„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands

Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

„Við lifum núna á svo­lítið skrítnum tím­um,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Við erum að berj­ast við nátt­úru­vá  á ýmsum sviðum en við vitum hvað þarf að gera til að var­ast alvar­legar afleið­ing­ar. Núna ríður á að við stöndum okkur og beitum þeim aðferðum sem við vitum að duga.“Alma Möller land­læknir sagði að staðan á far­aldr­inum inn­an­lands væri góð, sér­stak­lega þegar litið er til nágranna­land­anna þar sem staðan er víða slæm og „menn ótt­ast nýja bylgju“. Sá ótti skýrist m.a. af nýjum afbrigðum veirunnar sem eru meira smit­and­i.  „Þess vegna mik­il­vægt að gleyma okkur ekki í vel­gengn­inni og höldum áfram aðgerðum á landa­mærum og höfum líka þann varnagla áfram að sinna ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um. Ef hún skyldi sleppa inn eða ef húnn lægi í leyni hérna, sem er ekki úti­lok­að.“Bæði hún og Þórólfur ítrek­uðu að fólk gleymdi sér ekki þó að mikið gangi á á Reykja­nesi.

Auglýsing„Kannski svo­lítið erfitt að koma inn núna með upp­lýs­inga­fund um covid vegna óró­ans og yfir­vof­andi eld­goss,“ sagði Þórólf­ur. „Það er nauð­syn­legt að við höldum vöku okkar og missum ekki ein­beit­ingu okkar á verk­efn­inu um covid, svo covid fari ekki að læð­ast aftan að okkur með alvar­legum afleið­ing­um.“Eng­inn greind­ist með veiruna inn­an­lands í gær. Frá 19. febr­ú­ar, þegar breyt­ingar voru gerðar á fyr­ir­komu­lagi á landa­mærum og ferða­menn krafðir um að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi við kom­una til lands­ins, hafa tveir greinst inn­an­lands og báðir voru þeir í sótt­kví.Alma Möller og Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Mynd: Almannavarnir„Það gengur áfram vel að halda far­aldr­inum niðri inn­an­lands og ég tel að það séu góðar líkur á því að veiran hafi verið upp­rætt hér inn­an­lands, þó að við getum ekki verið vis­s,“ sagði Þórólf­ur. „Við erum áfram að greina veiruna  á landa­mærum og við þurfum að passa mjög vel að hún kom­ist ekki inn í land­ið.“Eng­inn greind­ist á landa­mær­unum í gær en frá 19. febr­úar hafa 19 greinst með veiruna þar en aðeins ell­efu reynd­ust með virk smit. Um 1.600 nei­kvæðum covid-­prófum hefur verið fram­vísað við landa­mærin og hafa átta af þeim ein­stak­lingum greinst með veiruna í fyrri eða seinni skim­un. „Þetta segir okkur að nei­kvætt pcr-­próf er ekki full­komið til að halda veirunni frá þó að það sé árang­urs­ríkt að krefj­ast þess að ein­hverju leyti. Þannig að við þurfum að skoða þetta mjög vel.“

Tugir greinst með breska afbrigðiðNítíu ein­stak­lingar hafa greinst með breska afbrigði veirunnar hér á landi, þar af tutt­ugu inn­an­lands en það er allt fólk sem teng­ist þeim sem greinst hafa á landa­mær­unum nánum bönd­um. Þá greind­ist einn með suð­ur­a­fríska afbrigðið á landa­mær­unum fyrir fjórum dög­um. Það er í fyrsta sinn sem það afbrigði grein­ist hér á landi.Spurður hvort að til greina komi, í ljósi góðs árangur inn­an­lands, að aflétta frekar aðgerðum inn­an­lands, sagði Þórólfur að mjög var­lega yrði að fara í slíkt. „Það þarf bara eitt afbrigði af veirunni, einn ein­stak­ling, til að setja af stað far­ald­ur. Á þeim grunni tel ég að fara þurfi mjög var­lega í aflétt­ing­ar.“

Fólk gæti gleymt sérSagði hann hættu á því að vegna jarð­hrær­ing­anna á Reykja­nesi, sem gætu endað með eld­gosi, gæti fólk misst ein­beit­ing­una á sótt­vörnum vegna COVID. Vegna þess og nýrra afbrigða þurfum við nú að gæta okkar „extra vel“.Ef eld­gos verður þá þurfum við að gæta okkar að fá ekki „smit ofan í það lík­a“.

Auglýsing


Í þess­ari viku verða um 7.000 manns bólu­settir og svip­aður fjöldi í þeirri næstu en þá er ráð­gert að byrja að bólu­setja fólk milli 70 og 80 ára.Pfizer hefur birt dreif­ing­ar­á­ætlun fyrir apríl og sam­kvæmt henni koma hingað um 34 þús­und skammtar af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins í þeim mán­uði sem duga til að bólu­setja um 17 þús­und manns.Þórólfur árétt­aði að fólk sem er bólu­sett sé ekki und­an­þegið sótt­varna­ráð­stöf­unum þar sem ekki er enn vitað hvort að bólu­settir geti borið veiruna og þar með smitað aðra. Rann­sóknir eru í fullum gangi á þessum þætti. „Á meðan svo er þurfa bólu­settir að und­ir­gang­ast sömu ráð­staf­anir og leið­bein­ingar og aðr­ir.“

Getum tekið Pollyönnu á þettaHvað varðar mögu­lega frek­ari nátt­úru­ham­far­ir  á Íslandi, ef til eld­goss kem­ur, minnti Þórólfur á að við Íslend­ingar værum ýmsu vanir og í okkur væri ótrú­leg seigla. Fólk tæki nátt­úru­öfl­unum af miklu æðru­leysi, „hvort sem það eru skrítnar og óút­reikn­an­legar veirur eða jarð­hrær­ing­ar.“Alma sagði íslenska þjóð vel upp­lýsta. Hér störf­uðu margir góðir vís­inda­menn og sömu­leiðis við­bragðs­að­il­ar. „Við þurfum áfram að sýna sam­stöðu og yfir­vegun í því sem nú gengur yfir.“Þórólfur sagði að við gætum tekið „Pollyönnu“ á ástand­ið. Það sé þó „alla vega ljós í myrkr­inu að staðan á far­aldr­inum er góð á meðan við erum að takast á við þessar jarð­hrær­ing­ar. Við getum glaðst yfir sumum hlut­u­m.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent