AstraZeneca mætir áfram andstreymi

Ekkert bendir til þess að blóðtappi sé algengari hjá fólki sem fengið hefur bóluefni AstraZeneca en vænta má í samfélagi almennt. Ísland er í hópi landa sem stöðvað hafa bólusetningu með efninu þar til ítarrannsókn Lyfjastofnunar Evrópu liggur fyrir.

Fimm milljónir manna í Evrópu hafa fengið bóluefni AstraZeneca.
Fimm milljónir manna í Evrópu hafa fengið bóluefni AstraZeneca.
Auglýsing

Í kjöl­far and­láts hjúkr­un­ar­fræð­ings í Aust­ur­ríki og sex­tugrar konu í Dan­mörku, sem bæði höfðu skömmu fyrr verið bólu­sett með bólu­efni Astr­aZeneca, vildu dönsk yfir­völd láta taka af allan vafa um hvort bólu­efnið ætti þar sök, væri að valda blóð­tapp­anum sem dró fólkið til dauða, og ákváðu að stöðva tíma­bundið bólu­setn­ingu Dana með efn­inu. Fleiri ríki fylgdu í kjöl­farið og hafa Aust­ur­ríki, Eist­land, Lit­há­en, Lúx­em­borg, Lett­land, Ítal­ía, Nor­egur og Ísland nú tíma­bundið hætt notkun bólu­efn­is­ins ýmist alfarið eða úr ákveð­inni fram­leiðslu­lotu. Lönd utan ESB hafa einnig gert slíkt hið sama, m.a. Taíland.

Áður höfðu mörg ríki ESB hætt að gefa bólu­efnið eldra fólki. Var það m.a. gert hér á landi.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í þessum lönd­um, sem og Lyfja­stofnun Evr­ópu sem hefur hafið ítar­rann­sókn á mál­inu, telja ekk­ert benda til þess að þau dauðs­föll sem orðið hafa vegna blóð­tappa skömmu eftir bólu­setn­ingu megi rekja beint til bólu­efn­is­ins.

Auglýsing

Allt byrj­aði þetta þann 7. mars er yfir­völd í Aust­ur­ríki til­kynntu að þau hefðu stöðvað bólu­setn­ingu með bólu­efni Astr­aZeneca úr ákveð­inni fram­leiðslu­lotu. Þá hafði ein mann­eskja, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sem nýlega fékk bólu­setn­ingu með efn­inu lát­ist og önnur mann­eskja orðið veik. Um blóð­tappa var að ræða í báðum til­vik­um.

Fram­leiðslu­lotan hafði verið afhent sautján Evr­ópu­ríkj­um, m.a. Íslandi, og taldi hún um eina milljón skammta. Ítölsk yfir­völd höfðu ekki fengið bólu­efni úr þess­ari til­teknu lotu en ákváðu engu að síður að stöðva tíma­bundið bólu­setn­ingu úr annarri lotu eftir tvö dauðs­föll. Báðir ein­stak­ling­arnir sem lét­ust bjuggu á Sikiley og annar þeirra var 43 ára. Hann fékk hjarta­á­fall og fannst lát­inn á heim­ili sínu dag­inn eftir að hann var bólu­sett­ur. Hinn var fimm­tugur lög­reglu­mað­ur. Hann hafði einnig fengið bólu­efni úr sömu fram­leiðslu­lotu Astr­aZeneca.

Lyfja­stofnun Evr­ópu sagði í yfir­lýs­ingu í gær að henni hefðu borist til­kynn­ingar um þrjá­tíu til­felli af blóð­tappa hjá fólki sem fengið hafði bólu­efni Astr­aZeneca. Fimm millj­ónir íbúa innan ESB hafa verið bólu­settir með því. Stofn­unin sagði að til­felli blóð­tappa hjá þeim sem fengið höfðu bólu­efnið væru ekki fleiri en meðal almenn­ings almennt og að ekk­ert benti til að bólu­efnið væri að valda blóð­tappa.

Engu að síður er sér­stök örygg­is­nefnd stofn­un­ar­innar nú að rann­saka málið frekar, m.a. sér­stak­lega ákveðnar fram­leiðslu­lotur bólu­efn­is­ins.

Í yfir­lýs­ingu frá Astr­aZeneca sem send var út í gær­kvöldi segir að við grein­ingu á gögnum er varða 10 millj­ónir manna sem bólu­settir hafa verið með efni fyr­ir­tæk­is­ins sé ekk­ert sem bendi til að það auki hætt­una á blóð­tappa. Í reynd sé blóð­tappi fágæt­ari meðal bólu­settra en almennt megi búast við í sam­fé­lög­um.

Bendir fyr­ir­tækið á að í þriðja fasa klínískra rann­sókna hafi öryggi bólu­efnis þess verið rann­sakað gaum­gæfi­lega.

Til­viljun eða auka­verk­un?

Þó að nokkur lönd hafi gripið til þeirra var­úð­ar­ráð­staf­ana að stöðva bólu­setn­ingu með bólu­efni Astr­aZeneca tíma­bundið á meðan frek­ari rann­sóknir verða gerð­ar, eru löndin sem það hafa ekki gert enn fleiri. Stephen Evans, pró­fessor í lyfja­fræði við London School of Hygi­ene and Tropical Med­icine, segir við Polit­ico að þessar var­úð­ar­ráð­staf­an­ir, sem gripið var skyndi­lega til, geti skapað erf­ið­leika við að greina á milli sann­ar­legra auka­verk­ana og til­vilj­ana.

Hann segir að þessi nálgun sé kannski rétt­læt­an­leg þegar eng­inn skortur er á öðrum bólu­efnum en ef aðgerð­irnar verða til þess að bólu­setn­ing­ar­her­ferðir tefj­ist, m.a. bólu­setn­ingar við­kvæmra hópa, þá hafi slíkar var­úð­ar­ráð­staf­anir öfug áhrif.

AstraZeneca bóluefnið hefur verið gefið um 11 milljón Bretum. Mynd: EPA

Meira en ell­efu millj­ónir skammtar af bólu­efni Astr­aZeneca hafa verið gefnir í Bret­landi. Í nýj­ustu skýrsl­unni sem gefin er út viku­lega um auka­verk­an­ir, kemur fram að þrjú dauðs­föll og 45 til­felli veik­inda vegna blóð­tappa hafi verið skráð hjá þeim sem fengið hafa bólu­efni Astr­aZeneca. Í til­felli bólu­efnis Pfiz­er-BioNtech hefur eitt dauðs­fall og 48 til­felli veik­inda vegna blóð­tappa verið til­kynnt.

„Til­kynn­ingar um blóð­tappa sem við höfum þegar fengið eru ekki fleiri en vænta má almennt í sam­fé­lag­in­u,“ segir Philip Bryan, sem fer fyrir bólu­efna­sviði bresku lyfja­stofn­un­ar­inn­ar. Spurður um við­brögð Dana, að hætta að nota bólu­efnið tíma­bund­ið, ítrekar hann að öryggið eigi alltaf að vera efst á baugi. „Við fylgj­umst náið með gangi mála en þau gögn sem fyrir liggja stað­festa ekki að bólu­efn­inu sem um að kenna.“

Annað bakslag

Fyr­ir­tækið hefur nú aftur til­kynnt að það geti ekki afhent umsamdan fjölda skammta af bólu­efn­inu til Evr­ópu­sam­bands­ins. Fyrir ára­mót gerði dreif­ing­ar­á­ætlun ráð fyrir 80-100 milljón skömmtum fyrir lok mars. Í jan­úar kom hins vegar í ljós að tafir í fram­leiðslu hefðu orðið til þess að skammt­arnir sem ESB fengi yrðu aðeins um 30 millj­ón­ir. Fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins ærð­ist yfir þessum tíð­indum og sagði fyr­ir­tækið hafa brotið gerða samn­inga. Vís­aði hún þá meðal ann­ars til þess að á meðan aðeins brot af skömmtum myndu ber­ast á réttum tíma til ESB-­ríkja væri dreif­ing­ar­á­ætlun fyrir Bret­land óbreytt.

Astr­aZeneca brást við með því að lofa 40 milljón skömmtum fyrir mars­lok.

En nú er ljóst að enn þarf að draga í land. Og að skammt­arnir verða ekki fleiri en 30 þús­und. Aðeins hafa um 11 milljón skammtar verið afhentir og nokkuð er liðið á mán­uð­inn. Fyr­ir­tækið segir að ESB geti svo vænst 20 milljón skammta til í apr­íl.

„Ég sé við­leitni en ég sé ekki mikla við­leitn­i,“ skrif­aði Thi­erry Breton, sem fer fyrir innri mark­aðs­málum í fram­kvæmda­stjórn ESB, á Twitter í gær­kvöldi. „Þetta er enn ekki nóg hjá Astr­aZeneca til að mæta skuld­bind­ingum sínum fyrir fyrsta árs­fjórð­ung.“ Hann hvatti stjórn fyr­ir­tæk­is­ins til að gera allt sem í hennar valdi stæði til að upp­fylla skyldur fyr­ir­tæk­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar