Staðan í London tvísýn – þriðjungi fleiri á sjúkrahúsi en í fyrstu bylgju

Kórónuveiran breiðist nú stjórnlaust út í London og sjúkrahúsin eru við það að missa tökin og hætta að ráða við álagið.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Auglýsing

Borg­ar­stjóri Lund­úna segir ástandið á sjúkra­húsum í borg­inni krítískt vegna hraðrar útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Hann segir hættu á því að sjúkra­húsin ráði ekki við álag­ið.Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt var á vef borg­ar­stjórn­ar­innar í dag.Frá 30. des­em­ber til 6. jan­úar fjölg­aði sjúk­lingum sem lagðir voru inn á sjúkra­hús í London vegna COVID-19 um 27 pró­sent. Um ára­mótin lágu 5.524 á sjúkra­húsi en í gær voru þeir 7.034. Á sama tíma­bili hefur þeim sem þurfa að vera í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu fjölgað um 42 pró­sent. Sam­tals þurfa 908 sjúk­lingar á slíkri með­ferð að halda í dag.

Auglýsing


Á síð­ustu þremur sól­ar­hringum hafa 477 manns lát­ist á sjúkra­húsum í London vegna COVID-19. „Staðan í London er mjög tví­sýn núna vegna þess að veiran er að breið­ast út stjórn­laust,“ sagði Sadiq Khan, borg­ar­stjóri Lund­úna.Þriðj­ungi fleiri hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús í þess­ari nýj­ustu bylgju far­ald­urs­ins í borg­inni en í fyrstu bylgj­unni í mars og apríl í fyrra.Gríð­ar­legt álag er á öllum starfs­mönnum í heil­brigð­is­kerf­inu sem og þeim sem ann­ast sjúkra­flutn­inga. Álagið á þá síð­ar­nefndu er það mesta í sög­unni. Um 8.000 beiðnir um bráða­flutn­inga ber­ast nú dag­lega sam­an­borið við um 5.000 á anna­sömum dögum síð­ustu ára.Borg­ar­stjór­inn hefur því lýst yfir neyð­ar­á­standi (ma­jor incident) og getur þar með sótt frek­ari stuðn­ing til rík­is­valds­ins til að takast á við stöð­una.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent