Landsmenn beðnir um að búa sér til „jólakúlu“

Í tilmælum sem gefin hafa verið út eru landsmenn beðnir um að búa sér til „jólakúlu“, búbblu fólks til þess að hitta yfir hátíðarnar. Ekki er þó alveg skýrt hversu margir ættu að vera í jólakúlu hvers og eins.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á fundinum í dag.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á fundinum í dag.
Auglýsing

Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra benti á það, í upp­hafi upp­lýs­inga­fundar almanna­varna í morg­un, að búið væri að birta leið­bein­ingar til lands­manna á vefnum covid.is um það sem þyrfti að hafa í huga yfir hátíð­arnar vegna COVID-19.

Rögn­valdur sagði að lands­menn væru hvattir til þess að búa sér til jólakúlu, hóp af fólki sem það ætl­aði að hitta um jól­in. Því minni „kúl­ur“ og því færri, því betra, en hvorki á fund­inum né í leið­bein­ingum almanna­varna koma fram leið­bein­ingar um það hversu marga ein­stak­linga fólk ætti að reyna að hafa í sinni „jólakúlu.“ Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði gott að hafa í huga að í dag væru 10 manna fjölda­tak­mark­anir í gildi.

Fram kom í máli sótt­varna­læknis á fund­inum að hann ætti von á því að rík­is­stjórnin myndi koma sér saman um aðgerðir sem byggja á nýju minn­is­blaði hans og kynna þær form­lega með reglu­gerð annað hvort í dag eða á morg­un.

„Auð­vitað er það þannig að við umgöng­umst okkar nán­asta fólk“

Blaða­menn ósk­uðu beint og óbeint eftir því á fund­inum í dag að þeir Rögn­valdur og Þórólfur legðu mat á það hvort sá fjöldi ein­stak­linga sem heim­sótti heim­ili Víðis Reyn­is­sonar yfir­lög­reglu­þjóns síð­ustu helgi hefði verið í takti við til­mæli almanna­varna, en eins og Víðir greindi sjálfu frá urðu ell­efu ein­stak­ling­ar, auk hans sjálfs, útsettir fyrir smiti á heim­ili hans síð­asta laugardag.

Auglýsing

„Við höfum sagt það að við erum ekki að leggja dóm eða dæma þá sem eru að smit­ast eða þá sem eru í sótt­kví því óvin­ur­inn okkar er veiran sjálf og við erum ekki að búa til ein­hver til­felli í kringum þá sem eru að smit­ast. Auð­vitað reynum við af bestu getu að fara eftir eigin til­lögum en við erum mann­leg eins og við erum flest. Öll erum við að gera okkar besta og ég tel að það þurfi að gilda áfram. En auð­vitað er það þannig að við umgöng­umst okkar nán­asta fólk, við eigum börn, við eigum for­eldra og það er alveg greini­legt að veiran getur læðst inn í slíka hópa lík­a,“ sagði Þórólf­ur, spurður af Birni Inga Hrafns­syni hjá Vilj­anum um það hvort ekki væri mik­il­vægt að þau sem stæðu í fram­lín­unni og beindu boðum til almenn­ings færu eftir eigin til­mæl­um.

Rögnvaldur og Þórólfur á fundinum í dag. Mynd: Almannavarnir

Hvorki hann né Rögn­valdur vildu sér­stak­lega leggja mat á þetta atriði þrátt fyrir að vera spurðir að því hvort skila­boðin til almenn­ings um hvað væri við hæfi og hvað ekki þyrftu ekki að vera skýr. 

„Að sjálf­sögðu óskum við öll Víði og fjöl­skyldu góðs bata, en mér finnst samt nauð­syn­legt að spyrja, sér­stak­lega núna í aðdrag­anda jóla, sá gesta­gangur sem var lýst á heim­ili hans. Var þetta í lagi og er þetta eitt­hvað sem má núna í des­em­ber?“ spurði Hólm­fríður Gísla­dóttir blaða­maður á Vísi.



Rögn­valdur svar­aði því til að honum þætti ekki rétt að svara því á þessum vett­vangi, Víðir yrði örugg­lega meira en til í að ræða málið sjálfur þegar hann kæmi aftur úr veik­inda­leyfi. Þórólfur tók svo orðið í kjöl­farið á því að frétta­maður ítrek­aði spurn­ingu sína:

„Skila­boðin eru þau að við erum að hvetja alla til að lág­marka alla hópa­mynd­un. Við erum með 10 manna mörk núna, við erum með 2 metra reglu, leið­bein­ingar um grímunotkun og hand­hreinsun og svo­leið­is. [...] Við erum ekki að hvetja alla til að sitja inni og hitta ekki nokkurn mann, það væri „lock­down“ í raun og veru, ef við værum að hvetja alla til að fara ekki út. Við erum að hvetja fólk til að fara eftir þessu, þetta eru grunn­regl­urn­ar. Getur komið upp smit þó það sé farið eftir þessum regl­um? Já. En þetta er til þess að lág­marka áhætt­una,“ sagði Þórólfur og bætti því við að ef farið væri eftir þessum reglum ætti smit­hættan að vera í algjöru lág­marki.

Það sem almanna­varnir segja að hafa þurfi í huga hafa þarf í huga yfir hátíð­irnar

  • Njótum raf­rænna sam­veru­stunda
  • Eigum góðar stundir með heim­il­is­fólkin
  • Veljum jóla­vini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíð­arn­ar)
  • Hugum að heils­unni og stundum úti­vist í fámennum hópi
  • Verslum á net­inu ef hægt er 
  • Verum til­búin með inn­kaupa­lista þegar farið er að versla
  • Kaupum mál­tíðir á veit­inga­stöðum og tökum með heim 
  • Ef við finnum fyrir ein­kennum sem bent geta til COVID-19 þá er mik­il­vægt að vera heima, fara í próf og vera í ein­angrun þar til nið­ur­staða liggur fyr­ir.

Varð­andi heim­boð og veit­ingar

  • Látum gesti vita um boðið með góðum fyr­ir­vara svo þeir hafi tæki­færi til að fara var­lega dag­ana fyrir boð­ið.
  • Fylgj­umst með þróun far­ald­urs­ins.
  • Virðum fjölda­tak­mark­anir og tryggjum nánd­ar­mörk og ein­stak­lings­bundnar smit­varn­ir.
  • Forð­umst sam­skots­boð („pálínu­boð") og hlað­borð.
  • Geymum handa­bönd, faðm­lög og kossa til betri tíma.
  • Hugum að loft­ræst­ingu og loftum út á meðan á boð­inu stend­ur.
  • Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglu­lega.
  • Tak­mörkum sam­eig­in­lega snertifleti og þrí­fum þá oft og reglu­lega. 
  • Notum grímu og þvoum okkur reglu­lega um hendur á meðan við útbúum mat­inn, berum hann fram og göngum frá.
  • Tak­mörkum fjölda fólks í eld­hús­inu eða þar sem mat­ur­inn er útbú­inn og gengið er frá eftir mat­inn.
  • Tak­mörkum notkun á sam­eig­in­legum áhöld­um, svo sem tertu­hníf­um, kaffi­könn­um, mjólk­ur­könnum og svo fram­veg­is.
  • Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauserví­ett­ur.
  • Forð­umst söng og hávært tal, sér­stak­lega inn­an­dyra.‍

Gist­ing

  • Algengt er að vinir og/eða­fjöl­skyldu­með­limir dvelji saman yfir hátíð­irnar á sama heim­ili. Mik­il­vægt er að vera búin að gera ráð­staf­anir ef gestir og/eða heim­il­is­fólk veikj­ast af COVID-19 á meðan heim­sókn stend­ur. Við þurfum að huga að sótt­kví, ein­angr­un,heil­brigð­is­­þjón­ustu og ferða­lag­inu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíð­irnar þurfum við að huga vel að sótt­vörn­um, sér­stak­lega ef ein­hver er í áhættu­hópi.

Á upp­lýs­inga­vef almanna­varna má finna nán­ari leið­bein­ingar um ferða­lög til og frá Íslandi fyrir hátíð­arnar og til­mæli til rekstr­ar­að­ila. Þar er svo hnykkt út með því að líkt og á öðrum tímum þurfi að huga að per­sónu­legum sótt­vörn­um.

  • Þvoum hendur reglu­lega
  • Virðum nálægð­ar­mörkin
  • Loftum reglu­lega út
  • Notum and­lits­grímur þegar við á
  • Þrí­fum snertifleti reglu­lega
  • Áríð­andi er að við verndum við­kvæma hópa og verndum þá yfir hátíð­arn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent