Staðan í London tvísýn – þriðjungi fleiri á sjúkrahúsi en í fyrstu bylgju

Kórónuveiran breiðist nú stjórnlaust út í London og sjúkrahúsin eru við það að missa tökin og hætta að ráða við álagið.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Auglýsing

Borg­ar­stjóri Lund­úna segir ástandið á sjúkra­húsum í borg­inni krítískt vegna hraðrar útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Hann segir hættu á því að sjúkra­húsin ráði ekki við álag­ið.Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt var á vef borg­ar­stjórn­ar­innar í dag.Frá 30. des­em­ber til 6. jan­úar fjölg­aði sjúk­lingum sem lagðir voru inn á sjúkra­hús í London vegna COVID-19 um 27 pró­sent. Um ára­mótin lágu 5.524 á sjúkra­húsi en í gær voru þeir 7.034. Á sama tíma­bili hefur þeim sem þurfa að vera í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu fjölgað um 42 pró­sent. Sam­tals þurfa 908 sjúk­lingar á slíkri með­ferð að halda í dag.

Auglýsing


Á síð­ustu þremur sól­ar­hringum hafa 477 manns lát­ist á sjúkra­húsum í London vegna COVID-19. „Staðan í London er mjög tví­sýn núna vegna þess að veiran er að breið­ast út stjórn­laust,“ sagði Sadiq Khan, borg­ar­stjóri Lund­úna.Þriðj­ungi fleiri hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús í þess­ari nýj­ustu bylgju far­ald­urs­ins í borg­inni en í fyrstu bylgj­unni í mars og apríl í fyrra.Gríð­ar­legt álag er á öllum starfs­mönnum í heil­brigð­is­kerf­inu sem og þeim sem ann­ast sjúkra­flutn­inga. Álagið á þá síð­ar­nefndu er það mesta í sög­unni. Um 8.000 beiðnir um bráða­flutn­inga ber­ast nú dag­lega sam­an­borið við um 5.000 á anna­sömum dögum síð­ustu ára.Borg­ar­stjór­inn hefur því lýst yfir neyð­ar­á­standi (ma­jor incident) og getur þar með sótt frek­ari stuðn­ing til rík­is­valds­ins til að takast á við stöð­una.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent