Áttfaldur munur of mikill en það eru jákvæð skref í þró­un­inni

Munur á greiðslum til karla- og kvennaliða í efstu deild í knattspyrnu mætti vera minni en formaður KSÍ segir þróunina vera á réttri leið. „Ég ætla að vera von­góð og trúa því að þetta sé það sem koma skal og að þessar tölur muni bara hækk­a.“

„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Auglýsing

KSÍ hefur lítið að segja um skipt­ingu rétt­inda­greiðslna til liða í efstu deildum karla og kvenna í knatt­spyrnu en Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, for­maður KSÍ, segir að hægt sé að greina jákvæð skref. Kvenna­lið fengu til að mynda í fyrsta sinn greiðslur fyrir sjón­varps­rétt­indi á síð­ustu leik­tíð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í máli Vöndu í nýlegu við­tali í Kjarn­anum þar sem hún fer yfir fyrsta rúma árið í starfi for­­manns KSÍ, gagn­rýn­ina sem virð­ist fylgja starf­inu og bar­áttu hennar fyrir jafn­­rétt­is­­málum innan og utan knatt­­spyrn­u­hreyf­­ing­­ar­inn­­ar.

Karla­lið frá 20 millj­ónir – Kvenna­lið fá 2,5 millj­ónir

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að karla­lið í Bestu deild­inni, efstu deild í knatt­spyrnu, fengu 20 millj­ónir króna í rétt­inda­greiðslur frá Íslenskum Topp­fót­bolta á síð­ustu leik­tíð en kvenna­lið í Bestu deild­inni fengu 2,5 millj­ónir króna.

Auglýsing

Íslenskur Topp­­fót­­bolti eru hags­muna­­sam­tök íþrótta­­fé­laga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knatt­­spyrnu. Alls eiga 29 félög, með mörg hund­ruð leik­­menn, aðild að Íslenskum Topp­­fót­­bolta. Um er að ræða rétt­inda­greiðslur sem snúa að sjón­­­varps­rétti, gagna­rétti og streym­is­rétti sem til­­­heyra liðum í Bestu deildum karla og kvenna. Skipt­ingin virð­ist ekki ráð­­ast af jafn­­rétt­is­­sjón­­ar­miðum þar sem karlar fengu átta sinnum hærri greiðslur en kvenna­lið frá Íslenskum Topp­­fót­­bolta fyrir síð­­asta keppn­is­­tíma­bil.

Birgir Jóhanns­son, fram­­kvæmda­­stjóri Íslensks Topp­­fót­­bolta, segir mark­aðs­­legar ástæður fyrir mun­inum en að það sé alfarið undir félög­unum sjálfum komið hvernig greiðsl­unni er skipt.

Klara Bjart­marz, fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ, sagði í skrif­­legu svari til Kjarn­ans í nóv­­em­ber að KSÍ hafi ekki haft vit­­neskju um skipt­ingu þeirra fjár­­­muna sem tryggðir eru með samn­ings­­­gerð Íslensks Topp­­­fót­­­bolta til aðild­­­ar­­­fé­lag­anna. Klara sagði KSÍ með­­vitað um samn­ings­um­­boðið sem Íslenskur Topp­­fót­­bolti hefur fyrir hönd þeirra félaga sem eru innan hags­muna­­sam­tak­anna en ekki komið að ákvarð­ana­tök­unni. Ábyrgðin á skipt­ingu greiðsln­anna sé alfarið hjá Íslenskum Topp­­fót­­bolta.

„Frá­­bært að fara frá núlli í tvær og hálfa millj­­ón“

Vanda hefur verið for­maður KSÍ í rúmt ár. Jafn­­rétt­is­­mál eru henni ofar­­lega í huga og í raun hennar hjart­ans mál og ein af ástæðum þess að hún ákvað að taka slag­inn sem for­­maður KSÍ. En hún segir KSÍ í raun lítið hafa um skipt­ingu greiðsln­anna að segja. „Þetta er ekki okk­­ar. Íslenskur Topp­­fót­­bolti ræður þessu, þar sem þeir fara með hag­nýt­ingu rétt­ind­anna. Ég veit að þeir byggja skipt­ing­una á því sem þeir fengu frá samn­ings­að­ilum sín­um, varð­andi virð­i,” segir Vanda.

Aðspurð hvort til­­efni sé til að end­­ur­­skoða samn­ings­um­­boðið sem Íslenskur Topp­­fót­­bolti hefur segir Vanda að ákveðið hafi verið á árs­­þingi KSÍ fyrir nokkrum árum að Íslenskur Topp­­fót­­bolti fengi hag­nýt­ingu mark­aðs­rétt­inda. „Þetta var sett inn í lög KSÍ og þannig er það bara.“

Þó mun­­ur­inn sé mik­ill segir Vanda að hægt sé að greina jákvæð skref í þró­un­inni, þetta sé til að mynda í fyrsta sinn sem kvenna­lið frá greiðslu fyrir sjón­­varps­rétt­indi.

„Ég bara vona og trúi að þetta verði meira næst. Í stað­inn fyrir að mála skratt­ann á vegg­inn og vera alltaf ein­hvern veg­inn nei­­kvæð þá er líka hægt að hugsa það þannig að það er frá­­­bært að fara frá núlli í tvær og hálfa millj­­ón. Jú, þetta gæti verið meira en þetta er byrj­­un­in.“

Þró­unin sé einnig á réttri leið í Evr­­ópu þar sem UEFA greiðir kvenna­liðum fyrir þátt­­töku í Evr­­ópu­keppni sem hefur ekki verið gert áður. Félögin í Bestu deild kvenna eru því að fá mun meiri fjár­­muni en áður hefur þekkst. „Ég reyni alltaf að sjá tæki­­færin og björtu hlið­­arn­­ar, og þetta er á leið­inni. Ég ætla að vera von­­góð og trúa því að þetta sé það sem koma skal og að þessar tölur muni bara hækk­­a.“

Vanda bendir einnig á að KSÍ sjái um skipt­ingu greiðslna í aðal­­keppni Mjólk­­ur­bik­­ar­s­ins og þar fá karla- og kvenna­liðin jafn háar greiðslur út frá árangri í keppn­inni, bæði hvað varðar verða­­launafé og sjón­­varps­greiðsl­­ur, sam­tals um 27 millj­­ónir króna. Reyndar er heild­­ar­­upp­­hæðin sem rennur til allra karla­lið­anna hærri en það stafar af því að mun fleiri karla­lið taka þátt.

„Ég vil að það sé kvart­að“

Anna Þor­­steins­dótt­ir, for­­maður Hags­muna­­sam­­taka knatt­­spyrn­u­kvenna, gefur lítið fyrir mark­aðs­­legar ástæður fyrir ójafn­­rétti innan knatt­­spyrn­u­hreyf­­ing­­ar­innar og sagði í sam­tali við Kjarn­ann í kjöl­far umfjöll­unar um skipt­ingu greiðslna í efstu deildum að knatt­­spyrn­u­­konur séu orðnar þreyttar á þeirri skýr­ingu. Vanda sýnir við­horfi Önnu fullan skiln­ing en segir málið snú­­ast um ákvarð­an­ir, ákvarð­­anir sem munu von­andi breyt­­ast í náinni fram­­tíð.

„Ég vona það og ætla að trúa því. Það er hægt að bölsót­­ast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða. Það er allt í lagi, ég er ekki að segja að það megi ekki kvarta og ég er sjálf búin að gera það í gegnum árin, oft. En við megum samt ekki gleyma skref­unum sem hafa verið tek­in,“ segir Vanda.

Rými til bæt­inga er samt sem áður til stað­­ar. „Það er bara partur af því sem ég vil sann­­ar­­lega gera, að laga allt sem þarf að laga. Og það er stefn­­an. Það er svo mik­ill með­­­byr,“ segir Vanda og nefnir EM á Englandi síð­­asta sumar þar sem hvert áhorf­enda­­metið var slegið á fætur öðru, rétt eins og í meist­­ara­­deild­inni í vor þar sem mættu yfir 90 þús­und manns á völl­inn, bæði á und­an­úr­slita­­leik og úrslita­­leik­inn.

„Allt tal um að kvenna­fót­bolti sé ekki áhuga­verður og að eng­inn hafi áhuga á hon­um, ég vísa því til föð­ur­hús­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent