Bandaríkin opna sendiráðið á Kúbu aftur eftir 54 ára lokun

obama_biden.jpg
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagði á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu í Was­hington í dag að Banda­ríkin hyggð­ust end­ur­nýja diplómat­ísk sam­skipti við stjórn­völd á Kúbu síðar í sum­ar. Banda­ríski fán­inn mun því blakta í Havana í fyrsta sinn síðan 1961. Reuter­s-frétta­stofan greinir frá.

Sendi­ráði Banda­ríkj­anna í Havana var lokað fyrir rúm­lega 54 árum en hafði þá aðeins starfað í 62 ár. Um leið var form­legum stjórn­mála­sam­skiptum milli land­anna slit­ið. Banda­ríkin hafa síðan 1977 rekið sendi­skrif­stofu í hús­næði sviss­neska sendi­ráðs­ins.

„Fyrir ári síðan þótti það lang­sótt að Banda­ríkin gætu ein­hvern­tíma híft fána okkar að húni í Havana,“ sagði Obma í Hvíta hús­inu í morg­un. „Þetta er sögu­legt skref framá­við að mark­miði okkar um að gera sam­skipti okkar við Kúbu eðli­legri.“

Auglýsing

Banda­ríkja­þing hefur enn ekki sam­þykkt til­lögur Obama um að aflétta við­skipta­bann­inu á Kúbu og for­set­inn nýtti tæki­færði og brýndi fyrir þing­inu að gera það sem fyrst. Hann sagði jafn­framt að þrátt fyrir form­leg sam­skipti myndu stjórn­völd í Was­hington ekki hætta að minna Kúbverja á mann­rétt­inda­brot þeirra.

Stjórn­völd á Kúbu hafa hins vegar farið fram á það við stjórn Obama að banda­ríski her­inn skili land­inu við Guant­ana­mo-flóa þar sem her­inn rekur her­stöð og fanga­búð­ir. Þá óskaði Kúbu­stjórn eftir því í dag, mið­viku­dag, að Banda­ríkin hætti sjón­varps- og útvarps­út­send­ingum sínum á Kúbu sem þeir segja vera í áróð­urs­skyni.

CUBA USA Stjórn­mála­sam­bandi við Kúbu var slitið árið 1961 þegar Kúbu­deilan stóð sem hæst og bar­átta Banda­ríkj­anna og Johns F. Kenn­edy, Banda­ríkja­for­seta, gegn komm­ún­isma var í algleym­ing­i.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None