Bandaríkin opna sendiráðið á Kúbu aftur eftir 54 ára lokun

obama_biden.jpg
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagði á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu í Was­hington í dag að Banda­ríkin hyggð­ust end­ur­nýja diplómat­ísk sam­skipti við stjórn­völd á Kúbu síðar í sum­ar. Banda­ríski fán­inn mun því blakta í Havana í fyrsta sinn síðan 1961. Reuter­s-frétta­stofan greinir frá.

Sendi­ráði Banda­ríkj­anna í Havana var lokað fyrir rúm­lega 54 árum en hafði þá aðeins starfað í 62 ár. Um leið var form­legum stjórn­mála­sam­skiptum milli land­anna slit­ið. Banda­ríkin hafa síðan 1977 rekið sendi­skrif­stofu í hús­næði sviss­neska sendi­ráðs­ins.

„Fyrir ári síðan þótti það lang­sótt að Banda­ríkin gætu ein­hvern­tíma híft fána okkar að húni í Havana,“ sagði Obma í Hvíta hús­inu í morg­un. „Þetta er sögu­legt skref framá­við að mark­miði okkar um að gera sam­skipti okkar við Kúbu eðli­legri.“

Auglýsing

Banda­ríkja­þing hefur enn ekki sam­þykkt til­lögur Obama um að aflétta við­skipta­bann­inu á Kúbu og for­set­inn nýtti tæki­færði og brýndi fyrir þing­inu að gera það sem fyrst. Hann sagði jafn­framt að þrátt fyrir form­leg sam­skipti myndu stjórn­völd í Was­hington ekki hætta að minna Kúbverja á mann­rétt­inda­brot þeirra.

Stjórn­völd á Kúbu hafa hins vegar farið fram á það við stjórn Obama að banda­ríski her­inn skili land­inu við Guant­ana­mo-flóa þar sem her­inn rekur her­stöð og fanga­búð­ir. Þá óskaði Kúbu­stjórn eftir því í dag, mið­viku­dag, að Banda­ríkin hætti sjón­varps- og útvarps­út­send­ingum sínum á Kúbu sem þeir segja vera í áróð­urs­skyni.

CUBA USA Stjórn­mála­sam­bandi við Kúbu var slitið árið 1961 þegar Kúbu­deilan stóð sem hæst og bar­átta Banda­ríkj­anna og Johns F. Kenn­edy, Banda­ríkja­for­seta, gegn komm­ún­isma var í algleym­ing­i.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None