600 tonn af merablóði þarf til að framleiða 20 kíló af efni í frjósemislyf fyrir húsdýr

Ísteka hyggst opna nýja starfsstöð og auka framleiðslu sína á lyfjaefni sem notað er í frjósemislyf fyrir húsdýr. Til að auka framleiðsluna úr um 10 kílóum á ári í 20 kíló þarf um 600 tonn af blóði úr fylfullum merum.

Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
Auglýsing

Líf­tækni­fyr­ir­tækið Ísteka fram­leiðir nú um 10 kíló á ári af efni sem notað er í lyf til að auka frjó­semi svína og fleiri hús­dýra í land­bún­aði. Til stendur að auka fram­leiðsl­una um 100 pró­sent á næstu árum en til að fram­leiða 20 kíló af lyfja­efn­inu þarf um 600 tonn af blóði úr fyl­fullum mer­um.

Þetta er meðal þess fram kemur í grein­ar­gerð fyr­ir­tæk­is­ins sem fylgir til­kynn­ingu þess til Skipu­lags­stofn­unar vegna fyr­ir­hug­aðrar stækk­un­ar. Lyfja­fram­leiðsla Ísteka, auk rann­sókn­ar­stofu, lag­ers og skrif­stofu er nú til húsa að Grens­ás­vegi en verið er að bæta við starfs­stöð á Eir­höfða. Þar verður mót­taka hrá­efn­is, mera­blóðs­ins, for­vinnsla þess auk rann­sókn­ar­stofu. Skipu­lags­stofnun hefur kom­ist að því að fram­kvæmd­in, þ.e. hin nýja starfs­stöð, sé ekki lík­leg til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og því ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, lagði fram frum­varp á Alþingi í vetur um að bannað verði að taka blóð úr fyl­fullum merum í þeim til­gangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu. Frum­varp­ið, ekki síst grein­ar­gerð þess, vakti hörð við­brögð sem birt­ist m.a. í umsögnum nokk­urra dýra­lækna og ann­arra sem að blóð­mera­haldi koma.

Auglýsing

Fyl­fullar hryssur fram­leiða hormón sem kall­ast equine chorion gona­dotropin (eCG), áður kallað pregn­ant mare serum gona­dotropin (PMSC). Blóð­taka úr fyl­fullum merum, sem horm­ónið er svo unnið úr, hefur farið fram hér á landi allt frá árinu 1979 eða í rúm­lega 40 ár. Um 100 bændur eru í sam­starfi við Ísteka og halda þeir sam­an­lagt um 5.000 merar til blóð­töku. Í maí er stóð­hestum sleppt „ í mátu­lega stóra hryssu­hópa“, líkt og fram kemur í umsögn Dýra­lækna­fé­lags Íslands um fyr­ir­komu­lagið og teknir úr þeim á til­skildum tíma þannig að sem flestar hryssur toppi í með­göngu­horm­ón­inu ECG á blóð­söfn­un­ar­tíma­bil­inu. Blóð­tak­an, sem dýra­læknar fram­kvæma, fer fram í blóð­töku­bási á búinu, að und­an­geng­inni stað­deyf­ingu, á viku fresti. Að hámarki fimm lítrar eru teknir úr hverri meri í hvert sinn. Tekið er blóð úr hverri hryssu að jafn­aði fimm sinnum að sumri og aldrei oftar en átta sinn­um. Miðað við þessar upplýsingar af síðu Ísteka má reikna með að 25-40 lítrar af blóði séu teknir úr hverri fyl­fullri meri.

Í dag er nán­ast allt lyfja­efnið sem unnið er úr hryssu­blóð­inu hjá Ísteka flutt út. Úr því eru svo unnin frjó­sem­is­lyf sem notuð eru um allan heim í land­bún­aði „til með­ferðar frjó­sem­is­vanda­mála í hús­dýrum og sam­still­ingar gang­mála,“ líkt og segir íumsögn Félags atvinnu­rek­enda um frum­varp Ingu Sæland.

Verð­mæti úr hreinni nátt­úru

Á heima­síðu Ísteka segir að fyr­ir­tækið sé líf­tækni­fyr­ir­tæki sem skapi „vel­ferð og verð­mæti með skyn­sam­legri nýt­ingu hug­vits og hreinnar íslenskrar nátt­úru“. Það hafi verið stofnað árið 2000 og þar starfi nú um 40 starfs­menn. Ísteka starfar sam­kvæmt leyfi frá Lyfja­stofn­un.

Á nýlega birtu upp­lýs­inga­blaði sem finna má á vef Ísteka segir að svo­kall­aðir vel­ferð­ar­samn­ingar hafi verið gerðir við þá 99 bændur sem eru í sam­starfi við fyr­ir­tæk­ið. Í þessum samn­ingum er að finna ýmis ákvæði, s.s. hvað varðar gæði beit­ar­lands hryss­anna og að Ísteka hafi eft­ir­lits­heim­ild á bæjum þeirra. Í samn­ing­unum eru auk þess bann­á­kvæði. Bannað er að eyða fóstrum hryssa sem blóð er tekið úr og blóð­taka er ekki heimil á þeim bæjum þar sem „vel­ferð­ar­frá­vik“ hafa komið upp sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un.

Um 25-40 lítrar af blóði eru teknir úr hverri hryssu á blóðtökutímabilinu. Mynd: Anton Brink

„Verðið á gjafa­blóð­inu hefur hækkað langt umfram aðrar land­bún­að­ar­vörur síð­ustu 20 ár,“ skrifar Arn­þór Guð­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka,í nýlegri grein á vef fyr­ir­tæk­is­ins. „Bændum í sam­starfi við Ísteka hefur jafn­framt fjölgað mikið og eru þeir dreifðir um allt landið og hjálpa víða til við að tryggja búsetu í brot­hættum byggð­um. Í tengslum við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ákvað Ísteka að greiða sam­starfs­bændum sínum sér­staka ein­greiðslu eftir sein­asta tíma­bil. Nam auka­greiðslan 6% af verð­mæti inn­lagðra afurða 2020.“ Velta fyr­ir­tæk­is­ins á ári er um 1, 7 millj­arður króna.

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Flokks fólks­ins, sem lagt var fram á Alþingi í febr­úar og er nú á borði atvinnu­vega­nefnd­ar, segir að blóð­taka úr lif­andi hrossum sé „virkur iðn­að­ur“ á Íslandi og að á nokkrum stöðum sé hann orð­inn að „stór­bú­skap“ þar sem haldnar séu allt að 200 merar í blóð­fram­leiðslu. „Blóð­merar eru látnar ganga með folöld eins oft og mögu­legt er þar til horm­ónið fyr­ir­finnst ekki lengur í blóði þeirra og þá er þeim slátrað,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Folöldin fara að jafn­aði beint í slát­ur.“ Þá segir að það brjóti gegn „öllum sjón­ar­miðum um vel­ferð dýra að rækta hross til blóð­fram­leiðslu í gróða­skyn­i“.

Ekki frá­brugðið öðru búr­fjár­haldi

Blóð­taka úr fyl­fullum hryssum til fram­leiðslu á frjó­sem­is­lyfjum fyrir önnur hús­dýr er í „meg­in­dráttum ekki frá­brugðin öðru afurða­gef­andi búfjár­hald­i,“ segir í umsögn Dýra­lækna­fé­lags Íslands um frum­varp­ið. Á blóð­söfn­un­ar­tíma­bil­inu meti dýra­læknar heilsu­far hryss­anna. Folöldum þeirra sé ýmist slátrað, sett á sem „fram­tíðar blóð­gjaf­ar“ eða sem reið­hest­ar.

Það er mat félags­ins að þau skil­yrði sem Mat­væla­stofnun setji um starf­sem­ina og það eft­ir­lit sem haft er með henni í dag tryggi vel­ferð dýr­anna. „Dýra­lækna­fé­lagið getur því alls ekki tekið undir það sem kemur fram í grein­ar­gerð­inni [með frum­varp­inu] að starf­semin hafi slæm áhrif á líf og líðan þeirra dýra sem notuð eru.“

Flutn­ings­mönnum og þingi til vansa

Í umsögn tveggja dýra­lækna, Gests Júl­í­us­sonar og Elfu Ágústs­dótt­ur, segir að frum­varpið sé aðför að starfs­heiðri stétt­ar­innar og „flutn­ings­mönnum og þing­inu til vansa“. Þá er það þeirra mat að blóð­takan úr hryss­unum sé ekki „mikið inn­grip í líf eða vel­ferð“ þeirra og sé „á pari við mjólk­un, járn­ingar eða rún­ing og aug­ljós­lega minna inn­grip en slátr­un“.

Auglýsing

Gestur og Elfa telja engin vís­inda­leg rök hníga að því að hryssum verði meint af blóð­tök­unni. „Stærsta ógn við dýra­rík­ið,“ segja þau svo, „má ekki vera öfga­full dýra­vel­ferð þar sem vel­ferðin er svo mikil að ekki verði nein dýr eft­ir“.

Guð­mar Auberts­son dýra­lækn­ir, sem kemur að því að taka blóð úr hryss­un­um, skrifar í sinni umsögn að það blóð sé tekið í hóf­legu magni og seg­ist ekki hafa orðið var við að gengið sé of nærri hryss­un­um. Nefnir hann að blóð­mera­hald hafi haldið lífi í mörgum bændum og „stuðlað að því að sveitir lands­ins hald­ist í byggð“.

Í umsögn Helga Sig­urðs­sonar dýra­lækn­is, sem kom að blóð­töku úr hryssum fyrir fjöru­tíu árum en fylgd­ist með þeim aftur síð­asta sum­ar, kemur fram að segja megi að eina þving­unin sem mer­arnar séu beittar í dag sé múll sem á þær er settur til að festa þær í blóð­töku­bás­inn. Þeirri þvingun aðlag­ist þær fljótt. „Þá er það mikil breyt­ing frá því fyrir 40 árum að nú er notað deyfi­lyf á stungu­stað þannig að blóð­takan verður sárs­auka­laus,“ skrifar Helgi. „Ef það er þessi þvingun sem fer í bága við dýra­vernd­ar­lög má með sömu rökum banna það að temja hesta. Þar er ögunin og þving­unin marg­falt meiri auk þess sem mað­ur­inn situr klof­vega á hest­unum og lætur hann lúta sínum vilja.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent