Moderna biður um grænt ljós á bóluefnið

Heimsbyggðin er í dag einu skrefi nær bóluefni gegn COVID-19 en hún var í gær. Ef allt gengur að óskum er mögulegt að bóluefni tveggja fyrirtækja fái neyðarsamþykki bandarísku lyfjastofnunarinnar og að bólusetning geti hafist um miðjan desember.

Bóluefni líftæknifyrirtækisins Moderna hefur gefið góða raun á rannsóknarstigum.
Bóluefni líftæknifyrirtækisins Moderna hefur gefið góða raun á rannsóknarstigum.
Auglýsing

Líf­tækni­fyr­ir­tækið Moderna ætlar í dag að sækj­ast form­lega eftir sam­þykki Mat­væla- og lyfja­stofn­unar Banda­ríkj­anna fyrir bólu­efni sínu gegn COVID-19. Rúm­lega vika er síðan lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer og BioNtech gerðu slíkt hið sama. Fyr­ir­tækin hafa sótt eftir neyð­ar­sam­þykki stofn­un­ar­innar og fáist það gæti bólu­setn­ing haf­ist um miðjan des­em­ber. 

 Bólu­efni Moderna er talið veita vörn gegn kór­ónu­veirunni í 94 pró­sent til­vika sem er langt umfram vænt­ing­ar 

Ef allt gengur að óskum og Mat­væla- og lyfja­stofn­unin gefur Moderna og Pfizer grænt ljós er mögu­legt að hægt verði að bólu­setja tutt­ugu millj­ónir Banda­ríkja­manna gegn COVID-19 fyrir árs­lok, segir í frétt Was­hington Post um tíð­ind­in.

Auglýsing

Þetta er fjórði mánu­dag­ur­inn í röð sem færðar hafa verið jákvæðar fréttir af þróun bólu­efna gegn sjúk­dómn­um. 

„Þú vilt ekki fara fram úr sjálfum þér og fagna sigri en þetta ber öll merki þess að hafa mjög, mjög mikil áhrif á það að stöðva far­ald­ur­inn,“ segir Ant­hony Fauci, for­stjóri smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna. „Áhrifa­ríkt bólu­efni, ef það er tekið af mjög, mjög háu hlut­falli almenn­ings, gæti kramið þennan far­aldur rétt eins og gerð­ist með far­aldur misl­inga, bólu­sóttar og fleiri sjúk­dóma.“

Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíðin er nú í vik­unni og ótt­ast er að ferða­lög og fjöl­skyldu­boð henni tengd verði til þess að kór­ónu­veirusmitum muni fjölga hratt. Yfir 100 þús­und manns grein­ast dag­lega með veiruna í Banda­ríkj­unum og ef fjórða bylgjan brýst út á næstu dögum og vikum mun það, hvort sem bólu­efni kemur í des­em­ber eða ekki, valda gríð­ar­legu álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Áður en neyð­ar­sam­þykki lyfja­fyr­ir­tækj­anna fæst á Mat­væla- og lyfja­stofn­un­in, sem og fleiri eft­ir­lits­að­il­ar, eftir að rýna í öll rann­sókn­ar­gögn sem til hafa orðið í þró­un­ar­ferli bólu­efn­anna. Þar sem bólu­efnin verða bæði af skornum skammti fyrst um sinn mun nefnd á vegum smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna leggj­ast yfir það hvaða hópar fari í for­gang. 

Bæði Moderna og Pfizer segj­ast verða til­búin með marga skammta af bólu­efn­inu þegar og ef  lyfja­stofn­unin gefur grænt ljós.  

Mörgum spurn­ingum er enn ósvar­að. Ein er sú hversu lengi vörnin sem bólu­efnið gefur mun vara. Þá eru vís­inda­menn ekki á einu máli um hvort að bólu­efni komi í veg fyrir að sá sem þau fær geti smitað aðra af veirunni.

Moderna mun einnig í dag sækj­ast eftir leyfum hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og er einnig að vinna að því að fá leyfi í Bret­landi, Sviss, Kana­da, Ísr­ael og Singapúr. 



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent