Afstaða lýsir yfir vantrausti á Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðherra

Afstaða gagnrýnir þær skorður sem settar hafa verið á heimsóknir nánustu aðstandenda fanga vegna COVID-19 sem félagið segir hafa áhrif á geðheilsu fanga. Fangelsismálastjóri segir forgangsmál að tryggja órofinn rekstur fangelsa og skilur óánægju fanga.

Fangar hafa ekki fengið að hitta aðstandendur sína síðan kórónuveiran fór að láta aftur á sér kræla í ágúst.
Fangar hafa ekki fengið að hitta aðstandendur sína síðan kórónuveiran fór að láta aftur á sér kræla í ágúst.
Auglýsing

Afstaða, félag fanga og ann­arra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, hefur lýst yfir van­trausti á Fang­els­is­mála­stofn­un, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, og dóms­mála­ráðu­neytið vegna við­bragða þeirra við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Afstaða sendi út fyrr í dag. 



Í yfir­lýs­ingu Afstöðu segir að félagið hafi unnið ýmis verk að beiðni Fang­els­is­mála­stofn­unar frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn færð­ist yfir landið á sama tíma og fang­els­is­yf­ir­völd hafi sett fram fyr­ir­heit í betr­un­ar­málum sem ekki var staðið við. „Þetta hefur haft í för með sér óör­yggi og van­traust í garð yfir­valda sem Afstaða mun ekki sefa,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing



Ein­angr­unin hafi áhrif á geð­heilsu fanga

Þar segir einnig að að þær kvaðir sem lagðar hafi verið á fang­elsi lands­ins í kjöl­far far­ald­urs­ins valdi því að fangar ein­angr­ist og það hafi haft áhrif á geð­heilsu þeirra. Þá hafi sam­skipti fanga við ást­vini verið af skornum skammti: „Einnig hafa sam­skipti við fjöl­skyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðli­leg sam­skipti hafa verið á milli fanga og ást­vina eða barna frá því á vor­mán­uð­u­m.“



Afstaða bendir á að fangar séu við­kvæmur hópur þegar kemur að geð­heilsu og félags­legri ein­angrun og því sé ekki nægj­an­lega litið til mögu­legra nei­kvæðra áhrifa á heilsu þegar kemur að aðgerðum sem gripið hefur verið til til að draga úr hættu á COVID-19 smit­um.



Til­lögum Afstöðu hafnað

Félagið gagn­rýnir það að til­lögum þess sem fela í sér jafna ívilnun fyrir alla fanga hafi verið hafn­að. Í yfir­lýs­ing­unni er ástæða höfn­un­ar­innar sögð vera sú að fangar hefðu nú þegar „fengið nægar íviln­anir í formi einnar tölvu fyrir heilt fang­elsi þar sem hægt er að tala við fjöl­skyldu sína, gjald­frjáls sím­töl í almanna­rými þar sem allir aðrir eru að hlusta og að ein­hverjir hefðu fengið að fara fyrr á Vernd,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.



„Fang­els­is­yf­ir­völd hleypa sumum út í miðri afplánun en öðrum ekki, sumum hleypa þeir út á reynslu­lausn en öðrum ekki. Allir á sama stað í kerf­inu. Sumum hentu þeir út án þess að þeir hefðu átt í nokkur hús að venda,“ segir þar enn frem­ur.



Í til­kynn­ing­unni er það tekið fram að sam­starf Afstöðu og Fang­els­is­mála­stofn­unar hafi verið gott og náið og Afstaða stutt aðgerðir stofn­un­ar­inn­ar, en geri það ekki leng­ur. Þá hvetur félagið fanga og aðstand­endur þeirra til að hafa sam­band við Afstöðu ef við­kom­andi telja að brotið hafi verið á sér með þeim aðgerðum sem gripið hafið verið til í far­aldr­in­um.



Fang­els­is­mála­stjóri seg­ist skilja reiði fanga og aðstand­enda

„Ég gerir mér grein fyrir því að heim­sókna­bann í fang­elsum er óæski­legt og við grípum bara til þess því það telst nauð­syn­legt. Við­bragðs­á­ætlun gerir ráð fyrir á neyð­ar­stigi að það sé lokað fyrir heim­sóknir í fang­elsi,“ segir Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unar um yfir­lýs­ingu Afstöðu og þá stöðu sem nú er uppi. Hann segir helsta mark­mið fang­els­is­yf­ir­valda vera að koma í veg fyrir að smit ber­ist inn í fang­els­in. Hægt sé að halda uppi eðli­legri starf­semi í fang­els­unum á meðan þau eru laus við smit. 



„Við lok­uðum fyrir heim­sóknir 6. mars til 4. maí, meðan veiran var í hve mestri útbreiðslu í sam­fé­lag­inu og við opn­uðum þá 4. maí fyrir heim­sóknir náinna aðstand­enda og barna. Síðan þegar veiran fór aftur að láta á sér kræla í veru­legu magni í ágúst þá stöðv­uðum við heim­sókn­ir,“ segir Páll um tak­mark­anir á heim­sókn­um.

Afstaða hefur lýst yfir vantrausti á bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og Fangelsismálastofnun en Páll Winkel er forstjóri stofnunarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Flókið verk­efni að reka fang­elsi á tímum COVID-19

„Við gerum okkur grein fyrir að það er fólgin í þessu aukin ein­angrun og við höfum áhyggjur af þessu og við ætlum að opna fyrir heim­sóknir náinna aðstand­enda og barna þegar neyð­ar­stigi hefur verið aflýst. Von­andi verður það innan skamm­s,“ segir Páll og bendir á að reynt hafi verið að koma til móts við fanga í ástand­inu. Boðið sé upp á gjald­frjáls sím­töl, raf­ræna AA fundi og hug­leiðslur auk þess sem þjón­usta félags­ráð­gjafa og sál­fræð­inga sé veitt með raf­rænum hætti. Þar að auki sé enn boðið upp á vinnu, kennslu og nám innan veggja fang­elsanna eins og venja er. 



Páll nefnir að komið hafi upp smit í fang­elsum í lönd­unum í kringum okkur og þá hafi þurft að ein­angra alla sem í fang­els­unum eru. „Við höfum sloppið við það hingað til en þetta er flókið verk­efni. Við höfum misst tölu­verðan fjölda starfs­manna í sótt­kví á tíma­bilum og það er mjög mik­il­vægt að við getum haldið órofnum rekstri,“ segir Páll.



Einn fangi verið smit­aður af COVID-19

Þrátt fyrir að tek­ist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 innan veggja fang­elsanna hefur einum smit­uðum fanga verið sinnt. „Það hefur komið upp smit innan einu fang­elsanna. Það var ekki vegna þess að sótt­varnir brugð­ust heldur fengum við upp­lýs­ingar um það frá lög­reglu að það væri á leið­inni fangi á leið í gæslu­varð­hald sem væri smit­aður af þess­ari veiru. En vegna þess að við höfum ekki verið með fang­elsin í 100 pró­sent nýt­ingu þá höfum við aðstöðu til þess að skilja hópana að og þessi ein­stak­lingur var í gæslu­varð­haldi með COVID og ekki í neinum sam­skiptum við aðra fanga og þetta smit dreifð­ist ekki um fang­els­in. Að öðru leyti hefur ekk­ert smit komið upp í fang­els­un­um.“



Um til­lög­urnar sem afstaða nefnir í yfir­lýs­ingu sinni segir Páll lítið um þær að segja annað en að þetta séu til­lögur sem þurfi laga­breyt­ingar til að ná fram að ganga. Á síð­ustu árum hafi afplánun utan fang­elsa hlotið aukið vægi og nú getu fangar verið allt að 16 mán­uði á áfanga­heim­ili seinni hluta afplán­unar og allt að 12 mán­uði undir raf­rænu eft­ir­liti, með ökkla­band, á sínu eigin heim­ili. „Hvort það sé hægt að rýmka það frekar og hvort það sé vilji til þess er bara eitt­hvað sem þarf að skoða,“ segir Páll. Nú sé helsta for­gangs­málið að tryggja órof­inn rekstur fang­elsa og „halda líf­inu innan veggja fang­elsanna í eins eðli­legum skorðum og hægt er.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent