Kári: „Ekki mikið úr því að fá“ að bólusetja þjóð þar sem svo fá tilfelli eru að greinast

„Þetta er eitt af þessum tilfellum sem maður getur ekki leyft sér að vona það sem maður þarfnast,“ segir Kári Stefánsson um þá niðurstöðu að hverfandi líkur séu á því að vísindarannsókn Pfizer verði gerð á Íslandi. Tilfelli af veirunni eru of fá.

Kári segir niðurstöðuna ekki endilega þá sem hann vildi en að hún sé rökrétt.
Kári segir niðurstöðuna ekki endilega þá sem hann vildi en að hún sé rökrétt.
Auglýsing

„Þetta er ekki endi­lega það sem við vildum en þessi nið­ur­staða er mjög skilj­an­leg,“ segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, spurður hvort að það séu von­brigði að ekk­ert verði að vís­inda­rann­sókn lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer hér á landi. „Þetta er rök­rétt nið­ur­staða að athug­uðu máli.“Eftir fund með for­svars­mönnum Pfizer í dag telur Kári „hverf­andi lík­ur“ á að af rann­sókn­inni, sem mikið hefur verið rætt um síð­ustu vik­ur, verði. „Þetta er eitt af þessum til­fellum sem maður getur ekki leyft sér að vona það sem maður þarfnast,“ segir hann en ástæðan fyrir því að Pfizer telur Ísland ekki henta fyrir rann­sókn­ina er sú að hér eru að grein­ast svo fá til­felli – „of fá“ til að rann­sóknin myndi sýna árang­ur. Af þessum fáu til­fellum eigum við Íslend­ingar hins vegar að vera stolt.

Auglýsing

Kári segir einu rétt­læt­ing­una fyrir því að flytja 500 þús­und skammta af bólu­efni Íslands, á undan öðrum lönd­um, sé sú að þannig hefði verið hægt að sækja nýja þekk­ingu sem myndi gagn­ast öllum heim­in­um.En núna eru til­fellin af kór­ónu­veirunni svo fá á Íslandi að þau myndu ekki nægja til að sýna áhrif fjölda­bólu­setn­ingar á stuttum tíma. Þegar Kári fund­aði síð­ast með full­trúum Pfizer voru að grein­ast um 20 til­felli á dag inn­an­lands. Síðan fór Pfizer í það að „leita að bólu­efn­i“, eins og Kári orðar það, til að tryggja að þeir

ættu nóg bólu­efni til að bólu­setja stóran hluta íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Síðan hafa þeir verið svo­lítið þöglir í þrjár vik­ur,“ segir Kári. Hann seg­ist hafa gert sér grein fyrir því „fyrir lif­andis löngu“ að þetta væri tæpt. „Ég var að von­ast til þess að þeir sæju í þessu aðra mögu­leika. Mögu­leik­ann á að líta á árang­ur­inn af bólu­setn­ing­unni í tengslum við fullt af upp­lýs­ingum sem hér eru til stað­ar. Þeir gáfu það í skyn allan þennan tíma að þeir væru áhuga­samir en svo greini­lega sett­ust þeir niður sem hópur og þegar við röktum okkur saman í gegnum þetta [á fund­in­um] var þetta rök­rétt nið­ur­staða að mörgu leyt­i.“Kári segir engin samn­ings­drög hafa verið lögð fram á fundi hans og Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis með full­trúum Pfizer í dag. Hann seg­ist reyndar aldrei hafa heyrt af neinum samn­ings­drög­um. Hins vegar hafi verið talað um að senda blað til stað­fest­ingar á sam­eig­in­legum áhuga á verk­efn­inu. Til þess kom þó ekki.„Pfizer setti ekki fram nein skil­yrð­i,“ segir Kári spurður hvort að til umræðu hafi komið að bólu­setja í ríkum mæli á Íslandi og opna svo landa­mær­in, líkt og flökku­saga sem Þórólfur var beð­inn að stað­festa eða neita á upp­lýs­inga­fundi gær­dags­ins, sagði. „Ekk­ert slíkt hefur verið rætt,“ segir Kári.Hann segir málið í raun ein­falt. Pfizer hafi gert sína útreikn­inga og kom­ist að því að ekki væri mikið úr því að fá að bólu­setja þjóð þar sem svona fá til­felli væru að grein­ast dag frá degi, „sem við eigum að vera stolt af og ánægð með. Til þess að þú getir sýnt áhrif af bólu­efn­inu þá þarftu að hafa ákveð­inn fjölda af til­fell­u­m“.Kári seg­ist ekki hafa hug­mynd um hvort Pfizer sé að horfa til ein­hvers ann­ars lands núna til að fram­kvæma vís­inda­rann­sókn­ina. Eng­inn annar fundur hefur verið ákveð­inn milli Kára og Þór­ólfs og full­trúa Pfiz­er. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent