„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon

Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.

Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd kynntu í gær við­tækt ferða­bann. Allir sem hafa verið í ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku, í Portú­gal eða á Græn­höfða­eyjum eða milli­lent þar und­an­farna 10 daga mega ekki lengur koma til Bret­lands, að breskum eða írskum rík­is­borg­urum og öðrum sem hafa land­vist­ar­leyfi í Bret­landseyjum und­an­skild­um.

Í dag bættu Bretar um betur og sögðu að frá og með mánu­degi þyrfti hver einn og ein­asti flug­far­þegi á leið til Bret­lands að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi áður en hann fengi að setj­ast upp í flug­vél. Sam­kvæmt frá­sögn BBC af blaða­manna­fundi Borisar John­son verða þessar reglur í gildi til 15. febr­ú­ar. Þetta á líka við um flug frá Íslandi.

Ástæð­urnar fyrir þessum hertu aðgerðum eru sagðar ný og óþekkt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, á borð við eitt sem greinst hefur í Bras­ilíu og vís­inda­menn hafa áhyggjur af að gæti mögu­lega leitt til þess að þau bólu­efni sem hafa verið þróuð gagn­vart kór­ónu­veirunni virki síð­ur. Ein af nokkrum stökk­breyt­ingum sem hefur orðið á þessu til­tekna afbrigði mun vera svipuð og sú sem er til staðar í því afbrigði sem kennt hefur verið við Suð­ur­-Afr­ík­u. 

Auglýsing

Grant Shapps, sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, ræddi þessar nýju tak­mark­anir við BBC í morgun og sagði að um var­úð­ar­ráð­stöfun væri að ræða. Bret­land, sem væri komið af stað með bólu­setn­ing­ar­her­ferð sína, mætti ekki við frek­ari vand­kvæð­um. Hann sagði ekki talið að þetta til­tekna „brasil­íska afbrigð­i“, sem greind­ist fyrst þar í landi í júlí, hefði fund­ist í Bret­landi.

Hert á reglum þvers og kruss

Bretar hafa hins vegar verið að glíma við mikla og hraða útbreiðslu svo­kall­aðs „bresks afbrigð­is“ veirunn­ar, sem greind­ist fyrst þar í landi í októ­ber og talið er meira smit­andi en önnur afbrigði sem náð hafa fót­festu. Strangar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir eru í gildi í land­inu, skólar lok­aðir og fólki sagt að halda sig sem mest heima.  

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti hertar ferðatakmarkanir til sögunnar í dag.

Á sama tíma og Bretar herða á landa­mærum sínum til að verj­ast utan­að­kom­andi nýjum afbrigðum veirunnar hafa mörg ríki hert tak­mark­anir sínar á landa­mærum til þess að lág­marka áhætt­una á að afbrigðið sem þar er í mestri útbreiðslu ber­ist til sín.

Jap­anir greindu afbrigðið sem fyrst sást í Amazonas

Fréttir um þetta nýja  „brasil­íska afbrigð­i“ hafa sprottið upp und­an­farna daga, eftir að smit­sjúk­dóma­stofnun Jap­ans greindi frá því í til­kynn­ingu 12. jan­úar að það hefði fund­ist í fjórum ein­stak­lingum sem komu til lands­ins 2. jan­úar eftir dvöl í Amazona­s-­fylk­inu í Bras­il­íu.

Jap­anska stofn­unin benti á að stökk­breyt­ing­arnar sem væri að finna í afbrigð­inu væru að hluta þær sömu og í þeim sem greinst hafa og valdið áhyggjum í Bret­landi og Suð­ur­-Afr­íku. Rann­sóknir á þessu standa yfir.

Súr­efn­is­skortur í Manaus

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar sagt fregnir af skelf­ing­ar­á­standi sem skap­ast hefur á sjúkra­húsum í Amazona­s-­fylki og þá helst í fylk­is­höf­uð­borg­inni Manaus. Fjöldi inn­lagna vegna COVID-19 hefur auk­ist hratt að í borg­inni, þar sem um tvær millj­ónir manna búa.

Súr­efni skortir til­finn­an­lega. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times hefur þörf spít­al­anna í rík­inu fyrir súr­efni farið yfir 70 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring. Þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins reið yfir í mars fór súr­efn­is­þörfin hæst í 30 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring.

Brasil­íski her­inn er byrj­aður að flytja súr­efni með flug­vélum til Manaus. Til þessa hefur þurft að vísa fólki frá og sjúk­lingar sem þurfa önd­un­ar­að­stoð hafa verið fluttir til ann­arra fylkja lands­ins. 

Margir eru þegar sagðir hafa lát­ist vegna súr­efn­is­skorts­ins og sumum deildum á sjúkra­húsum í Manaus hefur hrein­lega verið lýst sem „köfn­un­ar­klef­um“, þar sem sjúk­lingar lát­ast án þess að örþreytt heil­brigð­is­starfs­fólk fái ráðið við stöð­una. Heil­brigð­is­starfs­fólk hefur þurft að grípa til þess ráðs halda lífi í fólki með hand­virkum súr­efn­isp­ump­um.

Neyð­ar­kall vegna fyr­ir­bura

CNN í Bras­ilíu sagði frá því í dag að fylk­is­yf­ir­völd hefðu óskað eftir því að 60 fyr­ir­burar yrðu fluttir með frá spít­ölum í Amazonas og til ann­arra fylkja Bras­il­íu. Það eru nefni­lega ekki bara COVID-­sjúk­lingar sem þurfa súr­efn­ið.

„Hér eru engin laus rúm, engir súr­efn­iskút­ar, ekk­ert. Það eina sem við eigum eftir er trú­in,“ hefur AFP frétta­stofan eftir íbúa í Manaus.

Breska blaðið Guar­dian ræðir við Jesem Orell­ana, far­alds­fræð­ing í Manaus, sem segir for­dæma­lausar hörm­ungar vera að ríða yfir í borg­inni. „Á næstu klukku­stundum verður Manaus sögu­svið eins sorg­leg­asta kafla COVID-19 far­ald­urs­ins sem heim­ur­inn hefur séð.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent