Aflétting nú eins og að byggja „verksmiðju nýrra afbrigða“

Breskir vísindamenn hafa margir hverjir varað við hraðri afléttingu takmarkana vegna COVID-19 og segja slíkt eins og að hefja byggingu „verksmiðju nýrra afbrigða“ kórónuveirunnar. Boris Johnson er sagður ætla að aflétta flestum aðgerðum 19. júlí.

Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Auglýsing

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, er sagður ætla að til­kynna síðar í dag aflétt­ingu flestra tak­mark­ana vegna COVID-19 frá 19. júlí. Boðað hefur verið til blaða­manna­fundar síð­degis og sam­kvæmt heim­ildum dag­blaðs­ins Guar­dian og fleiri miðla mun hann til­kynna fyrir hönd rík­is­stjórnar sinnar að bráð­lega verði aðgerðir sem setja höft á athafnir fólks vegna veiru­far­ald­urs­ins ekki lög­bundnar eins og verið hefur heldur á ábyrgð hvers og eins. Vís­inda­menn hafa margir hverjir varað við því að aflétta öllum aðgerðum og sagt það vera eins og að byggja „verk­smiðju fyrir ný afbrigði“ veirunn­ar. Aðrir vís­inda­menn hafa sagt aflétt­ingu skyn­sam­lega á þessum tíma­punkti þó áfram þurfi að rekja smit til að reyna að koma í veg fyrir stærri hóp­sýk­ing­ar.

Um 86 pró­sent full­orð­inna í Bret­landi hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is. Engu að síður hefur fjöldi greindra smita ekki verið meiri síðan í jan­úar er önnur bylgja far­ald­urs­ins skall á land­ið.

Grímu­skyldan afnum­in?

Meðal þeirra breyt­inga á tak­mörk­unum sem eru sagðar í far­vatn­inu er að bólu­settir þurfi ekki lengur að fara í sótt­kví við heim­komu eftir dvöl erlend­is. Einnig er talið að grímu­skylda verði að mestu leyti aflétt (nema inni á heil­brigð­is­stofn­un­um) og hverjum og einum í sjálfs­vald sett hvort að þeir beri slíkan hlífð­ar­bún­að. Þá er einnig talið, sam­kvæmt heim­ildum Guar­di­an, að bólu­settum verði ekki gert skylt að fara í sótt­kví, verði þeir útsettir fyrir veirunni, þ.e. verið í nánum sam­skiptum við smit­aða. Eitt af því sem einnig er á stefnu­skránni eftir tvær vikur er að leyfa opnun næt­ur­klúbba á ný.

Auglýsing

Heim­ildir Guar­dian herma einnig að í skólum þurfi hópar nem­enda ekki lengur að fara í sótt­kví grein­ist einn í þeirra hópi smit­að­ur.

Sajid Javid, sem tók við emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra í Bret­landi nýver­ið, hefur viðrað þau við­horf sín að ekki sé hægt að útrýma sjúk­dómnum COVID-19 heldur verði að finna leiðir til að „lifa með hon­um“, rétt eins og inflú­ensu. Hann sagði einnig um helg­ina að vís­inda­leg rök fyrir því að aflétta tak­mörk­unum væru „óyggj­andi“ en við­ur­kenndi á sama tíma að ný afbrigði veirunnar gætu komið fram sem bólu­efni sem þegar hafa verið fram­leidd dugi síður gegn.

Bólusetningum barna gegn COVID-19 var mótmælt á götum London í helgina. Mynd: EPA

Í grein eftir Javid sem birt var í Mail on Sunday sagði að besta leiðin til að vernda lýð­heilsu Breta væri að aflétta tak­mörk­un­um. „Reglur þær sem við höfum orðið að setja á hafa orðið til þess að heim­il­is­of­beldi hefur auk­ist mikið og þær hafa haft skelfi­legar afleið­ingar á and­lega heilsu fólks.“

Skyn­sam­legt plan

Skrif heil­brigð­is­ráð­herr­ans féllu ekki í góðan jarð­veg hjá sumum vís­inda­mönn­um. Stephen Reicher, pró­fessor við St. Andrews-há­skóla, sem situr í ráð­gjafa­ráði bresku rík­is­stjórn­ar­innar í sótt­varna­að­gerð­um, segir það „ógn­vekj­andi“ að hafa heil­brigð­is­ráð­herra sem haldi enn að COVID-19 sé eins og flensa. Hann segir ráð­herr­ann ekki átta sig á að það sem við gerum til að verja heilsu sé einnig gert til að verja efna­hags­líf­ið. Ráð­herr­ann vilji afnema tak­mark­anir þótt aðeins um helm­ingur full­orð­inna sé full­bólu­sett­ur.

Susan Michie, sér­fræð­ingur í atferl­is­fræðum sem einnig á sæti í ráð­gjafa­ráð­inu, skrif­aði á Twitt­er: „Að leyfa sam­fé­lags­smitum að fjölga er eins og að byggja hratt verk­smiðjur fyrir ný afbrigði [veirunn­ar].“

Michie og tveir aðrir sér­fræð­ingar skrif­uðu grein í lækna­tíma­ritið Brit­ish Med­ical Journal í síð­ustu viku. Í henni sögðu þau að ef heil­brigð­is­ráð­herr­ann ætlist til að hver og einn gæti sinna sótt­varna – að þær verði ekki lengur bundnar í lög og reglur – yrðu stjórn­völd fyrst að hafa upp­fyllt sínar skyldur og tryggja að það sé öruggt fyrir fólk til fram­tíð­ar.

Aðrir vís­inda­menn eru hins vegar mun jákvæð­ari hvað áform um síð­ustu skref aflétt­inga varð­ar. Paul Hunter, sem er pró­fessor í lækn­is­fræði, telur að full­bólu­settir ein­stak­lingar séu ólík­legri til að sýkj­ast og þá mun ólík­legri til að bera smit og sýkja aðra. Hann telur aflétt­ingu grímu­skyldu á flestum stöðum ekki hafa stór­aukna áhættu í för með sér þó að hann ráð­leggi „við­kvæmum hóp­um“ að bera grímur í miklum mann­fjölda.

Lýð­heilsu­fræð­ing­ur­inn Allyson Poll­ock telur áform John­son og rík­is­stjórnar hans, skyn­sam­leg. Hún segir hjarð­ó­næmi við það að nást. Einn helsti óvissu­þátt­ur­inn nú um stundir sé hversu lengi vörn sú sem bólu­efni gefi vari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent