Aflétting nú eins og að byggja „verksmiðju nýrra afbrigða“

Breskir vísindamenn hafa margir hverjir varað við hraðri afléttingu takmarkana vegna COVID-19 og segja slíkt eins og að hefja byggingu „verksmiðju nýrra afbrigða“ kórónuveirunnar. Boris Johnson er sagður ætla að aflétta flestum aðgerðum 19. júlí.

Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Auglýsing

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, er sagður ætla að til­kynna síðar í dag aflétt­ingu flestra tak­mark­ana vegna COVID-19 frá 19. júlí. Boðað hefur verið til blaða­manna­fundar síð­degis og sam­kvæmt heim­ildum dag­blaðs­ins Guar­dian og fleiri miðla mun hann til­kynna fyrir hönd rík­is­stjórnar sinnar að bráð­lega verði aðgerðir sem setja höft á athafnir fólks vegna veiru­far­ald­urs­ins ekki lög­bundnar eins og verið hefur heldur á ábyrgð hvers og eins. Vís­inda­menn hafa margir hverjir varað við því að aflétta öllum aðgerðum og sagt það vera eins og að byggja „verk­smiðju fyrir ný afbrigði“ veirunn­ar. Aðrir vís­inda­menn hafa sagt aflétt­ingu skyn­sam­lega á þessum tíma­punkti þó áfram þurfi að rekja smit til að reyna að koma í veg fyrir stærri hóp­sýk­ing­ar.

Um 86 pró­sent full­orð­inna í Bret­landi hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is. Engu að síður hefur fjöldi greindra smita ekki verið meiri síðan í jan­úar er önnur bylgja far­ald­urs­ins skall á land­ið.

Grímu­skyldan afnum­in?

Meðal þeirra breyt­inga á tak­mörk­unum sem eru sagðar í far­vatn­inu er að bólu­settir þurfi ekki lengur að fara í sótt­kví við heim­komu eftir dvöl erlend­is. Einnig er talið að grímu­skylda verði að mestu leyti aflétt (nema inni á heil­brigð­is­stofn­un­um) og hverjum og einum í sjálfs­vald sett hvort að þeir beri slíkan hlífð­ar­bún­að. Þá er einnig talið, sam­kvæmt heim­ildum Guar­di­an, að bólu­settum verði ekki gert skylt að fara í sótt­kví, verði þeir útsettir fyrir veirunni, þ.e. verið í nánum sam­skiptum við smit­aða. Eitt af því sem einnig er á stefnu­skránni eftir tvær vikur er að leyfa opnun næt­ur­klúbba á ný.

Auglýsing

Heim­ildir Guar­dian herma einnig að í skólum þurfi hópar nem­enda ekki lengur að fara í sótt­kví grein­ist einn í þeirra hópi smit­að­ur.

Sajid Javid, sem tók við emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra í Bret­landi nýver­ið, hefur viðrað þau við­horf sín að ekki sé hægt að útrýma sjúk­dómnum COVID-19 heldur verði að finna leiðir til að „lifa með hon­um“, rétt eins og inflú­ensu. Hann sagði einnig um helg­ina að vís­inda­leg rök fyrir því að aflétta tak­mörk­unum væru „óyggj­andi“ en við­ur­kenndi á sama tíma að ný afbrigði veirunnar gætu komið fram sem bólu­efni sem þegar hafa verið fram­leidd dugi síður gegn.

Bólusetningum barna gegn COVID-19 var mótmælt á götum London í helgina. Mynd: EPA

Í grein eftir Javid sem birt var í Mail on Sunday sagði að besta leiðin til að vernda lýð­heilsu Breta væri að aflétta tak­mörk­un­um. „Reglur þær sem við höfum orðið að setja á hafa orðið til þess að heim­il­is­of­beldi hefur auk­ist mikið og þær hafa haft skelfi­legar afleið­ingar á and­lega heilsu fólks.“

Skyn­sam­legt plan

Skrif heil­brigð­is­ráð­herr­ans féllu ekki í góðan jarð­veg hjá sumum vís­inda­mönn­um. Stephen Reicher, pró­fessor við St. Andrews-há­skóla, sem situr í ráð­gjafa­ráði bresku rík­is­stjórn­ar­innar í sótt­varna­að­gerð­um, segir það „ógn­vekj­andi“ að hafa heil­brigð­is­ráð­herra sem haldi enn að COVID-19 sé eins og flensa. Hann segir ráð­herr­ann ekki átta sig á að það sem við gerum til að verja heilsu sé einnig gert til að verja efna­hags­líf­ið. Ráð­herr­ann vilji afnema tak­mark­anir þótt aðeins um helm­ingur full­orð­inna sé full­bólu­sett­ur.

Susan Michie, sér­fræð­ingur í atferl­is­fræðum sem einnig á sæti í ráð­gjafa­ráð­inu, skrif­aði á Twitt­er: „Að leyfa sam­fé­lags­smitum að fjölga er eins og að byggja hratt verk­smiðjur fyrir ný afbrigði [veirunn­ar].“

Michie og tveir aðrir sér­fræð­ingar skrif­uðu grein í lækna­tíma­ritið Brit­ish Med­ical Journal í síð­ustu viku. Í henni sögðu þau að ef heil­brigð­is­ráð­herr­ann ætlist til að hver og einn gæti sinna sótt­varna – að þær verði ekki lengur bundnar í lög og reglur – yrðu stjórn­völd fyrst að hafa upp­fyllt sínar skyldur og tryggja að það sé öruggt fyrir fólk til fram­tíð­ar.

Aðrir vís­inda­menn eru hins vegar mun jákvæð­ari hvað áform um síð­ustu skref aflétt­inga varð­ar. Paul Hunter, sem er pró­fessor í lækn­is­fræði, telur að full­bólu­settir ein­stak­lingar séu ólík­legri til að sýkj­ast og þá mun ólík­legri til að bera smit og sýkja aðra. Hann telur aflétt­ingu grímu­skyldu á flestum stöðum ekki hafa stór­aukna áhættu í för með sér þó að hann ráð­leggi „við­kvæmum hóp­um“ að bera grímur í miklum mann­fjölda.

Lýð­heilsu­fræð­ing­ur­inn Allyson Poll­ock telur áform John­son og rík­is­stjórnar hans, skyn­sam­leg. Hún segir hjarð­ó­næmi við það að nást. Einn helsti óvissu­þátt­ur­inn nú um stundir sé hversu lengi vörn sú sem bólu­efni gefi vari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent