Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“

Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.

Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Auglýsing

Bólu­efnis John­son & John­son, sem nú fengið hefur mark­aðs­leyfi í Banda­ríkj­un­um, er beðið með mik­illi óþreyju, ekki síst í ljósi þess að vís­bend­ingar um að far­ald­ur­inn væri loks í rénun hafa dvínað eftir að greindum smitum og dauðs­föllum fjölg­aði enn á ný í síð­ustu viku. „Vin­sam­lega hlustið á mig: Þegar við erum með svo mörg til­felli og ný afbrigði að breið­ast út þá gætum við algjör­lega glatað öllum þeim árangri sem við lögðum svo mikið á okkur að ná,“ sagði Rochelle Walen­sky, fram­kvæmda­stjóri banda­rísku smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­innar (CDC), í gær. Smitum hafði fækkað nokkrar vikur í röð en nú fer þeim aftur fjölg­andi og voru um 2 pró­sent fleiri í síð­ustu viku en í vik­unni á und­an. Það sama má segja um dauðs­föll af völdum COVID-19. Þeim hefur aftur fjölgað og eru í kringum 2.000 á dag.

Auglýsing

Mörg ríki Banda­ríkj­anna hafa slakað á sótt­varna­að­gerðum þrátt fyrir að bólu­setn­ingar séu ekki nógu vel á veg komnar til að vísir að hjarð­ó­næmi sé í aug­sýn. Af þessu hefur Walen­sky miklar áhyggjur og hvetur hún almenn­ing til að nota grímur og beita öðrum per­sónu­bundnum sótt­vörn­um. „Það er svo mik­il­vægt að við höldum vöku okkar [...] á meðan við erum að ná útbreiddri bólu­setn­ing­u.“

Í þessu ástandi er ekki að undra að fregnum af því að mark­aðs­leyfi bólu­efnis John­son & John­son (Jans­sen) hafi verið fagnað gríð­ar­lega. Bólu­efnið þarf aðeins að gefa í einum skammti og því er hægt að bólu­setja mun fleiri á skemmri tíma.

Bólusetningarherferð er hafin í Bandaríkjunum og þrjú bóluefni hafa nú fengið neyðarleyfi lyfjastofnunar landsins. Mynd: EPAFyr­ir­tækið stefnir að því að hefja dreif­ingu á „millj­ónum skammta“ þegar í þess­ari viku. Dreif­ing­ar­á­ætlun gerir svo ráð fyrir afhend­ingu 100 milljón skammta í Banda­ríkj­unum fyrir júní­lok. 

Tvö bólu­efni hafa þegar fengið neyð­ar­leyfi banda­rísku Lyfja- og mat­væla­stofn­un­ar­innar (FDA), frá fyr­ir­tækj­unum Pfizer og Moderna. Bæði hafa þau þegar fengið skil­yrt mark­aðs­leyfi í Evr­ópu og þar með á Íslandi og sömu sögu má segja um þriðja bólu­efn­ið, frá fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca.

Á vef Lyfja­stofn­unar Evr­ópu kemur fram að reiknað sé með að skoðun hennar á bólu­efni John­son & John­son verði lokið um miðjan mars. For­stjóri Lyfja­stofn­unar Íslands sagði í sam­tali við RÚV í gær­kvöldi að óvíst væri hvenær bólu­efnið færi að ber­ast til lands­ins í kjöl­farið en það gæti þó mögu­lega gerst í apr­íl. Það mun skýr­ast um leið og mark­aðs­leyfið verður klár­t. 

Fyrir utan að aðeins þarf að gefa einn skammt af bólu­efni John­son & John­son hefur það fleiri eft­ir­sókn­ar­verða eig­in­leika. Það þarf t.d. ekki að geyma í miklu frosti. Það má geyma í venju­legum kæli­skáp í þrjá mán­uði án þess að það spillist.  

Það veitir góða vörn gegn alvar­legum veik­indum og dauðs­föllum af völdum COVID-19, rétt eins og þau bólu­efni sem þegar eru komin á markað á Íslandi, sem og dregur það veru­lega úr hættu á minni veik­ind­um. Að auki benda rann­sóknir til þess að það veiti vörn gegn hinu bráðsmit­andi suð­ur­a­fríska afbrigði veirunn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent