Fjárfestingabarnkar og sjóðir í Bandaríkjunum, þar á meðal Goldman Sachs og Blackstone, hafa að undförnu dælt peningum í indversk fasteignafélög sem byggja nú hratt upp íbúðir og atvinnuhúsnæði á þéttbýlum svæðum.
Hagkerfi Indlands hefur vaxið hratt undanfarin ár, og tekið miklum innri breytingum á sama tíma. Millistétt vex um 20 til 30 milljónir manna á hverju ári, eða sem nemur svipuðum fjölda og býr á Norðurlöndunum. Heildaríbúafjöldi Indlands er ríflega 1,2 milljarður manna og er landið það næst fjölmennasta á eftir Kína, sem er með 1,4 milljarða manna.
Stórfyrirtæki í Bandaríkjunum veðja á að eftirspurn eftir húsnæði muni aukast mikið og hratt á næstunni, og fasteignaverð hækka mikið.
Samkvæmt umfjöllun Quartz hefur Goldman Sachs bankinn sett tæplega einn milljarð Bandaríkjadala í fasteignaverkefni í Indlandi að undanförnu, þrátt fyrir að ákveðin óvissa hafi skapast á vissum svæðum þar sem markaðir hafa einkennst af offjárfestingu.
Why Wall Street is pouring millions into India’s real estate sector http://t.co/qitfwPWVK2 pic.twitter.com/FJf6EwQdCs
— Quartz India (@qzindia) September 23, 2015