Atvinnuleysi í síðasta mánuði var 3,8 prósent, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, samanborið við 4,7 prósent atvinnuleysi í ágúst 2014. Milli þessara mánaða jókst atvinnuþáttaka um 1,3 prósent og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda jókst einnig um tvö stig.
Að jafnaði voru 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í ágúst, sem jafngildir um 84,3 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 189.800 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit.
Auglýsing
atvinnuleysi ágúst 2015 | Create infographics
Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 195.300 í ágúst 2015 sem jafngildir 83,7% atvinnuþátttöku, sem er 1,8 prósentustigum hærri en hún var í júlí. Fjöldi atvinnulausra í ágúst var samkvæmt árstíðaleiðréttingu 8.200 sem er aukning um 500 manns frá því í júlí. Hlutfall atvinnulausra jókst úr 4% í júlí í 4,2% í ágúst.