Bandaríkin opna sendiráðið á Kúbu aftur eftir 54 ára lokun

obama_biden.jpg
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagði á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu í Was­hington í dag að Banda­ríkin hyggð­ust end­ur­nýja diplómat­ísk sam­skipti við stjórn­völd á Kúbu síðar í sum­ar. Banda­ríski fán­inn mun því blakta í Havana í fyrsta sinn síðan 1961. Reuter­s-frétta­stofan greinir frá.

Sendi­ráði Banda­ríkj­anna í Havana var lokað fyrir rúm­lega 54 árum en hafði þá aðeins starfað í 62 ár. Um leið var form­legum stjórn­mála­sam­skiptum milli land­anna slit­ið. Banda­ríkin hafa síðan 1977 rekið sendi­skrif­stofu í hús­næði sviss­neska sendi­ráðs­ins.

„Fyrir ári síðan þótti það lang­sótt að Banda­ríkin gætu ein­hvern­tíma híft fána okkar að húni í Havana,“ sagði Obma í Hvíta hús­inu í morg­un. „Þetta er sögu­legt skref framá­við að mark­miði okkar um að gera sam­skipti okkar við Kúbu eðli­legri.“

Auglýsing

Banda­ríkja­þing hefur enn ekki sam­þykkt til­lögur Obama um að aflétta við­skipta­bann­inu á Kúbu og for­set­inn nýtti tæki­færði og brýndi fyrir þing­inu að gera það sem fyrst. Hann sagði jafn­framt að þrátt fyrir form­leg sam­skipti myndu stjórn­völd í Was­hington ekki hætta að minna Kúbverja á mann­rétt­inda­brot þeirra.

Stjórn­völd á Kúbu hafa hins vegar farið fram á það við stjórn Obama að banda­ríski her­inn skili land­inu við Guant­ana­mo-flóa þar sem her­inn rekur her­stöð og fanga­búð­ir. Þá óskaði Kúbu­stjórn eftir því í dag, mið­viku­dag, að Banda­ríkin hætti sjón­varps- og útvarps­út­send­ingum sínum á Kúbu sem þeir segja vera í áróð­urs­skyni.

CUBA USA Stjórn­mála­sam­bandi við Kúbu var slitið árið 1961 þegar Kúbu­deilan stóð sem hæst og bar­átta Banda­ríkj­anna og Johns F. Kenn­edy, Banda­ríkja­for­seta, gegn komm­ún­isma var í algleym­ing­i.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None