Árið 2015 stefnir í að verða hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Nú þegar hafa þrír mánuðir bætt mánaðarmeðaltöl hitastigs í heiminum. Hlýjasta ár sögunnar hingað til var í fyrra.
Nýliðinn júnímánuður er meðal þeirra mánuða þar sem meðalhiti var hærri en fyrra hitamet, samkvæmt stærstu veðurstofum í heimi. Það eru veðurstofa Geimferðarstofnunar Bandaríkjanna, Loftslagsstofnun Japan og sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna.
Fyrstu sex mánuðir ársins eru samanlagt þeir hlýjustu sem mældir hafa verið, sem eykur líkurnar á því að árið 2015 muni bæta hitametið sem sett var í fyrra. Júní, til að mynda, var ekki aðeins hlýjasti júnímánuðurinn, heldur fjórði hlýjasti mánuður fyrir hvaða mánuð ársins, síðan mælingar hófust.
Loftslag árið 2014 og valin tilfelli
Smelltu á pinnana til að lesa um hvert afbrigði. Bláu blettirnir á kortinu sýna meðalköldustu bletti jarðar árið 2014. Kortið byggir á gögnum Veðurstofunnar, NOAA og AFP.
Að einhverju leyti má kenna veðurafbrigðinu El Niño sem nú er að myndast í Kyrrahafi. Veðurafbrigðið verður til annað hvert ár og á það til að auka meðalhita á allri plánetunni. Áhrif El Niño geta hins vegar ekki ein skýrt þessar miklu hitabreytingar sem nú eiga sér stað.
Til dæmis hafa 14 af 15 hlýjustu árum síðan mælingar hófust á seinni hluta 19. aldar verið á þessari öld; eftir árið 2000. Kjarninn fjallaði um það í febrúar, þegar ársmeðaltal ársins 2014 lá fyrir, að öll ár 21. aldarinnar hafi nú raðað sér á lista fimmtán hlýjustu ára sögunnar. Aðeins árið 1998 kemst einnig á þann lista.