Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti

Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Kannski var gær­dag­ur­inn bara býsna góður dagur fyrir íslenska þjóð því að hann markar von­andi enda­lok póli­tískra ráðn­inga dóm­ara á Íslandi. Nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins stað­festir að brot dóms­mála­ráð­herra var alvar­legt og gróf undan grund­vall­ar­rétt­indum um rétt­láta máls­með­ferð. Nú dugar póli­tískum öflum ekki lengur að borga bara umsækj­endum sem gengið er fram hjá bætur úr sam­neysl­unni á meðan hinir sitja þókn­an­legir áfram.“

Þetta sagði Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma en hann spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra út í nið­ur­stöðu yfir­­­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu sem birt­ist í gær.

Hann sagð­ist vera sam­mála for­sæt­is­ráð­herra um að nú þyrfti að „horfa fram á veg­inn“ en Katrín við­hafði þau orð í sam­tali við Vísi í gær þegar hún var spurð út í nið­ur­stöð­una.

Auglýsing

Logi telur aftur á móti að „við lærum ekk­ert nema við horfum líka til bak­a“. Hann benti á að þegar for­sæt­is­ráð­herra var í stjórn­ar­and­stöðu hefði hún lýst yfir miklum áhyggjum af trausti til dóm­stóla og talið ábyrgð dóms­mála­ráð­herra mikla.

„Þá studdum við bæði grein­ar­gott nefnd­ar­á­lit þar sem áformum dóms­mála­ráð­herra var mót­mælt og taldir upp miklir ágall­ar. Þeir ágallar voru meira og minna stað­festir og nefndir í yfir­rétti Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í gær. Jafn­framt var rík­is­stjórn­inni boð­inn frestur til að vinna málið betur og rök­styðja frá­vik frá lista hæf­is­nefnd­ar. Því var hafn­að.

Það dylst engum hvað hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra fannst um fram­gang máls­ins vorið 2017. Engu að síður mynd­aði hún rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum hálfu ári síðar með sama dóms­mála­ráð­herra og árið þar á eft­ir, eftir að Hæsti­réttur hafði dæmt ráð­herra brot­legan, varði for­sæt­is­ráð­herra og meiri hluti stjórn­ar­þing­manna dóms­mála­ráð­herra van­traust­i,“ sagði Logi.

Hann spurði hvort Katrín teldi að það hefðu verið mis­tök að verja ráð­herra van­trausti á þeim tíma og jafn­vel líka að mynda rík­is­stjórn með flokki sem ætti mjög langa sögu um að seil­ast langt út fyrir eðli­leg vald­mörk.

Ísland ávallt staðið við allar skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu

Katrín svar­aði og sagði að henni fynd­ist mik­il­vægt að taka af allan vafa um það að Ísland hefði ávallt staðið við allar skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Við erum aðilar að mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og hluti af þeirri skuld­bind­ingu sem við höfum tekið á okkur með því að vera þar er að fara vand­lega yfir nið­ur­stöður þessa dóm­stóls og tryggja að fram­kvæmd þess­ara mála verði þannig að hún verði hafin yfir allan vafa til fram­tíð­ar. Þannig höfum við með­höndlað dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hingað til.

Hér er í dag til að mynda á dag­skrá mál um rann­sókn skatta­laga­brota sem bein­línis á rætur að rekja til nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Mér finnst mik­il­vægt að segja það algjör­lega skýrt hér í sal Alþingis að við þurfum að taka þennan dóm alvar­lega,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Telur þáver­andi meiri­hluta hafa gert mis­tök

Katrín sagð­ist ekki hafa skipt um skoðun frá því að hún mælti fyrir nefnd­ar­á­liti minni­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í júní 2017 þar sem hún hefði bent á nákvæm­lega þau efn­is­at­riði sem þarna voru tekin til skoð­un­ar, það er að ráð­herra hefði vissu­lega haft heim­ild til að víkja frá áliti hæf­is­nefnd­ar, en til þess að upp­fylla þá heim­ild með full­nægj­andi hætti hefði hún þurft að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um, sömu­leiðis að virða and­mæla­rétt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um.

„Ég tel að það hafi verið mis­tök hjá þáver­andi meiri­hluta að taka ekki í þá útréttu sátt­ar­hönd sem minni­hlut­inn rétti þá fram um að fresta mál­inu. En það var ekki gert. Og þannig fór um sjó­ferð þá.

En ég ætla líka að segja að þegar dómur und­ir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu féll á vor­mán­uðum 2019 þá axl­aði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra ábyrgð á þessu máli, póli­tíska ábyrgð, og sagði af sér. Þannig er það nú bara. Við hins vegar þurfum nú öll, Alþingi, Hæsti­rétt­ur, fram­kvæmd­ar­vald­ið, að fara vel yfir dóm­inn og tryggja að slíkt end­ur­taki sig ekki,“ sagði hún.

Ráð­herrar og þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins „leyft sér að tala nið­ur“ MDE

Logi kom aftur í pontu og spurði af hverju ekki hefði verið axlað ábyrgð eftir að dómur Hæsta­réttar féll á sínum tíma.

„Það er vissu­lega gott að heyra í hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra hérna og heyra tón­inn. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra lýsti því nefni­lega yfir í gær að það væri óþarfi að hafa áhyggjur af orð­spori Íslands vegna þessa máls. En hann hafði svo sem heldur ekki áhyggjur af orð­spori okkar þegar Panama­skjölin voru birt, þegar Ísland lenti á gráum lista eða þegar vís­bend­ingar voru um gróft mis­ferli stór­fyr­ir­tækis í Namib­íu,“ sagði hann og spurði Katrínu hvort hún hefði áhyggjur af þessu.

„Ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks og ein­stakir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa í gegnum þetta ferli gert lítið úr þessu máli og jafn­vel leyft sér að tala niður Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn. Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra hefur jafn­vel gengið svo langt að velta því upp hvort Ísland eigi að segja sig frá hon­um,“ sagði hann enn frem­ur.

Þá spurði hann hvort for­sæt­is­ráð­herra hefði áhyggjur af orð­spori Íslands vegna þessa máls og fynd­ist henni til­efni til þess að rík­is­stjórn Íslands lýsti því yfir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn skipti Íslend­inga máli og að þeir myndu í öllu virða nið­ur­stöðu hans.

Hefur ekki áhyggjur af orð­spori Íslands

Katrín sagði í kjöl­farið að Logi þyrfti ekk­ert að efast um það, ekki frekar en nokkur annar ef því væri að skipta, að Ísland tæki skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu alvar­lega.

„Ég fór yfir mál sem eru á dag­skrá þings­ins í dag sem snú­ast um nákvæm­lega það að mæta gagn­rýni sem komið hefur fram hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu varð­andi tvö­falda refs­ingu í skatta­laga­brotum og skatt­rann­sókn­um. Sýnir það ekki ein­dreg­inn vilja til þess að bregð­ast við? Ég tel að það sé eng­inn vafi á því, herra for­seti. Og af því að hátt­virtur þing­maður spyr þá hef ég heldur ekki áhyggjur af orð­spori Íslands. Ég hef engar áhyggjur vegna þess að það sem skiptir máli er hvernig við bregð­umst við slíkum dómi, hvaða lær­dóma við drögum af hon­um. Og ég tel að það geti verið ýmsir lær­dóm­ar.

Ég get líka sagt: Það er mín ein­dregna skoðun að það hafi verið rétt að skjóta mál­inu til yfir­deildar af því að ég tel að sá dómur sem féll í gær hafi dregið úr réttaró­vissu og skýrt þessi mál miklum mun betur en sá dómur sem féll í und­ir­deild­inni á sínum tíma,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent