Áforma vindorkugarð á flatlendu fuglasvæði í Meðallandi

Vindorkuvirkjun í Meðallandi var meðal þeirra kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákvað að taka ekki til umfjöllunar. Skipulagsferlið er þó komið af stað í hinni flatlendu sveit sem er skilgreind sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.

Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Auglýsing

Vind­orku­virkjun sem fyr­ir­tækið Qair Iceland er með á prjón­unum í Með­al­landi í Skaft­ár­hreppi, sem telja myndi á bil­inu 20-40 vind­myll­ur, var ekki tekin til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­unar sem lauk störfum í vor. Aðeins virkj­ana­kostir sem nægj­an­leg gögn fylgdu að mati stjórn­ar­innar voru teknir til umfjöll­un­ar. Ferli ramma­á­ætl­unar hefur setið fast í að verða fimm ár.

Þá liggur ekki fyrir stefnu­mörkun um nýt­ingu vind­orku í sveit­ar­fé­lag­inu Skaft­ár­hreppi en stefnt er mótun slíkrar stefnu við end­ur­skoðun aðal­skipu­lags sem á að vera lokið um mitt næsta ár. Umhverf­is­mats­ferli verk­efn­is­ins er komið af stað og Skipu­lags­stofnun aug­lýsti til­lögu fyr­ir­tæk­is­ins að mats­á­ætlun í vor, eitt skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu, og bíður nú við­bragða fram­kvæmda­að­ila við umsögnum og athuga­semdum sem bár­ust. Í kjöl­farið tekur stofn­unin ákvörðun um mats­á­ætl­un.

Á kynn­inga­fundi sem for­svars­menn verk­efn­is­ins héldu á Kirkju­bæj­ar­klaustri í vik­unni kom fram að þrátt fyrir stöðu máls­ins innan ramma­á­ætl­unar hefði verið ákveðið að halda áfram með verk­efnið og að von­ast sé til að frum­ats­skýrsla liggi fyrir í byrjun næsta árs og að álit Skipu­lags­stofn­unar verði svo gefið út um mitt það ár. Sögðu þeir að vandað yrði til allra rann­sókna og væru þær þegar hafn­ar. Nið­ur­staða þeirra muni svo ráða því hvort haldið verði áfram með verk­efnið með mót­væg­is­að­gerðum sem eft­ir­lits­stofn­anir sam­þykki.

Auglýsing

Land­vernd minnti í sínum athuga­semdum við drög að mats­á­ætlun á að virkj­anir sem eru 10 MW eða stærri eigi að fara inn í ferli ramma­á­ætl­un­ar. Virkj­unin í Með­al­landi yrði yfir 130 MW. Stjórn sam­tak­anna telur því „al­gjör­lega ótíma­bært“ að hefja und­ir­bún­ing að mati á umhverf­is­á­hrifum á grund­velli fram­lagðrar tíma­á­ætl­unar og „hvetur alla við­kom­andi aðila til að halda að sér höndum þar til hug­myndin hefur verið lögð fram, metin og raðað á grund­velli laga nr. 48/2011 um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un“.

Qair svarar þeirri gagn­rýni á þá leið að nú þegar séu nokkur vind­orku­verk­efni í vinnslu mats á umhverf­is­á­hrifum þar sem Skipu­lags­stofnun hefur veitt sam­þykki sitt á til­lögu að mats­á­ætlun þrátt fyrir að hafa ekki enn verið tekin til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar eða lent í bið­flokki til­lagna henn­ar. „Þessu verk­efni er hrundið af stað á þessum for­send­um.“

Qair áformar að reisa vind­orku­virkjun á Gríms­stöðum í Með­al­landi í Skaft­ár­hreppi, með heild­ar­afl í kringum 144 MW. Fyr­ir­huguð áform gera ráð fyrir 24-30 vind­myllum og að afl hverrar þeirra verði 6 MW. Gera má ráð fyrir að myll­urnar verði um 150-200 metrar á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkju­turn 74,5 metra hár.

Á kynn­ing­ar­fund­inum á Kirkju­bæj­ar­klaustri kom fram að ríkið ætti stærsta hluta, eða um 90 pró­sent, jarð­ar­innar Gríms­staða og að samn­inga­við­ræður við full­trúa þess stæðu enn yfir.

Víð­áttu­miklir sandar og nóg af vindi

Með­al­land nær vestan frá Kúða­fljóti og austur að Land­broti og Skaftá, suður af Eld­hrauni. Ein­kenni sveit­ar­innar eru víð­áttu­miklir sandar næst sjó og mikil mela­lönd. Fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði er flatt og víð­feðmt. Langt er í næstu fjöll og lítið sem skyggir á sýn til svæð­is­ins frá næstu bæjum og veg­um. Þetta gerir svæðið til­valið fyrir vind­orku­ver að sögn fram­kvæmda­að­ila en að sama skapi munu myll­urn­ar, verði þær reist­ar, sjást víða að.

Qair Iceland ehf (áður Quadran Iceland Develop­ment ehf.) er dótt­ur­fé­lag franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair SA. Fram­kvæmda­stjóri þess er Frið­jón Þórð­ar­son. Vind­orku­verið á jörð­inni Gríms­stöðum í Með­al­landi var einn af þeim 34 virkj­ana­kostum í vind­orku sem bár­ust verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Af þeim voru níu á vegum Qair en sam­an­lagt afl þeirra hug­mynda er um 800 MW. Hins vegar mat stjórnin það svo að nægj­an­leg gögn hefðu aðeins fylgt fimm kost­anna. Vind­orku­virkjun í Með­al­landi var ekki þeirra á með­al.

Staðsending hins fyrirhugaða vindorkuvers í Meðallandi Mynd: Tillaga að matsáætlun

Qair Iceland er nú þegar með tvö önnur verk­efni á sviði vind­orku í gangi á Íslandi. Annað er vind­orku­garður á Sól­heimum á Lax­ár­dals­heiði sem verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar leggur til að fari í bið­flokk. Hitt er vind­orku­garður á Hnota­steini á Mel­rakka­sléttu sem stjórnin tók ekki til efn­is­legrar með­ferð­ar. Hins vegar er í gangi vinna að mati á umhverf­is­á­hrifum fyrir bæði verk­efn­in.

Land Gríms­staða í Með­al­landi nær yfir 1.622 hekt­ara svæði í Skaft­ár­hreppi. Frá vega­mótum við þjóð­veg 1 eru um 44 kíló­metrar til vest­urs að Vík í Mýr­dal. Nokkrir bæir eru í Með­al­landi. Stysta fjar­lægð frá landa­mörkum Gríms­staða í næsta bæ í vestur er um 2 kíló­metr­ar. Norðan við land Gríms­staða eru tveir bæir og eru um 350 metrar í bæinn sem er nær landi Gríms­staða.

Varp­svæði álfta og mik­il­væg far­leið fugla

Land­svæðið sem hin fyr­ir­hug­aða virkjun myndi rísa á er skil­greint sem mik­il­vægt fugla­svæði (e. Import­ant Birds Area) (IBA) og er talið alþjóð­lega mik­il­vægt varp­svæði álftar og vetr­ar­dval­ar­staður guland­ar. Sam­kvæmt flokkun Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands fara auk þess margir vatna- og sjó­fuglar um svæðið bæði vor og haust. Fugla­lífið er einmitt meðal þess sem gagn­rýni á vind­orku­virkj­un­ina gengur einna helst út á.

Haukur Ein­ars­son, sér­fræð­ingur hjá verk­fræði­stof­unni Mann­viti sem gerði til­lögu að mats­á­ætlun fyrir Qair Iceland, sagði á kynn­ing­ar­fund­inum á Klaustri að sér­stök áhersla yrði lögð á fugla­rann­sóknir þar sem fuglar væru „sá umhverf­is­þáttur sem rann­saka þarf hvað ítar­leg­ast þegar vind­myllur eiga í hlut. Sér í lagi hér, þar sem fram­kvæmda­svæðið er á svæði sem er skil­greint sem mik­il­vægt fugla­svæð­i.“ Segir hann rann­sókn­irnar ítar­leg­ar, tíma­frekar og í þeim yrði „engu til spar­að“.

„Það er gríð­ar­lega mikið af gæs þarna í Með­al­land­in­u,“ sagði Frið­jón fram­kvæmda­stjóri Qair Iceland á fund­in­um. „Það er eig­in­lega ótrú­legt að sjá þetta.“ Hann sagði ýmsan búnað til sem ætlað væri að fæla fugla frá, sem sendi m.a. hljóð­bylgjur þegar fuglar nálg­ast. Þá hefði sums­staðar verið gripið til þess ráðs að mála einn spaða hverrar myllu svartan til að vekja athygli fugla á þeim. Í Marokkó hafi svo ítr­ustu mót­væg­is­að­gerðir jafn­vel falist í því að stöðva vind­myllur á þeim tíma­bilum sem far­flug fugla er hvað mest. „Þetta er eitt­hvað sem við þurfum að skoða út í hörgul enda er alveg ótrú­lega mikið af gæs þarna. Þetta er í mjög nákvæmri skoðun hjá okk­ur.“

Á hinu fyrirhugaða framkvæmdasvæði er að finna mikilvægt fuglasvæði.  Mynd: Eldvötn

Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að ýmsar rann­sóknir séu fyr­ir­hug­aðar af hálfu fram­kvæmda­að­ila á fugla­lífi á svæð­inu, m.a. í formi vett­vangs­rann­sókna. Þá stendur yfir rat­sjár­rann­sókn til að skrá­setja komu- og brott­far­ar­tíma far­fugla og leiðir varp­fugla dags og nætur og munu þær standa fram í nóv­em­ber, þ.e. í sam­fellt átta mán­uði sam­kvæmt ráð­legg­ingum Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar. Stofn­unin bendir í sinni umsögn m.a. á að mögu­leg lega teng­ingar við flutn­ings­kerfi raf­orku myndi fara yfir eld­hraun sem njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Að mati stofn­un­ar­innar ætti heild­ar­fram­kvæmd­in, þ.m.t. nauð­syn­leg teng­ing við flutn­ings­kerf­ið, að vera hluti af heild­ar­mati hinnar fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd­ar.

Ekki reist nema að kaup­andi sé tryggður

Qair segir í til­lögu sinni að með vind­orku­ver­inu á Gríms­stöðum yrði brugð­ist við auk­inni raf­orku­þörf á Íslandi og um leið bæta aðgengi á svæð­inu að raf­orku. Skiptar skoð­anir eru á því hvort að raf­orku­þörf muni aukast næstu árin þar sem ýmis teikn hafa verið á lofti í þeim efn­um. Í athuga­semdum bæði Land­verndar og Eld­vatna, er m.a. vakin athygli á því og svarar fram­kvæmda­að­ili með því að leggja áherslu á að „vind­orku­verið á Gríms­stöðum verði aðeins byggt ef búið er að tryggja kaup á raf­orku“. Á fund­inum sagði Frið­jón að Qair væri að íhuga „mjög alvar­lega“ upp­setn­ingu verk­smiðju til að fram­leiða vetni á Íslandi „en eins og staðan er núna er eig­in­lega engin orka til í land­in­u“.

Auglýsing

Ingi­björg Eiríks­dótt­ir, for­maður Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi, sagð­ist vera ósátt við svar for­svars­manna verk­efn­is­ins við athuga­semd sam­tak­anna við til­lögu að mats­á­ætl­un, er varðar nátt­úru­vernd­ar­lög­in, en í þeim komi skýrt fram að ákveðin svæði og nátt­úru­fyr­ir­bæri njóti sér­stakrar verndar og að þeim beri ekki að raska nema að brýna nauð­syn beri til. Benti hún sér­stak­lega á vot­lendið í Með­al­land­inu sem væri ein­stakt og stórt búsvæði margra fugla­teg­unda. Frið­jón svar­aði því til að á Íslandi væri vissu­lega mjög mikið af mik­il­vægum fugla­svæðum sem þýddi í hans huga að fara bæri í mjög ítar­legar rann­sóknir á við­kom­andi svæði og ef þær sýndu lítil áhrif af fram­kvæmd feng­ist leyfi. Í því rann­sókn­ar­ferli væri verk­efnið núna. Þegar nið­ur­staða rann­sókna lægi fyrir kæmi í ljós hvort að hægt væri að fara í fram­kvæmd­ina og hvort að mót­væg­is­að­gerðir dygðu til. Ef ekki yrði eng­inn vind­myllu­garður reistur í Með­al­landi. Ingi­björg seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann fagna orðum þeirra um að nið­ur­staða rann­sókna á t.d. fugla­lífi verði látin ráða úrslit­um.

Ingi­björg bendir þó á að þrátt fyrir það sem hún kallar „fall­ein­kunn“ Skipu­lags­stofn­unar í áliti á annarri virkj­un­ar­fram­kvæmd, Hnútu­virkjun í Hverf­is­fljóti, hafi sveit­ar­stjórn ákveðið greiða götu hennar áfram og aug­lýsa skipu­lags­til­lög­ur, sem sé afger­andi stefnu­mót­andi ákvörð­un. Hún segir að ábyrgð sveit­ar­stjórna í skipu­lags­málum sé rík, og gagn­rýnir harð­lega slíka stjórn­sýslu í fámennu en land­miklu sveit­ar­fé­lagi líkt og hér um ræð­ir. Þriggja manna meiri­hluti Sjálf­stæð­is­manna í Skaft­ár­hreppi, með 141 atkvæði á bak við sig, beri skipu­lags­á­byrgð á um 7 pró­sentum Íslands; svæði sem sé „stút­fullt“ af fyr­ir­bærum sem njóti sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Slíkt fyr­ir­komu­lag hljóti að vera umhugs­un­ar­vert.

Á þetta benti hún á fund­inum og Frið­jón svar­aði því m.a. til að allir gerðu sér grein fyrir því að risa­stórir turnar í Með­al­landi myndu hafa ein­hver áhrif á umhverfið en að reynt yrði að hafa þau sem minnst og í sem mestri sátt við nær­sam­fé­lag­ið.

Yfirlitsmynd sem sýnir mögulega staðsetningu vindmylla og hugsanlegar leiðir jarðstrengs. Mynd: Tillaga að matsáætlun

Ramma­á­ætlun í algjörum hnút

Í haust verða fimm ár liðin síðan að verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar skil­aði sínum loka­til­lögum um flokkun virkj­ana­kosta til umhverf­is­ráð­herra. Þær voru teknar óbreyttar upp í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram þá um haust­ið. Sá áfangi hefur hins vegar enn ekki verið afgreiddur á Alþingi en til­lagan var enn á ný lögð fram, óbreytt, í des­em­ber. Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga áætl­un­ar­innar lauk svo störfum í vor og vegna allrar þeirrar óvissu sem skap­ast hefur um ramma­á­ætl­un, m.a. vegna tafa á fyrri áfanga, náði hún ekki að ljúka vinnu sinni að fullu. Þess í stað skil­aði hún af sér drögum að til­lögu um flokkun aðeins þrettán virkj­ana­kosta og svæða. Á fjórða tug hug­mynda að vind­orku­virkj­unum bár­ust verk­efn­is­stjórn­inni. „Verk­efn­is­stjórn telur brýnt að sett verði heild­ar­stefna um virkjun vind­orku hér á landi og tekin ígrunduð ákvörðun um hvort afmarka eigi fá vel skil­greind svæði fyrir vind­myllur eða setja því litlar skorður hvar vind­orku­ver fá að rísa. Nú er ein­stakt tæki­færi að setja slíka stefnu áður en fram­kvæmdir hefj­ast víða um land,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, í til­lögu­drög­unum sem skilað var 1. apr­íl.

Nú er í und­ir­bún­ingi breyt­ing á lögum um ramma­á­ætlun hvað snertir máls­með­ferð vind­orku. Til­gangur þeirra er að taka af allan vafa um hvort slíkar virkj­anir eigi að fara til með­ferðar í áætl­un­inni. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli,“ skrif­aði Guð­rún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent