Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir

Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.

Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Auglýsing

Yfir ein og hálf milljón manna hefur lát­ist vegna COVID-19. Þriðj­ungur dauðs­fall­anna hefur orðið á síð­ustu tveimur mán­uð­um. Hvort sem bylgjan er kölluð önn­ur, þriðja eða fjórða, eftir því hvar fæti er drepið niður á jörð­inni, er ljóst að víða er far­ald­ur­inn síst á und­an­haldi. Dæmi um það er Ísland. Í 3. bylgj­unni, sem hófst um miðjan sept­em­ber, hafa 17 lát­ist en dauðs­föllin voru tíu í þeirri fyrstu. Þá hafa yfir 3.500 greinst með kór­ónu­veiruna í þess­ari bylgju miðað við rúm­lega 1.800 í þeirri fyrstu.Tæp­lega 65 millj­ónir jarð­ar­búa hafa greinst með veiruna frá upp­hafi far­ald­urs­ins og síð­ustu viku hafa yfir tíu þús­und týnd lífi vegna hennar á hverjum ein­asta degi.Vissu­lega hefur ákveðin bjart­sýni ríkt síð­ustu vikur vegna góðra frétta af þróun bólu­efn­is. Von­ast er til þess að hægt verði að hefja bólu­setn­ingu í Bret­landi, svo dæmi sé tek­ið, á næstu dög­um. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur þó varað við of miklum vænt­ingum og sagði í gær að ekki væri hægt að ganga að því vísu að bólu­setn­ing hefj­ist hér a landi fljót­lega eftir ára­mót. Hann hvetur til „raun­hæfrar bjart­sýni“ og segir að „já­kvæðar frétt­ir“ af bólu­efni megi ekki leiða til þess að lands­menn passi sig ekki í sótt­vörn­um.

AuglýsingÞessi var­úð­ar­orð eru ekki sögð að ástæðu­lausu. Og þau berg­mála þessa dag­ana víða um heim. Á meðan þús­undir deyja dag­lega vegna sjúk­dóms­ins sem kór­ónu­veiran veldur þurfa allir að gæta sín: Bjart­sýnin má ekki gera illt verra.Fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, Ant­onio Guterres, sagði í gær að þó að það stytt­ist í að bólu­efni verði til­búið gæti heims­byggðin átt eftir að fást við afleið­ingar COVID-19 far­ald­urs­ins í ára­tugi. Hann hrós­aði vís­inda­mönnum fyrir fram­lag sitt en minnti á að bólu­efnið væri ekki „töfra­lausn“ við öllum vanda­málum sem við stæðum nú frammi fyr­ir.„Við skulum ekki blekkja sjálf okk­ur,“ sagði hann, „bólu­efni getur ekki læknað þau mein sem hafa mynd­ast og gætu átt eftir að vera við­var­andi í mörg ár – jafn­vel ára­tugi. Alvar­leg fátækt er að aukast og hung­ursneyð vofir yfir. Við stöndum frammi fyrir mestu alheimskreppu síð­ustu átta ára­tuga.“Guterres sagði algjört lyk­il­at­riði að ekki væri slakað á í bar­átt­unni gegn far­aldr­inum núna þó að bólu­efni væri handan við horn­ið. „Þegar lönd fara í sitt hvora átt­ina mun veiran fara í allar átt­ir.“Margar þjóð­ir, m.a. Íslend­ing­ar, þurfa nú að hlíta ströngum tak­mörk­unum vegna far­ald­urs­ins. Til stóð að gera til­slak­anir hér á landi en vegna fjölg­unar smita hætti sótt­varna­læknir snar­lega við að mæla með því. Gild­andi aðgerð­ir, með tíu manna hámarks­fjölda, lokun sund­lauga, lík­ams­rækt­ar­stöðva og ann­arra tak­markanna, munu standa til að minnsta kosti 9. des­em­ber.

Útgöngu- og ferða­bannÁ Ítal­íu, sem varð hvað verst úti af öllum Evr­ópu­löndum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins, verða jólin líkt og víð­ast ann­ars staðar með öðru sniði í ár. For­sæt­is­ráð­herr­ann Giuseppe Conte til­kynnti nýjar tak­mark­anir á mið­viku­dag sem eiga að koma í veg fyrir að jóla­há­tíðin verði gróðr­ar­stía fyrir útbreiðslu smita. Aðgerð­irnar eru nokkuð strang­ar. Milli 21 des­em­ber og 6. jan­úar má fólk ekki ferð­ast milli svæða í land­inu og dag­ana 25. og 26. des­em­ber má það ekki ferð­ast á milli bæja og borga.  Þá er útgöngu­bann í gildi í öllu land­inu. Ekki má vera á ferli frá kl. 21 að kvöldi og til 4 að morgni.Far­ald­ur­inn er enn skæður í Banda­ríkj­un­um. Á mið­viku­dag greindust yfir 200 þús­und til­felli. Þann dag lét­ust að minnsta kosti 2.700 manns vegna COVID-19 og um 100 þús­und manns þurftu að leggj­ast inn á sjúkra­hús á einum sól­ar­hring.

Biden vill grímu­skylduJoe Biden, verð­andi for­seti, ætlar að mæl­ast til þess að grímu­skylda verði sett á í land­inu eftir að hann tekur við emb­ætti.Í Suð­ur­-Kóreu hefur smitum fjölgað á ný síð­ustu vikur og íhuga yfir­völd nú að herða aftur á tak­mörk­un­um. Í gær greindust 629 ný til­felli sem er mesti fjöldi á einum degi frá því í í mars.For­sæt­is­ráð­herr­ann Chung Sye-kyun segir ástandið við­kvæmt, sér­stak­lega í ljósi þess að í nóv­em­ber voru aftur teknar upp ákveðnar sótt­varna­að­gerðir að nýju. Um helg­ina mun rík­is­stjórnin ákveða hvort til­efni er til að herða þær enn frek­ar.Meira en milljón ein­stak­lingar hafa greinst með COVID-19 í Íran. Yfir­völd íhuga nú að gera ákveðnar til­slak­anir á aðgerðum sem í gildi eru víða um land­ið.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent