Tæplega 21 þúsund manns eru án atvinnu á Íslandi

Almennt atvinnuleysi mældist 10,6 prósent í nóvember. Til viðbótar er 1,4 prósent vinnuaflsins á hlutabótaleiðinni. Heildaratvinnuleysi mældist því 12 prósent. Ein af hverjum fjórum konum á Suðurnesjum er án vinnu eða í skertu starfshlutfalli.

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Tæp­lega 21 þús­und manns voru alveg án vinnu í nóv­em­ber og hart­nær 5.500 manns til við­bótar voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli, á hluta­at­vinnu­leys­is­bót­um. Búist er við að atvinnu­leysi í land­inu haldi áfram að aukast, sam­kvæmt nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sem gefin var út í dag.

Almennt atvinnu­leysi mæld­ist 10,6 pró­sent í nóv­em­ber­mán­uði, en heild­ar­at­vinnu­leysi að hluta­bóta­leið­inni með­tal­inni mæld­ist heil 12 pró­sent. 

Atvinnu­leysi jókst í öllum lands­hlut­um, en er sem fyrr til­finn­an­lega mest á Suð­ur­nesj­um. Þar var staðan sú í nóv­em­ber var sú að 21,4 pró­sent, eða rösk­lega einn af hverjum fimm vinn­andi ein­stak­ling­um, hafði ekki vinn­u. Mynd: VinnumálastofnunNæst mest er atvinnu­leysið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 10,6 pró­sent almennt atvinnu­leysi, sem er á pari við lands­með­al­tal. Atvinnu­leysi er lægra í öðrum lands­hlut­um, eða á bil­inu 4,8 pró­sent á Vest­fjörðum og upp í 9,6 pró­sent á Suð­ur­landi. Atvinnu­leysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á land­inu nema á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.Mynd: Vinnumálastofnun

Um fjórð­ungsat­vinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara

Margir erlendir rík­is­borg­arar hafa misst vinn­una í þeirri atvinnu­leysiskreppu sem nú ríður yfir á Íslandi. Fjöldi erlendra atvinnu­leit­enda í nóv­em­ber var 8.553, sem sam­svarar um 24 pró­sent atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi.

Við þetta bæt­ist að rösk­lega 1.500 erlendir rík­is­borg­arar voru á hluta­bóta­leið í nóv­em­ber og er því heild­ar­at­vinnu­leysi hjá erlendum rík­is­borg­urum um 26 pró­sent. Erlendir rík­is­borg­arar voru um 41 pró­sent af öllum þeim sem voru á atvinnu­leys­is­skrá í nóv­em­ber­mán­uði, sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Mikið af ungu fólki er á atvinnu­leys­is­skrá miðað við fyrri ár, en alls voru 2.240 manns á aldr­inum 18-24 ára án atvinnu í lok nóv­em­ber. Atvinnu­lausum ung­mennum hefur fjölgað um 1.234 frá nóv­em­ber 2019 þegar fjöldi atvinnu­lausra á þessu ald­urs­bili var 1.006.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent