Moderna biður um grænt ljós á bóluefnið

Heimsbyggðin er í dag einu skrefi nær bóluefni gegn COVID-19 en hún var í gær. Ef allt gengur að óskum er mögulegt að bóluefni tveggja fyrirtækja fái neyðarsamþykki bandarísku lyfjastofnunarinnar og að bólusetning geti hafist um miðjan desember.

Bóluefni líftæknifyrirtækisins Moderna hefur gefið góða raun á rannsóknarstigum.
Bóluefni líftæknifyrirtækisins Moderna hefur gefið góða raun á rannsóknarstigum.
Auglýsing

Líf­tækni­fyr­ir­tækið Moderna ætlar í dag að sækj­ast form­lega eftir sam­þykki Mat­væla- og lyfja­stofn­unar Banda­ríkj­anna fyrir bólu­efni sínu gegn COVID-19. Rúm­lega vika er síðan lyfja­fyr­ir­tækin Pfizer og BioNtech gerðu slíkt hið sama. Fyr­ir­tækin hafa sótt eftir neyð­ar­sam­þykki stofn­un­ar­innar og fáist það gæti bólu­setn­ing haf­ist um miðjan des­em­ber. 

 Bólu­efni Moderna er talið veita vörn gegn kór­ónu­veirunni í 94 pró­sent til­vika sem er langt umfram vænt­ing­ar 

Ef allt gengur að óskum og Mat­væla- og lyfja­stofn­unin gefur Moderna og Pfizer grænt ljós er mögu­legt að hægt verði að bólu­setja tutt­ugu millj­ónir Banda­ríkja­manna gegn COVID-19 fyrir árs­lok, segir í frétt Was­hington Post um tíð­ind­in.

Auglýsing

Þetta er fjórði mánu­dag­ur­inn í röð sem færðar hafa verið jákvæðar fréttir af þróun bólu­efna gegn sjúk­dómn­um. 

„Þú vilt ekki fara fram úr sjálfum þér og fagna sigri en þetta ber öll merki þess að hafa mjög, mjög mikil áhrif á það að stöðva far­ald­ur­inn,“ segir Ant­hony Fauci, for­stjóri smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna. „Áhrifa­ríkt bólu­efni, ef það er tekið af mjög, mjög háu hlut­falli almenn­ings, gæti kramið þennan far­aldur rétt eins og gerð­ist með far­aldur misl­inga, bólu­sóttar og fleiri sjúk­dóma.“

Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíðin er nú í vik­unni og ótt­ast er að ferða­lög og fjöl­skyldu­boð henni tengd verði til þess að kór­ónu­veirusmitum muni fjölga hratt. Yfir 100 þús­und manns grein­ast dag­lega með veiruna í Banda­ríkj­unum og ef fjórða bylgjan brýst út á næstu dögum og vikum mun það, hvort sem bólu­efni kemur í des­em­ber eða ekki, valda gríð­ar­legu álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Áður en neyð­ar­sam­þykki lyfja­fyr­ir­tækj­anna fæst á Mat­væla- og lyfja­stofn­un­in, sem og fleiri eft­ir­lits­að­il­ar, eftir að rýna í öll rann­sókn­ar­gögn sem til hafa orðið í þró­un­ar­ferli bólu­efn­anna. Þar sem bólu­efnin verða bæði af skornum skammti fyrst um sinn mun nefnd á vegum smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna leggj­ast yfir það hvaða hópar fari í for­gang. 

Bæði Moderna og Pfizer segj­ast verða til­búin með marga skammta af bólu­efn­inu þegar og ef  lyfja­stofn­unin gefur grænt ljós.  

Mörgum spurn­ingum er enn ósvar­að. Ein er sú hversu lengi vörnin sem bólu­efnið gefur mun vara. Þá eru vís­inda­menn ekki á einu máli um hvort að bólu­efni komi í veg fyrir að sá sem þau fær geti smitað aðra af veirunni.

Moderna mun einnig í dag sækj­ast eftir leyfum hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og er einnig að vinna að því að fá leyfi í Bret­landi, Sviss, Kana­da, Ísr­ael og Singapúr. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent