„Milljónamæringa-skattur“ lagður á

Nýr skattur á stóreignafólk hefur verið tekinn upp í Argentínu til að standa straum af kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Skatttekjurnar verða m.a. notaðar til að kaupa lækningavörur.

Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
Auglýsing

Frum­varp um millj­óna­mær­inga-skatt­inn, eins og hann er kall­að­ur, var sam­þykkt á argent­ínska þing­inu í gær. 42 þing­menn stuttu hinn nýja skatt en 26 voru á móti.Skatt­ur­inn verður aðeins lagður á stór­eigna­fólk sem á eignir metnar á 200 millj­ónir pesósa eða meira (um 315 millj­ónir króna). Um 12 þús­und manns í land­inu falla í þennan hóp.Í kringum 1,5 millj­ónir til­fella af kór­ónu­veirunni hafa greinst í Argent­ínu og talið er að um 40 þús­und manns hafi lát­ist vegna COVID-19.

Auglýsing


Argent­ína hefur því orðið verr úti en flestar aðrar þjóðir í far­aldr­in­um. Íbúar lands­ins eru um 45 millj­ón­ir. Til ýmissa harðra aðgerða hefur verið gripið til að hefta útbreiðsl­una. Það hefur haft áhrif á efna­hags­lífið sem var veik­burða áður en kór­ónu­veiran kom til sög­unn­ar. Þar eru margir undir fátækt­ar­mörk­um, skuldir rík­is­ins eru gríð­ar­legar og atvinnu­leysi útbreitt. Efna­hag­skreppa hófst í Argent­ínu árið 2018 og hefur aðeins dýpkað síð­ustu mán­uði.Nýi skatt­ur­inn mun leggj­ast á um 0,8 pró­sent lands­manna. Þessi hópur mun þurfa að greiða skatta af eignum sín­um, bæði eignum í Argent­ínu og utan land­stein­ana. For­seti lands­ins, Alberto Fern­and­ez, von­ast til þess að þetta skili 300 millj­örðum pesósa í rík­is­kass­ann til að standa straum af kostn­aði við lækn­inga­vörur og efna­hags­að­gerðir ýmis kon­ar.  Leið­togar stjórn­ar­and­stöð­unnar segja millj­óna­mær­inga-skatt­inn hins vegar eiga eftir að fæla fjár­festa frá land­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent