Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi

Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.

Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Auglýsing

1. 

Eng­inn Íslend­ingur yngri en sex­tíu ára hefur lát­ist vegna COVID-19 í þeim þremur bylgjum far­ald­urs­ins sem gengið hafa yfir. 29 hafa lát­ist úr sjúk­dómnum á Íslandi, þar af einn erlendur ferða­maður á fer­tugs­aldri. Sam­an­lagt hafa 833 ein­stak­lingar 60 ára eða eldri greinst með veiruna inn­an­lands.Rúmt ár er liðið frá því að fyrsta inn­an­lands­smitið greind­ist á Íslandi.2. 

Í gær var aðeins einn í ein­angrun vegna smits sem greinst hafði inn­an­lands. Svo fáir hafa ekki verið í ein­angrun vegna COVID-19 síðan í lok júlí. Þann 5. apr­íl, á hátindi fyrstu bylgj­unn­ar, voru 1.096 sam­tímis í ein­angrun með sjúk­dóm­inn. Fyrstu sex dag­ana í apríl voru yfir þús­und í ein­angr­un.

Auglýsing


3. 

Í þeirri þriðju sem gekk yfir í haust og upp­hafi vetrar voru mest 1.186 í ein­angrun á sama tíma. Það var þann 16. októ­ber. Í heila ell­efu daga, 12.-22. októ­ber, voru yfir þús­und í ein­angr­un.4.

Frá ára­mótum hafa 104 greinst með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Aðeins ell­efu greindust í febr­ú­ar. Ekk­ert smit hefur nú greinst í fjóra daga.Af þeim 368 dögum sem liðnir eru frá fyrsta smiti hér á landi hafa 104 dagar reynst smit­laus­ir. Lengsta „smit­leysið“ varði í tutt­ugu daga í júlí. Í sex daga á því tíma­bili var eng­inn í ein­angrun vegna inn­an­lands­smits.5.

Rúm­lega 1.800 manns fengu COVID-19 í fyrstu bylgj­unni og tíu manns lét­ust. Sú þriðja var enn skæð­ari og í henni lét­ust nítján. Rekja má þau dauðs­föll til hóp­sýk­ingar sem upp kom á Landa­koti. 53 ein­stak­lingar hafa þurft á inn­lögn á gjör­gæslu­deild að halda vegna alvar­leika veik­inda sinna.6.

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins var mark­mið sótt­varna­yf­ir­valda að verja við­kvæma hópa fyrir sýk­ing­um. Árangur þeirra aðgerða má m.a. sjá í fjölda smita eftir aldri en hættan á alvar­legum veik­indum eykst eftir því sem hann hækk­ar. Sé horft til fjölda smita á hverja þús­und íbúa í til­teknum ald­urs­hópum er ljóst að hlut­falls­lega flest smit greindust hjá fólki á aldr­inum 18-29 ára (18,5/1.000). Hlut­fallið er mun lægra hjá fólki á milli 70 og 79 ára og aðeins um 7 af hverjum þús­und íbúum á þeim aldri sýkt­ust.

Heimild: Covid.isHlut­fallið hækkar hins vegar í elsta ald­urs­hópn­um, níu­tíu ára og eldri, sem aðal­lega skýrist af hóp­sýk­ing­unni á Landa­koti. 34 ein­stak­lingar á þessum aldri sýkt­ust af kór­ónu­veirunni og sex þeirra lét­ust eða tæp átján pró­sent.7. 

713 hafa greinst með virkt smit í sýna­töku á landa­mær­unum frá því að fyr­ir­komu­lagið var tekið upp um miðjan júní. Mik­ill meiri­hluti eða rúm­lega 75 pró­sent, hafa greinst í fyrri sýna­töku. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir á landa­mær­unum hafa 467 reynst vera með mótefni og því ekki smit­andi.8. 

Í febr­úar var byrjað að skylda ferða­menn að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi við kom­una til lands­ins. Nið­ur­staðan má ekki vera meira en 72 klukku­stunda göm­ul. Sótt­varna­læknir hefur sagt að nú sé hafið reynslu­tíma­bil til að kanna hvernig slík nei­kvæð próf og sýna­tökur á landa­mær­unum spila sam­an. Reyn­ist fyr­ir­komu­lagi vel er mögu­legt að sýna­tökum hjá ferða­mönnum verði fækkað í eina og að sótt­kví sem er nú skylda á milli skim­ana verði úr sög­unni.Núver­andi fyr­ir­komu­lag á landa­mær­unum gildir til 1. maí.

Auglýsing


9. 

Mun strang­ari reglur eru nú á landa­mær­unum en voru í kjöl­far fyrstu bylgj­unnar í júní í fyrra þegar aðeins ein sýna­taka var fram­kvæmd og ýmsar und­an­þágur leyfð­ar. Þó að hættan á því að smit „leki yfir landa­mær­in“ sé alltaf fyrir hendi hafa yfir­völd á síð­ustu mán­uðum aflað sér mik­illar þekk­ingar og beitt reynsl­unni til að lág­marka hætt­una á að slíkt ger­ist.    10. 

Meira en helm­ingi fleiri lands­menn eru nú full­bólu­settir á Íslandi, eða um 12.700 manns, en sýkst hafa af kór­ónu­veirunni. Um 11.000 til við­bótar hafa fengið fyrri skammt bólu­efn­is­ins. Um 74 pró­sent níu­tíu ára og eldri eru full­bólu­settir og tæp 30 pró­sent 80-89 ára. Lang­flestir hafa fengið bólu­efni frá Pfiz­er-BioNTech eða rúm­lega 15.500 lands­menn.Um 8,2 pró­sent fólks sextán ára og eldra hefur fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is­ins. Stefnt er að því að allir eldri en 80 ára og til við­bótar um helm­ingur fólks á átt­ræð­is­aldri verði ýmist orðið full­bólu­sett fyrir lok mars eða búið að fá fyrri skammt­inn. Stjórn­völd binda vonir til þess að mik­ill meiri­hluti lands­manna verði bólu­settur fyrir lok júní. Engar dreif­ing­ar­á­ætl­anir hafa hins vegar enn borist frá lyfja­fyr­ir­tækj­unum fyrir annan árs­fjórð­ung.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent