Amazon opnar fyrstu verslun sína í raunheimum

amazon.jpg
Auglýsing

Amazon,  stærsta inter­net­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna og eitt það stærsta í heim­in­um, ætlar að opna verslun í New York fyrir kom­andi jól. Það þyk­ir, væg­ast sagt, sæta tíð­indum enda snérist upp­runa­legt við­skipta­módel Amazon, bóka­búð á net­inu, um að neyt­endur ættu að geta pantað sér allar bækur sem þeim þyrstir í heim að dyrum fyrir lægra verð en smá­sal­inn rukkar þá. Versl­un­in, sem verður stað­sett á 34. stræti, milli flagg­skips­versl­unar Macy´s í borg­inni og Emp­ire State-­bygg­ing­ar­inn­ar, verður fyrsta versl­unin í raun­heimum sem netris­inn opn­ar. Frá þessu er greint í The Wall Street Journal.

Amazon hefur auð­vitað vaxið gríð­ar­lega síðan að vef­síða fyr­ir­tæk­is­ins, sem stofnað var af Jeff Bezos árið 1994, var sett í loftið fyrir 19 árum. Fyr­ir­tækið fram­leiðir nú meðal ann­ars ýmsar vörur á borð við snjall­síma og lestr­ar­tölvur undir vöru­línu­heit­unum Fire og Kindle og rekur eitt háþró­að­asta vöru­húsa- og heim­send­inga­kerfi heims­ins. Það er líka orðið ansi langt síðan að Amazon seldi bara bæk­ur. Velta fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2013 nam 75,5 millj­örðum dala, eða rúm­lega 9.100 millj­arðar króna. Það er rúm­lega fimm sinnum þjóð­ar­fram­leiðsla Íslands í fyrra.

For­svars­menn Amazon segja að opnun versl­un­ar­innar sé  ein­ungis til­raun og að ekki sé um stefnu­breyt­ingu að ræða. Versl­unin muni þjóna hlut­verki lít­ils vöru­húss, við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins muni geta sótt pant­anir þangað og skilað vörum líkt og þeir geta nú þegar í vöru­húsum Amazon sem stað­sett eru víðs­vegar um heim­inn. Auk þess verði versl­unin notuð til að sýna Kindle og Fire vöru­línur fyr­ir­tæk­is­ins.  Erlendir frétta­miðlar virð­ast hins vegar margir vera á þeirri skoðun að opn­unin sé ein­ungis fyrsta skrefið af mörgum í inn­reið Amazon í raun­heima­verslun til að keppa við sam­keppn­is­að­ila á borð við App­le, sem rekur versl­anir með vörur sínar út um allan heim. Vöru­þróun fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farin miss­eri (tæki til að auð­kenna varn­ing, korta­les­ari til að kaupa varn­ingin osfr.) und­ir­striki þá kenn­ingu.

Auglýsing

Versl­unin á að opna fyrir jóla­ver­tíð­ina.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu“.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None