Kvikmyndin Þrestir, eftir Rúnar Rúnarsson, vann í gær Gullnu skelina, The Golden Shell, sem eru aðalverðlaun San Sebestian kvikmyndahátíðarinnar virtu.
Þrestir er ljórænt drama sem fjallar um sextán ára pilt, Ara, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum. Samband þeirra er erfitt og margt hefur breyst í plássinu frá því Ari átti þar heima, segir í tilkynningu.
Þessi árangur Rúnars og annarra aðstandenda myndarinnar er aðdáunarverður. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn láta til sína taka þessa dagana, og minna á hversu dýrmætt menningarstarfið er fyrir íslenskt. „Menning er að gera hlutina vel,“ sagði Þorsteinn Gylfason heitinn, heimspekiprófessor. Mikið til í þeim orðum, og Rúnar virðist hafa þau bak við eyrað, meðvitað eða ómeðvitað, eins og glæstur ferill hans til þessa er til vitnis um.