Bandaríkin opna sendiráðið á Kúbu aftur eftir 54 ára lokun

obama_biden.jpg
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagði á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu í Was­hington í dag að Banda­ríkin hyggð­ust end­ur­nýja diplómat­ísk sam­skipti við stjórn­völd á Kúbu síðar í sum­ar. Banda­ríski fán­inn mun því blakta í Havana í fyrsta sinn síðan 1961. Reuter­s-frétta­stofan greinir frá.

Sendi­ráði Banda­ríkj­anna í Havana var lokað fyrir rúm­lega 54 árum en hafði þá aðeins starfað í 62 ár. Um leið var form­legum stjórn­mála­sam­skiptum milli land­anna slit­ið. Banda­ríkin hafa síðan 1977 rekið sendi­skrif­stofu í hús­næði sviss­neska sendi­ráðs­ins.

„Fyrir ári síðan þótti það lang­sótt að Banda­ríkin gætu ein­hvern­tíma híft fána okkar að húni í Havana,“ sagði Obma í Hvíta hús­inu í morg­un. „Þetta er sögu­legt skref framá­við að mark­miði okkar um að gera sam­skipti okkar við Kúbu eðli­legri.“

Auglýsing

Banda­ríkja­þing hefur enn ekki sam­þykkt til­lögur Obama um að aflétta við­skipta­bann­inu á Kúbu og for­set­inn nýtti tæki­færði og brýndi fyrir þing­inu að gera það sem fyrst. Hann sagði jafn­framt að þrátt fyrir form­leg sam­skipti myndu stjórn­völd í Was­hington ekki hætta að minna Kúbverja á mann­rétt­inda­brot þeirra.

Stjórn­völd á Kúbu hafa hins vegar farið fram á það við stjórn Obama að banda­ríski her­inn skili land­inu við Guant­ana­mo-flóa þar sem her­inn rekur her­stöð og fanga­búð­ir. Þá óskaði Kúbu­stjórn eftir því í dag, mið­viku­dag, að Banda­ríkin hætti sjón­varps- og útvarps­út­send­ingum sínum á Kúbu sem þeir segja vera í áróð­urs­skyni.

CUBA USA Stjórn­mála­sam­bandi við Kúbu var slitið árið 1961 þegar Kúbu­deilan stóð sem hæst og bar­átta Banda­ríkj­anna og Johns F. Kenn­edy, Banda­ríkja­for­seta, gegn komm­ún­isma var í algleym­ing­i.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None