COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera

Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.

Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
Fjallið Namsan í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
Auglýsing

Aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa haft lítil áhrif á magn koltví­oxíðs í and­rúms­loft­inu. Þó að losun koltví­oxíðs hafi minnkað umtals­vert í ár hefur það að mati vís­inda­manna við Alþjóð­legu veð­ur­stofn­un­ina (WMO) aðeins haft smá­vægi­leg áhrif á upp­söfnun loft­teg­und­ar­inn­ar.Gróð­ur­húsa­loft­teg­undir sem los­aðar eru, s.s. koltví­oxíð og met­an, safn­ast upp í loft­hjúpi jarð­ar. Það hafa þær gert í gegnum ára­tug­ina og þó að losun drag­ist tíma­bundið saman hefur það lítið að segja.Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum skuld­bundu þjóðir heims sig til að draga úr losun þess­ara loft­teg­unda sem m.a. fara út í and­rúms­loftið með bruna jarð­efna­elds­neyt­is. Gróð­ur­húsa­loft­teg­undir gleypa varma­geislun frá jörðu og hita þannig yfir­borð henn­ar. Þessi gróð­ur­húsa­á­hrif valda hlýnun jarðar og ógna mat­væla­fram­leiðslu, hækka yfir­borð sjávar og ýta undir öfga­full veð­ur­fyr­ir­bæri á borð við hvirf­il­bylji, þurrka og flóð.  

AuglýsingMagn koltví­oxíðs í and­rúms­loft­inu jókst meira á milli áranna 2017 og 2018 en að með­al­tali allan ára­tug­inn á und­an. Í ár hefur losun loft­teg­und­ar­innar dreg­ist saman um 17 pró­sent frá síð­asta ári en vís­inda­menn telja að það muni hafa lítil áhrif á heild­ar­magn hennar í and­rúms­loft­inu og að sveiflan sé innan þeirra marka sem hún oft er frá nátt­úr­unnar hendi milli ára.Fram­kvæmda­stjóri Alþjóða veð­ur­stofn­un­ar­inn­ar, Pett­eri Taalas, segir að áhrif sam­komu- og ferða­tak­mark­ana eru aðeins „lít­ill dep­ill“ á lofts­lagskúrf­unni til lengri tíma lit­ið. „Við verðum að halda áfram að fletja hana út,“ segir hann, svo að árangur af sam­drætti í losun komi í ljós.Veð­ur­stöðvar sem mæla magn koltví­oxíðs í and­rúms­loft­inu hafa margar hverjar sýnt að það hefur haldið áfram að aukast í ár þrátt fyrir tak­mark­anir á athöfnum manna í far­aldr­in­um. Ein mik­il­væg­asta veð­ur­stöðin sem safnar slíkum gögnum er á Hawaii og sam­kvæmt henni er aukn­ingin í ár miðað við það síð­asta tölu­verð. Sömu sögu er að segja frá mæl­ingum stöðvar sem stað­sett er í Tasmaníu utan við Ástr­al­íu. Magn ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, s.s. met­ans, hefur einnig auk­ist.Þrátt fyrir að aðgerðir í far­aldr­inum hafi ekki minnkað magn þess­ara gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þar sem þær hafa langan líf­tíma í and­rúms­loft­inu, telur Taalas reynsl­una sem fékkst á fyrstu mán­uðum árs­ins skipta máli.„Far­aldur COVID-19 er ekki lausnin á lofts­lags­vand­an­um,“ segir hann við BBC. Hins vegar hafi hann sýnt hvaða áhrif algjör breyt­ing á iðn­aði okk­ar, orku­nýt­ingu og sam­göngum getur haft og til hvaða metn­að­ar­fullu aðgerða þurfi að grípa til að draga úr los­un­inni. „Þær breyt­ingar sem þarf að ráð­ast í eru efna­hags­lega og tækni­lega mögu­legar og myndu aðeins hafa smá­vægi­leg áhrif á hvers­dags­líf okk­ar.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent