Bóluefni Pfizer gæti verið upphafið að endalokunum

Bjartsýni ríkir eftir að lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech greindu frá niðurstöðum á prófunum á bóluefni gegn COVID-19 í gær. En mörgum spurningum er ósvarað.

Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Auglýsing

Bar­áttan gegn kór­ónu­veirunni SAR­S-CoV-2 hefur nú staðið í tæpt ár. Ýmis­legt hefur áunn­ist á þeim tíma, s.s. skimanir og lyfja­með­ferðir en bjarg­vætt­ur­inn út úr far­aldr­in­um, bólu­efni, hefur enn sem komið er verið rétt utan seil­ing­ar.



En nú eru blikur á lofti. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki, Pfizer og BioNTech, hafa unnið í sam­ein­ingu að þróun bólu­efnis sem nú þykir sannað að muni gefa góða raun. Níu­tíu pró­sent þeirra sem fengið hafa bólu­efnið hafa myndað ónæmi sem þykir eins góður árangur og hægt er að von­ast til af „fyrstu kyn­slóð“ nýs bólu­efn­is.



Aldrei áður í mann­kyns­sög­unni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bólu­efni. Tugir fyr­ir­tækja víða um heim eru að þróa slíka vörn gegn veirunni en nokkur þeirra skara framúr og lofa góðu. Fleiri en eitt bólu­efni þarf lík­leg­ast til og því eru þetta góðar fréttir sem margir vilja meina að séu upp­hafið af enda­lokum far­ald­urs­ins sem sett hefur heims­byggð­ina á hlið­ina á und­an­förnum mán­uð­um.

Auglýsing


Um 43 þús­und manns hafa tekið þátt í til­raunum Pfizer og BioNTech. Hóp­ur­inn  sam­anstendur af alls konar fólki af ýmsum kyn­þátt­um.



Það er þó of snemmt að fagna. Ýmsum spurn­ingum er enn ósvarað og til­raunir lyfja­fyr­ir­tækj­anna halda nú áfram.



Ein spurn­ingin er sú hversu vel bólu­efnið mun gagn­ast eldra fólki, þeim hópi fólks sem er hvað lík­leg­astur til að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómn­um. Einnig á eftir að koma í ljós hvort að sá sem fengið hefur bólu­efnið geti engu að síður smitað aðra, það er að segja, þó að hann sýni ekki ein­kenni COVID-19. Þá er enn ekki full­víst hversu löng virkni efn­is­ins er.



Það er af þessum sökum m.a. sem mik­il­vægt er að fleiri en eitt bólu­efni verði aðgengi­legt. Eitt þeirra sem er í þróun við Oxfor­d-há­skóla, hefur til að mynda kallað fram gott ónæm­is­svar hjá eldra fólki.



Næstu skref Pfizer og BioNTech er að safna frek­ari gögnum úr rann­sóknum sín­um. Að því loknu munu fyr­ir­tækin fá sér­stakt neyð­ar­leyfi, sem Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur heim­ilað að gefin verði út að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um, svo koma megi bólu­efn­inu í notk­un. Það mun þó ekki ger­ast fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs. Það er svo í höndum opin­berra aðila innan hvers lands að for­gangs­raða hverjir fá efn­ið, sem verður fyrst í stað af skornum skammti. Vonir standa þó til þess að gangi allt að óskum verði hægt að fram­leiða 1,3 millj­arða skammta af bólu­efni Pfizer á næsta ári.



Um stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferð mann­kyns verður að ræða og þegar hefur verið ákveðið stofn­anir á borð við UNICEF, sem hefur mikla þekk­ingu og reynslu á dreif­ingu bólu­efna í fátækum ríkjum heims, komi að því verk­efni.

Nýstár­leg aðferð



Bólu­efni Pfizer er sögu­legt í ýmsu öðru til­liti en hversu hratt hefur tek­ist að þróa það. Aðferð­inni sem beitt er, mRNA, er nýstár­leg og hefur hingað til ekki verið notuð við gerð bólu­efna fyrir mann­eskj­ur.



Alls eru ell­efu bólu­efni núna komin langt í þróun á heims­vísu, sam­kvæmt umfjöllun New York Times um þennan áfanga og nokkur þeirra inni­halda, eins og bólu­efni Pfizer og BioNTech, gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadda­prótein sem eru á yfir­borði kór­ónu­veirunn­ar, SAR­S-CoV-2. Gefa þessar nið­ur­stöður því vonir um að önnur fyr­ir­tæki sem eru að beita sömu nálgun nái líka góðum árangri með sín bólu­efni.



Í umfjöllun á vef Lyfja­stofn­unar um til­raunir Pfizer og BioNTech kemur fram hvernig slík bólu­efni verka, en þar segir að þegar bólu­efnið hafi verið gefið byrji frumur lík­am­ans að fram­leiða sín eigin gadda­prótein. Ónæm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til varna með því að fram­leiða mótefni og T-frumur gegn veirunni.



Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völdum SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunn­ar, þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja veiruna og ráð­ast gegn henni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent