65 hafa greinst með COVID-19 innanlands frá því á föstudag. Í gær, mánudag, greindist 21 með veiruna.
Þrír voru utan sóttkvíar við greiningu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að flestir þeirra sem greindust í fyrradag hefðu aðeins verið skamma stund, 1-2 sólarhringa í sóttkví er þeir greindust. Rúmlega 4.000 sýni voru tekin innanlands í gær.
Í fyrradag, sunnudag, greindust 27 innanlandssmit og á þriggja daga tímabili höfðu þá greinst 44. Stærsta hópsmitið tengist leikskólanum Jörfa. Það líkt og önnur hópsýking sem tengist fyrirtæki er rakið til fólks sem kom yfir landamærin en virti ekki reglur um sóttkví.
Auglýsing