Spurði ráðherra hvort verið væri að brjóta á Reykjavíkurborg

Þingflokksformaður Viðreisnar segir að það sé ekkert sem bendir til annars en að krafa Reykjavíkurborgar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sé fullkomlega réttmæt. Hún spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í málið á þingi í dag.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að henni þætti mjög miður að heyra að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, treysti sér ekki til að taka afstöðu til þess hvort Reykja­vík­ur­borg ætti rétt á fram­lögum úr Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Lilja sagð­ist ekki kunna að meta mál­flutn­ing sem aðgreinir fólk í Reykja­vík frá íbúum lands­byggð­ar­inn­ar. Við værum öll í þessu sam­an.

For­saga máls­ins er sú að Reykja­vík­ur­borg telur að hún hafi verið úti­lokuð frá því að hljóta fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga árum saman og að sú úti­lokun sé bæði and­stæð lögum og stjórn­ar­skrá. Hún fer fram á 8,7 millj­arða króna auk vaxta og drátt­ar­vaxta vegna fram­laga sem hún fékk ekki á árunum 2015 til 2019.

„Þær risa­stóru áskor­anir sem sveit­ar­fé­lög lands­ins standa frammi fyrir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa varpað ljósi á þann leiða sið rík­is­stjórn­ar­innar að nálg­ast mál­efni sveit­ar­fé­laga gjarnan út frá hefð­bundnum póli­tískum átaka­línum frekar en hags­munum íbú­a,“ sagði Hanna Katrín og spurði ráð­herra út í orð sam­ráð­herra henn­ar, Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, vegna kröfu Reykja­vík­ur­borgar um tekju­jöfn­un­ar­fram­lag.

Sig­urður Ingi sagði á árs­fundi Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga þann 18. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að 8,7 millj­arða krafa Reykja­vík­ur­borgar væri frá­leit og lýsti henni sem óskilj­an­legri aðför borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Mennta­mála­ráð­herra er „jú þing­maður Reyk­vík­inga“

Hanna Katrín sagði að það væri ekk­ert sem benti til ann­ars en að krafa borg­ar­anna væri full­kom­lega rétt­mæt með til­liti til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. „Það lítur út fyrir að á vakt þess­arar rík­is­stjórnar og allt þar til lög­unum var breytt að gefnu til­efni á síð­asta ári hafi Reykja­vík­ur­borg verið úti­lokuð með ólög­mætum hætti frá fram­an­greindum jöfn­un­ar­sjóðs­greiðsl­u­m.“

Hún vildi því spyrja Lilju út í þetta mál. „Þeir fjár­munir sem þarna eru undir snú­ast að stórum hluta um grunn­skóla­menntun í Reykja­vík og mennta­mála­ráð­herra er jú þing­maður Reyk­vík­inga. Þetta snýst um rekstur grunn­skól­anna þar og stuðn­ing við nem­endur sem hafa íslensku sem annað tungu­mál.

Er að mati hæst­virts ráð­herra rétt­læt­an­legt að stilla þessu máli upp sem bar­áttu lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­inn­ar? Við höfum sam­eig­in­lega hags­muni af því að hér þrí­fist öflug byggð á land­inu og sterk höf­uð­borg sem getur sinnt þessum skyldum sín­um. Og við höfum líka hags­muni af því að fram­kvæmd laga fari ekki eftir henti­stefnu stjórn­mála­manna hverju sinni. Mig langar til að fá fram afstöðu hæst­virts ráð­herra þing­manns Reyk­vík­inga til þess­ara mála yfir höf­uð,“ sagði Hanna Katrín.

Vildi ekki „fara út í það á þessum tíma­punkti hvernig dæmið lítur nákvæm­lega út“

Lilja svar­aði þing­mann­inum en hún vildi benda á mik­il­vægi þess að Íslend­ingar stæðu saman í þess­ari bar­áttu um að styrkja mennta­kerf­ið. „Að menntun sé fyrir alla og við vinnum að því sam­eig­in­lega. Hvað kröfu Reykja­vík­ur­borgar og jöfn­un­ar­sjóð­inn varðar þá er það skilj­an­legt og það eru allir að reyna að gera hvað þeir geta til að tryggja sinn rekstr­ar­grunn. Ég mun ekki fara út í það á þessum tíma­punkti hvernig dæmið lítur nákvæm­lega út.

Ég er hins vegar alger­lega sam­mála hátt­virtum þing­manni um að það skiptir öllu máli að rekst­ur, og allt sem sveit­ar­fé­lögin eru að gera, sé full­kom­lega sjálf­bær. Þar þurfa allir að huga að því hvernig rekst­ur­inn geng­ur. Við höfum unnið mjög mikið með Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga í þessum kór­ónu­veiru­far­aldri. Við höfum unnið að reglum um skóla­hald, það hefur verið gríð­ar­lega mikið sam­ráð við alla fræðslu­stjór­ana. Við höfum einnig unnið að heild­ar­stefnu um mennta­mál, mennta­stefnu til árs­ins 2030. Við höfum einnig unnið að hvít­bók um mál­efni barna með annað móð­ur­mál en íslensku og þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin hefur verið að fara í tengj­ast auð­vitað sveit­ar­fé­lög­unum líka. Við skulum hafa það alveg á hrein­u,“ sagði Lilja.

Lilja D. Alfreðsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Óum­deilt að Reykja­vík drægi vagn­inn

Hanna Katrín kom aftur í pontu og sagði að henni þætti mjög miður að heyra að ráð­herra treysti sér ekki til að taka afstöðu til þessa máls. „Vegna þess að þetta er ein­falt. Er rík­is­stjórnin og hæst­virtur ráð­herra, þing­maður Reyk­vík­inga búin að fara þannig ofan í þessi mál að hún geti svarað því hvort að hún telji að hér sé verið að brjóta á Reykja­vík­ur­borg. Ann­ars vegar lög og hins vegar hvort að orð sam­göngu­ráð­herra, ráð­herra sveit­ar­stjórn­ar­mála, mjög mjög þung og að mínu mati ómak­leg orð í garð stærsta sveit­ar­fé­lags lands­ins, hvaða skoðun hún hafi á því?“

Hún sagði að óum­deilt væri að Reykja­vík drægi vagn­inn þegar kemur að mál­efnum félags­þjón­ustu ýmiss kon­ar. Hún benti enn fremur á að þetta kæmi fram í skýrslu um sam­an­tekt sveit­ar­fé­laga og í umfjöllun Kjarn­ans.

Kjarn­inn fjall­aði um málið á dög­unum en í þeirri umfjöllun kom fram að íbúar í Reykja­vík borg­uðu hver og einn sjö sinnum hærri fjár­hæð í fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi. Þeir greiddu tvö­falt meira fyrir alla veitta félags­þjón­ustu en íbúar í Kópa­vogi og Garða­bæ. Og drægju líka vagn­inn þegar kemur að upp­bygg­ingu á hús­næði fyrir lág­tekju­hópa.

„Ég bið hæst­virtan ráð­herra um að gefa upp afstöðu mennta­mála­ráð­herra hæst­virts til þess­ara orða, vegna þess að þetta er veru­lega skað­legt þegar kemur að sam­skiptum sveit­ar­fé­laga lands­ins og öfl­ugra stórra sveit­ar­fé­laga við rík­is­valdið og ég bendi á að hæst­virtur sam­göngu­mála­ráð­herra sagði ein­fald­lega að hér væri Reykja­vík að brjóta á minni sveit­ar­fé­lögum með því að ætla að sækja pen­ing þangað þegar það er sam­kvæmt lögum rang­t,“ sagði hún.

„Við erum öll í þessu sam­an“

Lilja svar­aði í annað sinn og sagð­ist langa að fara yfir þær efna­hags­að­gerðir sem rík­is­stjórnin hefði farið í. „Ég ætla til að mynda að benda á háskóla­stigið og fram­halds­skóla­stig­ið, og stærstu fram­halds­skól­arnir og háskól­arnir eru allir hér í Reykja­vík. Við erum að bæta millj­örðum og aftur millj­örðum bara í mennta­kerfið og svo sann­ar­lega nýtur Reykja­vík­ur­borg, þar sem ég er þing­mað­ur, ágóða og ávinn­ings af því. Við erum alger­lega að ná utan um fram­halds­skól­ana okkar með því að bæta í. Mennta­kerfið er að taka á móti 3.500 nýjum nem­endum á háskóla- og fram­halds­skóla­stig­inu og allt þetta nýt­ist auð­vitað stærsta sveit­ar­fé­lag­inu, Reykja­vík­ur­borg,“ sagði hún.

Það væri af og frá, og afskap­lega ómál­efna­legt af Hönnu Katrínu, að segja að rík­is­stjórnin væri ekki að styðja við öll sveit­ar­fé­lög­in.

„Ég ætla að nefna eitt. Það sem hefur verið að ger­ast er að rík­is­stjórnin hefur aukið skuldir sínar en hún er að fara úr 20 pró­sent af lands­fram­leiðslu í yfir 60 pró­sent. Auð­vitað nýt­ist það öllum í land­inu. Ég kann ekki að meta mál­flutn­ing sem er alltaf á þann veg að segja: Það eru ein­hverjir sem búa í Reykja­vík og ein­hverjir sem búa á lands­byggð­inni. Við erum öll í þessu sam­an,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent