Í dag eru 212 manns í einangrun með COVID-19 eftir að tólf einstaklingar greindust með veiruna í gær. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að sá mælikvarði, þ.e. hversu margir greinast utan sóttkvíar, hafi vakið áhyggjur hans í síðustu viku. Þá greindust um og yfir 20 manns á dag með veiruna á nokkurra daga tímabili sem varð til þess að Þórólfur hætti við að mælast til afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum. Hann hafði t.d. hugsað sér að leggja til að sundlaugar yrðu opnaðar aftur en af því varð ekki. Þess í stað voru aðgerðir sem tóku gildi í byrjun nóvember framlengdar til 9. desember.
38 liggja á sjúkrahúsi með COVID-19 þar af tveir á gjörgæsludeild.
Frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári hafa 5.462 greinst með veiruna hér á landi. 27 hafa látist, þar af sautján í þriðju bylgjunni sem hófst um miðjan september.