Al­þingi Íslend­inga eigi að treysta kjós­endum

Tveir þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar gerðu svar forsætisráðherra varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB frá því í gær að umtalsefni á þinginu í dag og gagnrýndu hana fyrir svörin. „Hvað er að óttast?“ spurði önnur þeirra.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar telja að Íslend­ingar eigi að fá að kjósa sjálfir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um það hvort halda eigi áfram með aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) eins og þings­á­lyktun Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar segir til um.

Þær fjöll­uðu báðar um málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag, sem og svar Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­sonar for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í gær.

Þór­hildur Sunna sagði í sinni ræðu að það hefði verið áhuga­vert að heyra svar for­sæt­is­ráð­herr­ans. „Spurð að því hvort hún styddi að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálf­sagt að efna til slíkrar atkvæða­greiðslu en bara ef fyrir lægi aug­ljós meiri hluti meðal þing­manna fyrir aðild að sam­band­in­u.“

Auglýsing

Upp­suða af „aumri afsök­un“ Bjarna

Þing­mað­ur­inn sagði að þetta svar væri upp­suða af aumri afsökun fjár­mála­ráð­herr­ans, Bjarna Bene­dikts­son­ar, fyrir því að „hafa svikið lof­orð“ sem hann gaf kjós­endum sínum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sama mál fyrir kosn­ingar 2013, þar sem hann tal­aði um póli­tískan ómögu­leika.

„Sá ómögu­leiki fólst í því að hann og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins voru á móti ESB-að­ild og þar af leið­andi var ómögu­legt að standa við gefin lof­orð og leyfa ein­hverju jafn ómerki­legu og þjóð­ar­vilja að ráða för í þessu risa­vaxna hags­muna­máli allrar þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hún.

Þarf að efna til opinn­ar, fræð­andi og mál­efna­legrar umræðu

Þá telur Þór­hildur Sunna að svar for­sæt­is­ráð­herr­ans frá því í gær sé sér­stak­lega áhuga­vert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en ára­tug segj­ast fleiri fylgj­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem eru and­víg­ir.

„Leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar eru því þeirrar skoð­unar að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur séu ein­ungis not­hæfar og fram­kvæm­an­legar ef meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Raunar hefur fjár­mála­ráð­herra gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru við­horfs­breyt­ingu gagn­vart aðild að ESB ósmekk­lega vegna stríðs­á­stands í Evr­ópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjós­enda til að styrkja sam­starf Íslands við önnur frið­elsk­andi ríki í álf­unn­i.“

Sam­kvæmt Þór­hildi Sunnu líta Píratar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós og þess vegna hefðu þau, í sam­vinnu við Sam­fylk­ingu og Við­reisn, lagt fram til­lögu um að efnt skuli til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður við ESB fyrir lok árs. „Auð­vitað þarf að efna til opinn­ar, fræð­andi og mál­efna­legrar umræðu. Leiði sú afstaða í ljós að farið skuli af stað í aðild­ar­við­ræður skal það gert alger­lega óháð því hvað ein­stökum þing­mönnum eða flokkum finnst um þá afstöð­u.“

Mis­tök að bera ákvörð­unin ekki undir þjóð­ina á sínum tíma

Þór­unn hóf sína ræðu á því að nefna fyrr­nefnda til­lögu Pírata, Sam­fylk­ing­ar­innar og Við­reisn­ar. „Eins og allir hér vita sam­þykkti Alþingi árið 2009 að hefja aðild­ar­við­ræður við ESB. Þá var sú ákvörðun ekki borin undir þjóð­ina og ég ætla að fá að segja það hér að ég er sam­mála hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra sem sagði úr þessum ræðu­stóli í gær að það hefðu verið mis­tök að gera það ekki þá.“

Hún sagð­ist þó ekki draga sömu álykt­anir aðrar af stöð­unni eins og for­sæt­is­ráð­herra. „Al­þingi Íslend­inga á að treysta kjós­endum fyrir þess­ari ákvörðun og bera undir þá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hvort taka eigi upp þráð­inn í aðild­ar­við­ræð­unum við Evr­ópu­sam­band­ið. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla myndi rjúfa kyrr­stöð­una sem ríkt hefur í Evr­ópu­málum í tæp­lega ára­tug hér á land­i.“

Hvað er að óttast?

Benti Þór­unn á að Alþingi hefði aldrei sam­þykkt til­lögu um að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka og að fram­kvæmda­stjórn ESB liti svo á að við­ræð­unum hefði aldrei verið slitið þrátt fyrir bréfa­skrif þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Gunn­ars Braga Sveins­son­ar.

„Það er því hægur vandi að taka upp þráð­inn í við­ræð­un­um. Hvers vegna skyldu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ótt­ast það svo mjög að spyrja þjóð­ina hvort við eigum að halda áfram og taka upp þráð­inn í aðild­ar­við­ræð­un­um? Hvað er að óttast? Hvers vegna eru stjórn­ar­flokk­arnir fastir í for­tíð og kyrr­stöðu í Evr­ópu­mál­unum þegar fram­tíðin blasir við og allar þjóðir í Evr­ópu eru að end­ur­skoða í grund­vall­ar­at­riðum örygg­is­hags­munir sína og þjóð­ar­hags­munir sína, og nægir að nefna Þýska­land, Sví­þjóð og Finn­land í því efn­i?“­spyr hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent