­lags­miðlum eða við frétta­menn. „Þannig var skip­verjum haldið nauð­ugum og veikum við vinnu út á sjó, í brælu og lélegu fiskiríi á meðan Covid-­sýk­ing herj­aði á áhöfn­ina.“



Næstu skref Verk Vest er að leita sam­starfs við önnur stétt­ar­fé­lög sjó­manna um borð í Júl­íusi Geir­munds­syni. Telur félagið ljóst að brotið hafi verið alvar­lega gegn skip­verj­um.

Hröð við­brögð um borð í Valdi­mari GK

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hóp­sýk­ing kemur upp um borð í skipi við Íslands­strend­ur. Í lok sept­em­ber fór áhöfn línu­skips­ins Valdi­mars GK að veikj­ast og fljót­lega var sú ákvörðun tekin að snúa til hafn­ar. Haft var sam­band við emb­ætti land­læknis og almanna­varnir þegar í stað og verk­ferlum sem útgerðin hafði sett sér í vor var fylg­t. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent