Löndin sem tekið hafa forystu með bólusetningarvottorð

Samhliða upphafi bólusetninga gegn COVID-19 í löndum Evrópu vex þrýstingur á að bólusettir geti ferðast innan álfunnar án hindrana. Margir horfa til bólusetningarvottorða, sem stundum eru kölluð bólusetningarvegabréf, í því sambandi.

Vottorðin myndu tryggja forréttindi bólusettra til ferðalaga innan Evrópu.
Vottorðin myndu tryggja forréttindi bólusettra til ferðalaga innan Evrópu.
Auglýsing

Svokölluð „bólu­setn­ing­ar­vega­bréf“ eru mikið til umræðu þessa dag­ana og hefur nokkur fjöldi Evr­ópu­landa þegar ákveðið að gefa slík vott­orð út til bólu­settra. Þrýst­ingur á að opna landa­mæri fyrir ferða­lögum bólu­settra hefur auk­ist sam­hliða bólu­setn­inga­her­ferðum sem þegar eru hafnar í álf­unni.



Evr­ópu­þingið styður hug­myndir um útgáfu bólu­setn­ing­ar­vott­orða og ákvað á fundi í jan­úar að hefja vinnu við sam­ræm­ingu þeirra en telur að of snemmt að ákveða hvernig þau verði notuð til að losa um ferða­höml­ur. Fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Ursula von der Leyen, hefur einnig lýst yfir stuðn­ingi við hug­mynd­ina um að stöðluð vott­orð verði gefin út.



 Hér að neðan er að finna lista yfir þau Evr­ópu­ríki innan ESB og Schen­gen-­svæð­is­ins, sem hafa til­kynnt að þau íhugi eða ætli að gefa út bólu­setn­ing­ar­vott­orð og hvaða for­rétt­indi þau munu veita bólu­sett­um.

Auglýsing

Kýpur

Kýp­verjar voru fyrstir Evr­ópu­sam­bands­ríkja til að til­kynna áætl­anir sínar um að aflétta ferða­hömlum á þeim sem fengið hafa bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Stjórn­völd á Kýpur ætla þannig að opna landa­mæri sín fyrir bólu­sett­um, að minnsta kosti þeim sem búa innan ESB, geti þeir fært sönnur á því að þeir hafi verið bólu­settir að fullu.

Tékk­land

Stjórn­völd í Tékk­landi eru einnig a skoða mögu­leik­ana á því að heim­ila bólu­settum að koma til lands­ins án þess að þurfa að fara í ein­angrun við kom­una. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann hefur í þessu sam­bandi vísað til umræðu leið­toga innan ESB um útgáfu sam­ræmdra „bólu­setn­ing­ar­vega­bréfa“. Engar áætl­anir um útgáfu slíkra vott­orða til borg­ara lands­ins hafa þó enn verið til­kynnt­ar.

Dan­mörk

Danir hafa þegar til­kynnt að þeir ætli bráð­lega að hefja útgáfu raf­rænna bólu­setn­ing­ar­vott­orða. Verða vott­orðin gefin þeim sem fengið hafa bólu­setn­ingu svo þeir geti, þegar þar að kem­ur, ferð­ast án hamla til ríkja sem munu taka þau gild. Fjár­mála­ráð­herra Dan­merkur sagði nýverið að innan fárra mán­aða yrðu þau líka aðgengi­leg þeim sem hyggj­ast ferð­ast til Dan­merk­ur, m.a. í við­skipta­er­ind­um.



„Þetta verður auka vega­bréf sem þú getur haft í sím­anum þínum og stað­festir að þú hafir verið bólu­sett­ur,“ sagði ráð­herr­ann.

Eist­land

For­sæt­is­ráð­herra Eist­lands skrif­aði þegar í októ­ber undir samn­ing við Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina um að þar í landi yrðu þróuð tækni­lausn á útgáfu bólu­setn­ing­ar­vott­orða. For­sæt­is­ráð­herr­ann hefur sagt að verk­efnið veiti Eistum ein­stakt tæki­færi til að leggja sitt af mörkum í bar­átt­unni gegn COVID-19 með því að hanna raf­ræna þjón­ustu útgáfu vott­orða á alþjóða­vísu.

Grikk­land

Kyri­akos Mitsotakis, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, var fyrsti leið­togi ESB-­ríkis til að kalla form­lega eftir útgáfu bólu­setn­ing­ar­vott­orða innan sam­bands­ins. Hann hefur sagt að annað sumar án ferða­manna myndi hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir land sitt og hefur því mælst til útgáfu sam­ræmdra vott­orða svo opna megi landa­mærin fyrir bólu­sett­um.



Grikkir hafa þegar losað um ákveðnar hömlur á landa­mærum gegn fram­vísun bólu­setn­ing­ar­skír­teina eftir að sam­komu­lag náð­ist við stjórn­völd í Serbíu um ferða­lög land­anna á milli.

Ung­verja­land

Í Ung­verja­landi geta þeir sem fengið hafa bólu­setn­ingu sem og þeir sem fengið hafa COVID-19 ferð­ast milli svæða inn­an­lands þar sem strangar aðgerðir eru í gildi vegna far­ald­urs­ins. Þeir þurfa þá að fram­vísa skír­teini sem yfir­völd gefa út. Einnig geta þeir ferð­ast yfir landa­mærin án tak­mark­ana. Bólu­settir Ung­verjar munu svo bráð­lega geta verið úti eftir klukkan 20 á kvöldin þegar útgöngu­bann tekur gildi dag hvern.

Ísland

Yfir­völd hér á landi hófu útgáfu raf­rænna bólu­setn­ing­ar­vott­orða 21. jan­ú­ar. Hægt er að sækja um vott­orð í gegnum Heilsu­veru. Tæp­lega 5.000 manns hafa nú fengið báða skammta bólu­efnis hér á landi og geta þar með sótt um vott­orð því til stað­fest­ing­ar.  

Ítalía

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar á Ítalíu hafa hvatt stjórn­völd til að hraða bólu­setn­ingu eins og frekast er unnt og gefa út vott­orð til bólu­settra í þeim til­gangi að ýta undir ferða­lög fólks. Stjórn­völd hafa enn sem komið er ekki svarað ákall­inu. Mjög brýnt er að sögn sam­tak­anna að opna mögu­leika fyrir ferða­lög fólks að nýju og þyrfti það að ein­hverju leyti að vera orðið ger­legt í vor.

Pól­land

Stjórn­völd í Pól­landi eru í hópi þeirra landa sem þegar eru farin að stefna að því að gefa út bólu­setn­ing­ar­vott­orð og taka við þeim sem myndi auka ferða­frelsi bólu­settra umfram aðra.



Til stendur að vott­orðið verði gefið út raf­rænt og líkt og á Íslandi tengt raf­rænni heil­brigð­is­gátt. Stjórn­völd hafa þó farið var­lega í að segja hvort að vott­orðin muni gagn­ast til að ferð­ast óhindrað yfir landa­mæri en þar sem þau hafa notað orðið „bólu­setn­ing­ar­vega­bréf“ er talið lík­legt að það sé plan­ið.

Portú­gal

Portú­gölsk stjórn­völd styðja  ein­dregið útgáfu sam­ræmdra bólu­setn­ing­ar­vott­orða í Evr­ópu svo að bólu­settir geti ferð­ast án hafta. Inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins telur að bólu­setn­ing gegn COVID-19 sé nægi­lega örugg svo aflétta megi ákveðnum hömlum á landa­mærum ESB-­ríkja.

Slóvakía

Slóvakar hafa einnig stutt útgáfu sam­ræmdra vott­orða til bólu­settra innan ESB. Stjórn­völd vilja einnig að slík vott­orð verði gefin út til þeirra sem hafa þegar fengið COVID-19.

Spánn

Ferða­mála­ráð­herra Spánar til­kynnti nýverið að unnið væri að því að gera útgáfu bólu­setn­ing­ar­vott­orða mögu­lega. Sagði hann að spænsku vott­orðin myndu hafa sama gagn og sam­bæri­leg vott­orð sem önnur ríki ætla að gefa út.

Sví­þjóð

Stjórn­völd í Sví­þjóð stefna að útgáfu bólu­setn­ing­ar­vott­orða fyrir sum­ar­ið. Þau hafa líkt og fleiri bent á að slík vott­orð séu gagns­lítil ef önnur ríki taki þau ekki gild. Verið er að vinna að útgáfu­kerfi vott­orð­anna sem gæti gagn­ast á heims­vísu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent