„Það er svona sem A+ einkunnaspjald lítur út“

Samkvæmt gögnum sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur birt veitir bóluefni Pfizer og BioNtech góða vörn gegn COVID-19 innan við tíu dögum eftir að fólk fær fyrri sprautuna. Virknin er talin jafn góð óháð aldri, kyni og kynþætti.

William Shakespeare og Margaret Keenan voru fyrstu Bretarnir sem fengu bóluefni gegn COVID-19 í almennri bólusetningu.
William Shakespeare og Margaret Keenan voru fyrstu Bretarnir sem fengu bóluefni gegn COVID-19 í almennri bólusetningu.
Auglýsing

Myndir af fyrsta fólk­inu sem var bólu­sett fyrir COVID-19 í Bret­landi á þriðju­dag hring­sól­uðu þegar í stað um heim­inn á for­síðum blaða, í sjón­varpi og á net­miðl­um. Gjörn­ing­ur­inn veitir mörgum von um að far­ald­ur­inn verði senn á enda. Og það er til­efni til þess­arar bjart­sýni. Bólu­efni, sem þróuð hafa verið á met­tíma, eru í þann mund að koma á markað víða.



En það er þó mik­il­vægt að fagna ekki of snemma. Þau Marg­aret Keen­an, níræður fyrrum skart­gripa­sali, og hinn rúm­lega átt­ræði William Shakespe­are,  (já, hann heitir það) voru þau fyrstu í Bret­landi til að fá fyrri spraut­una af bólu­efni Pfizer og BioNtech. Þau verða þó, líkt og aðrir sem þegar hafa fengið bólu­efn­ið, að gæta að sótt­vörn­um, s.s. fjar­lægð­ar­mörkum og hand­þvotti, áfram eða þar til búið er að bólu­setja mik­inn meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Því stað­reyndin er sú að þótt bólu­efnið veiti níu af hverjum tíu sem það fá góða vörn gegn því að veikj­ast er enn ekki að fullu vitað hvort að þeir sem það fái geti smitað aðra sem enn eru næmir fyrir veirunni.



Enn er því langt í land þar til hið eft­ir­sótta hjarð­ó­næmi næst í sam­fé­lögum heims­ins og meðal jarð­ar­búa í heild. En fyrsta skrefið hefur verið stig­ið.

Auglýsing



Yfir­völd í Bret­landi gáfu Pfizer og BioNtech sér­stakt neyð­ar­leyfi til að hefja dreif­ingu bólu­efnis síns þar í landi. Evr­ópska lyfja­stofn­unin er enn að fara yfir nið­ur­stöður rann­sókna á efn­inu. Sömu sögu er að segja um Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) sem þó færði góðar fréttir af sínu eft­ir­lits­ferli í vik­unni. Sam­kvæmt gögnum sem stofn­unin birti veitir bólu­efni fyr­ir­tækj­anna góða vörn gegn COVID-19 innan við tíu dögum eftir að fólk fær fyrri spraut­una.



Um er að ræða nið­ur­stöður sem ekki hafa áður verið gefnar út. Þegar hafði Pfizer upp­lýst að sam­kvæmt rann­sóknum hefði bólu­efnið gefið 95 pró­sent þeirra sem tóku það í próf­unum vörn eftir báðar spraut­urnar sem gefnar eru með þriggja vikna milli­bili.



Þá þykir einnig fagn­að­ar­efni að bólu­efnið gaf góða virkni óháð kyn­þætti, þyngd og aldri þátt­tak­enda í próf­un­un­um. Þó að sjálf­boða­lið­arnir sem fengu efnið hafi ekki fundið fyrir alvar­legum auka­verk­unum fengu margir þeirra væg ein­kenni á borð við hita og verki eftir að hafa fengið það, sér­stak­lega eftir seinni spraut­una. Það gæti því verið ráð að taka sér frí frá vinnu í sól­ar­hring.



„Það er svona sem A+ ein­kunna­spjald lítur út þegar bólu­efni á í hlut,“ hefur New York Times eftir Akiko Iwa­saki, ónæm­is­sér­fræð­ingi við Yale-há­skóla um fyrstu nið­ur­stöður FDA.



Lyf og bólu­efni fá ítar­lega skoðun hjá FDA áður en þau koma á mark­að. Í næsta skrefi mun ráð­gjafa­ráð stofn­un­ar­innar fara yfir öll gögn máls­ins og skera úr um hvort að mælt verði með því að heim­ila almenna bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfizer og BioNtech. Ráðið mun koma saman í dag, fimmtu­dag, til að ráða ráðum sín­um.



44 þús­und sjálf­boða­liðar í Banda­ríkj­un­um, Bras­ilíu og Argent­ínu tóku þátt í próf­unum á bólu­efni Pfizer og BioNtech. Helm­ingur þeirra fékk sjálft bólu­efnið en aðrir fengu lyf­leysu.

Óvissu­þættir enn til staðar



Nokkrir óvissu­þættir eru þó enn til stað­ar. Í fyrsta lagi er ekki vitað með vissu hversu lengi vörnin sem fyrri sprautan af bólu­efn­inu gefur var­ir. Því er talið nauð­syn­legt að gefa það tvisvar eins og áður segir og rann­sóknir lyfja­fyr­ir­tækj­anna þykja sýna að þá mynd­ist góð og langvar­andi vörn.



Þá hafa margir sér­fræð­ingar viðrað þær áhyggjur sínar að bólu­efnið kunni að verja ákveðna hópa fólks betur en aðra. En þau gögn sem FDA birti í gær benda ekki til þess. Sam­kvæmt þeim verkar bólu­efnið jafnt á konur sem karla, óháð kyn­þætti þeirra. Þá er það talið verja offitu­sjúk­linga vel gegn sjúk­dómnum en sá hópur fólks er tal­inn í mik­illi hættu á að veikj­ast alvar­lega af COVID-19.

Bóluefni Pfizer og BioNTech er enn til skoðunar hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sem og Lyfjastofnun Evrópu. Mynd: EPA

Sum bólu­efni gegn öðrum sjúk­dómum veita minni vörn eftir því sem fólkið sem þau fá er eldra. En sam­kvæmt rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum Pfizer og BioNtech ver bólu­efnið fólk yfir 65 ára aldri jafn vel og yngra fólk.



„Ég fór að skjálfa þegar ég las þetta,“ hefur New York Times eftir Gregory Pol­and, bólu­efna­sér­fræð­ingi við Mayo Clin­ic. „Þetta er alslemma hvað alla mæli­kvarða snert­ir.“



Niðu­staða FDA á þessum stað í leyf­is­ferl­inu er sú að ekk­ert bendi til alvar­legra heilsu­far­s­vanda­mála í tengslum við bólu­efn­ið. Próf­anir Pfizer og BioNtech munu halda áfram, jafn­vel þótt að FDA leyfi dreif­ingu bólu­efn­is­ins og notkun í Banda­ríkj­un­um. Áfram verður fylgst með sjálf­boða­lið­unum sem fengu bólu­efnið í próf­unum með lang­tíma­virkni þess og öryggi í huga.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar