Staðan í London tvísýn – þriðjungi fleiri á sjúkrahúsi en í fyrstu bylgju

Kórónuveiran breiðist nú stjórnlaust út í London og sjúkrahúsin eru við það að missa tökin og hætta að ráða við álagið.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Auglýsing

Borg­ar­stjóri Lund­úna segir ástandið á sjúkra­húsum í borg­inni krítískt vegna hraðrar útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Hann segir hættu á því að sjúkra­húsin ráði ekki við álag­ið.Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt var á vef borg­ar­stjórn­ar­innar í dag.Frá 30. des­em­ber til 6. jan­úar fjölg­aði sjúk­lingum sem lagðir voru inn á sjúkra­hús í London vegna COVID-19 um 27 pró­sent. Um ára­mótin lágu 5.524 á sjúkra­húsi en í gær voru þeir 7.034. Á sama tíma­bili hefur þeim sem þurfa að vera í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu fjölgað um 42 pró­sent. Sam­tals þurfa 908 sjúk­lingar á slíkri með­ferð að halda í dag.

Auglýsing


Á síð­ustu þremur sól­ar­hringum hafa 477 manns lát­ist á sjúkra­húsum í London vegna COVID-19. „Staðan í London er mjög tví­sýn núna vegna þess að veiran er að breið­ast út stjórn­laust,“ sagði Sadiq Khan, borg­ar­stjóri Lund­úna.Þriðj­ungi fleiri hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús í þess­ari nýj­ustu bylgju far­ald­urs­ins í borg­inni en í fyrstu bylgj­unni í mars og apríl í fyrra.Gríð­ar­legt álag er á öllum starfs­mönnum í heil­brigð­is­kerf­inu sem og þeim sem ann­ast sjúkra­flutn­inga. Álagið á þá síð­ar­nefndu er það mesta í sög­unni. Um 8.000 beiðnir um bráða­flutn­inga ber­ast nú dag­lega sam­an­borið við um 5.000 á anna­sömum dögum síð­ustu ára.Borg­ar­stjór­inn hefur því lýst yfir neyð­ar­á­standi (ma­jor incident) og getur þar með sótt frek­ari stuðn­ing til rík­is­valds­ins til að takast á við stöð­una.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent