Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi

Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.

Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Auglýsing

1. 

Eng­inn Íslend­ingur yngri en sex­tíu ára hefur lát­ist vegna COVID-19 í þeim þremur bylgjum far­ald­urs­ins sem gengið hafa yfir. 29 hafa lát­ist úr sjúk­dómnum á Íslandi, þar af einn erlendur ferða­maður á fer­tugs­aldri. Sam­an­lagt hafa 833 ein­stak­lingar 60 ára eða eldri greinst með veiruna inn­an­lands.



Rúmt ár er liðið frá því að fyrsta inn­an­lands­smitið greind­ist á Íslandi.



2. 

Í gær var aðeins einn í ein­angrun vegna smits sem greinst hafði inn­an­lands. Svo fáir hafa ekki verið í ein­angrun vegna COVID-19 síðan í lok júlí. Þann 5. apr­íl, á hátindi fyrstu bylgj­unn­ar, voru 1.096 sam­tímis í ein­angrun með sjúk­dóm­inn. Fyrstu sex dag­ana í apríl voru yfir þús­und í ein­angr­un.

Auglýsing


3. 

Í þeirri þriðju sem gekk yfir í haust og upp­hafi vetrar voru mest 1.186 í ein­angrun á sama tíma. Það var þann 16. októ­ber. Í heila ell­efu daga, 12.-22. októ­ber, voru yfir þús­und í ein­angr­un.



4.

Frá ára­mótum hafa 104 greinst með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Aðeins ell­efu greindust í febr­ú­ar. Ekk­ert smit hefur nú greinst í fjóra daga.



Af þeim 368 dögum sem liðnir eru frá fyrsta smiti hér á landi hafa 104 dagar reynst smit­laus­ir. Lengsta „smit­leysið“ varði í tutt­ugu daga í júlí. Í sex daga á því tíma­bili var eng­inn í ein­angrun vegna inn­an­lands­smits.



5.

Rúm­lega 1.800 manns fengu COVID-19 í fyrstu bylgj­unni og tíu manns lét­ust. Sú þriðja var enn skæð­ari og í henni lét­ust nítján. Rekja má þau dauðs­föll til hóp­sýk­ingar sem upp kom á Landa­koti. 53 ein­stak­lingar hafa þurft á inn­lögn á gjör­gæslu­deild að halda vegna alvar­leika veik­inda sinna.



6.

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins var mark­mið sótt­varna­yf­ir­valda að verja við­kvæma hópa fyrir sýk­ing­um. Árangur þeirra aðgerða má m.a. sjá í fjölda smita eftir aldri en hættan á alvar­legum veik­indum eykst eftir því sem hann hækk­ar. Sé horft til fjölda smita á hverja þús­und íbúa í til­teknum ald­urs­hópum er ljóst að hlut­falls­lega flest smit greindust hjá fólki á aldr­inum 18-29 ára (18,5/1.000). Hlut­fallið er mun lægra hjá fólki á milli 70 og 79 ára og aðeins um 7 af hverjum þús­und íbúum á þeim aldri sýkt­ust.

Heimild: Covid.is



Hlut­fallið hækkar hins vegar í elsta ald­urs­hópn­um, níu­tíu ára og eldri, sem aðal­lega skýrist af hóp­sýk­ing­unni á Landa­koti. 34 ein­stak­lingar á þessum aldri sýkt­ust af kór­ónu­veirunni og sex þeirra lét­ust eða tæp átján pró­sent.



7. 

713 hafa greinst með virkt smit í sýna­töku á landa­mær­unum frá því að fyr­ir­komu­lagið var tekið upp um miðjan júní. Mik­ill meiri­hluti eða rúm­lega 75 pró­sent, hafa greinst í fyrri sýna­töku. Af þeim sem greinst hafa jákvæðir á landa­mær­unum hafa 467 reynst vera með mótefni og því ekki smit­andi.



8. 

Í febr­úar var byrjað að skylda ferða­menn að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi við kom­una til lands­ins. Nið­ur­staðan má ekki vera meira en 72 klukku­stunda göm­ul. Sótt­varna­læknir hefur sagt að nú sé hafið reynslu­tíma­bil til að kanna hvernig slík nei­kvæð próf og sýna­tökur á landa­mær­unum spila sam­an. Reyn­ist fyr­ir­komu­lagi vel er mögu­legt að sýna­tökum hjá ferða­mönnum verði fækkað í eina og að sótt­kví sem er nú skylda á milli skim­ana verði úr sög­unni.



Núver­andi fyr­ir­komu­lag á landa­mær­unum gildir til 1. maí.

Auglýsing


9. 

Mun strang­ari reglur eru nú á landa­mær­unum en voru í kjöl­far fyrstu bylgj­unnar í júní í fyrra þegar aðeins ein sýna­taka var fram­kvæmd og ýmsar und­an­þágur leyfð­ar. Þó að hættan á því að smit „leki yfir landa­mær­in“ sé alltaf fyrir hendi hafa yfir­völd á síð­ustu mán­uðum aflað sér mik­illar þekk­ingar og beitt reynsl­unni til að lág­marka hætt­una á að slíkt ger­ist.    



10. 

Meira en helm­ingi fleiri lands­menn eru nú full­bólu­settir á Íslandi, eða um 12.700 manns, en sýkst hafa af kór­ónu­veirunni. Um 11.000 til við­bótar hafa fengið fyrri skammt bólu­efn­is­ins. Um 74 pró­sent níu­tíu ára og eldri eru full­bólu­settir og tæp 30 pró­sent 80-89 ára. Lang­flestir hafa fengið bólu­efni frá Pfiz­er-BioNTech eða rúm­lega 15.500 lands­menn.



Um 8,2 pró­sent fólks sextán ára og eldra hefur fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is­ins. Stefnt er að því að allir eldri en 80 ára og til við­bótar um helm­ingur fólks á átt­ræð­is­aldri verði ýmist orðið full­bólu­sett fyrir lok mars eða búið að fá fyrri skammt­inn. Stjórn­völd binda vonir til þess að mik­ill meiri­hluti lands­manna verði bólu­settur fyrir lok júní. Engar dreif­ing­ar­á­ætl­anir hafa hins vegar enn borist frá lyfja­fyr­ir­tækj­unum fyrir annan árs­fjórð­ung.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent