Vonir um að meginhluti þjóðar fái bóluefni á næstu þremur, fjórum eða fimm mánuðum

Ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segist gera ráð fyrir því að ríki hafi svarað fyrirspurnum um bóluefnasamninga frá Bloomberg með mismunandi hætti. Vonir standi til að meginhluti þjóðarinnar verði bólusettur á „næstu mánuðum.“

Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Auglýsing

„Við sótt­varna­læknir óskum öllum lands­mönnum gleði­legra jóla og biðjum alla að fara var­lega, því þetta er ekki búið,“ ­sagði Alma Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Fund­ur­inn verður sá síð­asti fyrir jól og var Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn mættur aftur eftir veik­inda­leyfi.



Land­læknir sagði veiruna á sveimi í sam­fé­lag­inu og reynslan sýndi að hún næði sér á strik í hvert skipti sem fólk slak­aði á. „Það eru vís­bend­ingar uppi um að far­ald­ur­inn geti verið á upp­leið og sú mikla hreyf­ing sem er á fólki und­an­farið og hópa­mynd­anir er kjör­inn vett­vangur fyrir veiruna og áhyggju­efni á þessum tíma,“ sagði Alma.



Bólu­setn­ingar meg­in­um­ræðu­at­riði fund­ar­ins



Nokkuð hefur verið rætt og fjallað um bólu­setn­ingar hér á landi und­an­farna daga. Í gær fundu stjórn­völd sig knúin til þess að leið­rétta í gær frétt í banda­ríska vef­miðl­inum Bloomberg þar sem sagði að Íslend­ingar hefðu ein­ungis tryggt sér bólu­efni fyrir rösk­lega 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Þess má geta að í upp­færðri sam­an­tekt Bloomberg segir nú að Ísland hafi tryggt sér skammta fyrir 218 þús­und manns, 61 pró­sent lands­manna.

Auglýsing



Alma land­læknir sagði að það ríkti ákveðin óvissa um hversu hratt okkur myndi ber­ast bólu­efni og „hvenær við verðum búin að bólu­setja nógu marga til að stjórn náist á far­aldr­in­um.“ Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­maður full­yrti á fund­inum að hann hefði rætt við fólk „inni í stjórn­kerf­inu“ sem hefði tjáð sér að frétt Bloomberg væri í raun ekk­ert röng.

Alma Möller landlæknir á fundi dagsins. Mynd: Almannavarnir



Ásta Valdi­mars­dóttir ráðu­neyt­is­stjóri í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu lagði áherslu á það í máli sínu að jafn­vel væri búið að tryggja nægi­legt bólu­efni til þess að tryggja allt að 435 þús­und manns hér á landi bólu­setn­ingu, ef svo fer að bólu­efni Jans­sen – John­son & John­son – verði gefið með einum skammti, en ekki tveim­ur. 

Hvenær bólu­efnin koma nákvæm­lega ríki þó enn óvissa um. Stjórn­völd hafa sett upp síð­una bólu­efn­i.is, sem verður upp­færð með nýj­ustu opin­beru upp­lýs­ing­um.



Ráðu­neyt­is­stjór­inn sagð­ist ekki almenni­lega átta sig á því af hverju það væri mis­ræmi í frétt Bloomberg og því sem íslensk stjórn­völd segja. Hún gerði þó ráð fyrir því að ríki hefðu svarað upp­lýs­inga­beiðnum mið­ils­ins með mis­mun­andi hætti og væru jafn­vel að veita miðl­inum upp­lýs­ingar um mögu­lega skammta sem þau gætu fengið úr COVAX, bólu­efna­sam­starfi Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, sem er aðal­lega hugsað til að tryggja lág­tekju­ríkjum bólu­efni. Það hefði Ísland ekki gert.



„Þrír, fjór­ir, fimm mán­uð­ir“



„Auð­vitað er erfitt að segja til um hvenær nægi­legt bólu­efni berst til lands­ins, en við erum búin að tryggja okkur þetta með samn­ing­um,“ sagði Ásta. Hún sagði vonir standa til þess að búið yrði að bólu­setja meg­in­hluta lands­manna á næstu mán­uð­um.



„Þegar ég segi næstu mán­uð­um, meina ég þrír, fjór­ir, fimm mán­uð­ir,“ sagði Ásta. 



Á milli jóla og nýárs koma fyrstu skammt­arnir af bólu­efni Pfizer og BioNTech til lands­ins, alls 10 þús­und skammt­ar. Svo koma viku­legar send­ingar af efn­inu út mars­mán­uð, í heild­ina fyrir 25-30 þús­und manns.



Ásta sagð­ist velta því fyrir sér af hverju það virt­ist svo víða eft­ir­sókn­ar­vert að ríki væru að tryggja sér bólu­efni fyrir marg­faldan íbúa­fjölda sinn og benti á að það hefði verið gagn­rýnt á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna að auðug ríki væru að tryggja sér mikið umfram­magn af bólu­efnum í samn­ing­um.

Víðir Reynisson sneri aftur á upplýsingafund, í fyrsta sinn síðan hann greindist með COVID-19.



Hún sagði að íslensk stjórn­völd hefðu talið hag sínum betur borgið að vera í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu varð­andi kaup á bólu­efnum og að það væri til þess fallið að styrkja samn­ings­stöðu okk­ar.



Breska afbrigðið veldur usla



Alma land­læknir ræddi um afbrigði veirunnar sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bret­landi og raunar víðar í Evr­ópu, en þónokkur ríki hafa lokað á flug­ferðir til og frá Bret­landi vegna vís­bend­inga um að það sé eitt ákveðið afbrigði orðið mjög útbreitt þar í landi og að það smit­ist hraðar en aðrir stofnar veirunn­ar. 



Breskir ráða­menn rök­studdu stór­hertar aðgerðir sínar yfir jólin með því að þetta afbrigði væri sér­lega smit­andi. Frakkar eru búnir að loka á alla vöru­flutn­inga til og frá Bret­landseyj­um, til örygg­is. Bresk stjórn­völd sitja í dag neyð­ar­fundi vegna stöðu mála.



„Þetta afbrigði er með óvenju­margar stökk­breyt­ingar á þessu svo­kall­aða „spi­ke-“­próteini, sem við höfum kallað gadda­prótein. Það virð­ist ekki vera þannig að þetta afbrigði valdi erf­ið­ari sjúk­dómi en önn­ur, það eru engar vís­bend­ingar um að það sé hægt að sýkj­ast aftur af þessu afbrigði eða að bólu­setn­ing muni ekki virka vernd­andi gegn því, en það er verið að rann­saka þetta frekar og fylgj­ast mjög vel með,“ sagði Alma.



Fólk á að fara í sýna­töku ef það finnur fyrir minnstu ein­kennum



Alma land­læknir sagði að lyk­ill­inn að því að halda far­aldr­inum í skefjum núna á næst­unni væri að fólk héldi sig heima og færi svo í sýna­töku, ef það fyndi fyrir minnstu ein­kennum sem gætu sam­ræmst COVID-19.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent