Þrjú hafa sótt um laust embætti dómara við Landsrétt en þann 20. nóvember síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar embættið og rann umsóknarfrestur út þann 7. desember.
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Auglýsing
Umsækjendur um embættið eru:
- Jón Finnbjörnsson, dómari við Landsrétt
- Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari
- Símon Sigvaldason, héraðsdómari
Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í mars 2019 í landsréttarmálinu tekur til sem ekki hefur fengið nýja skipun við réttinn. Ásmundur Helgason var skipaður að nýju 17. apríl síðastliðinn, Arnfríður Einarsdóttir 1. júlí og Ragnheiður Bragadóttir þann 15. september.