Bankasýsla ríkisins hafnar allri gagnrýni sem sett hefur verið fram á söluferli Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins er ánægð með afsláttinn sem var gefinn á hlut í Íslandsbanka, telur kostnaðinn við útboðið ásættanlegan, segir að útboðinu hafi verið beint að öllum „hæfum fjárfestum“ og að aldrei hafi staðið til að selja bara stærri aðilum.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að 2,25 millj­arða króna afsláttur sem hafi verið gefin á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka í lok­uðu útboði til fag­fjár­festa 22. mars síð­ast­lið­inn hafi verið umtals­vert minni en almennt ger­ist í slíkum útboð­um. Í athuga­semdum sem Banka­sýslan birti á heima­síðu sinni í dag vegna full­yrð­inga sem settar hafa verið fram um útboðið segir að með útboðs­leið­inni sem farin var varð raunin sú að mis­mun­ur­inn nam aðeins 4,1 pró­sent. Það var góður árang­ur.“

Salan fór fram 22. mars síð­­ast­lið­inn. Þá var áður­nefndur hlutur í Íslands­­­banka seldur til 207 fjár­­­festa (tveimur til­­­boðum var hafn­að) með afslætti. Salan fór fram eftir svo­­kall­aðri til­­­boðs­­leið og ein­ungis þeim sem upp­­­fylla skil­yrði laga um að telj­­ast fag­fjár­­­festar fengu að taka þátt. Auk stórra stofn­ana­fjár­­­festa á borð við líf­eyr­is­­sjóði, trygg­inga­­fé­lög og verð­bréfa­­sjóði er það hópur fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­laga og ein­stak­l­inga. Hlut­irnir voru seldir á nokkrum klukku­­tímum og ráð­gjafar Banka­­sýsl­unnar fengu um 700 millj­­ónir króna greitt fyrir að koma þeim í verð. 

Gagn­rýnin á ferlið hefur verið marg­þætt. Í fyrsta lagi töldu margir, meðal ann­­ars þing­­menn sem sitja í þeim nefndum sem gáfu álit um söl­una áður en hún fór fram, að selja ætti ein­vörð­ungu til stórra fjár­­­festa sem hefðu fyr­ir­ætl­­­anir um að vera lang­­tíma­eig­endur að Íslands­­­banka. Komið hefur í ljós að svo var ekki, enda keyptu alls 59 fjár­­­festar fyrir minna en 30 millj­­ónir króna og sá sem keypti fyrir lægstu upp­­hæð­ina keypti fyrir ein­ungis 1,1 milljón króna. Bent hefur verið á að ekk­ert hafi kallað á að selja hafi þurfti minni fjár­­­festum hlut í bank­­anum með afslætti. Þeir gætu ein­fald­­lega keypt á eft­ir­­mark­að­i. 

Auglýsing
Í öðru lagi hafa þókn­ana­greiðslur til ráð­gjafa verið gagn­rýndar en einn meg­in­til­­gangur þess að ráð­­ast í lokað útboð var að spara kostn­að. Banka­­sýslan hefur sagt að kostn­að­­ur­inn, um 700 millj­­ónir króna, sé ásætt­an­­legur en því eru ekki allir sam­­mála. 

Í þriðja lagi hefur verið gagn­rýnt hverjir fengu að kaupa, en listi yfir kaup­endur var loks birtur á mið­viku­dag eftir mik­inn þrýst­ing þar um. Á honum er að finna, meðal ann­­arra, föður fjár­­­mála­ráð­herra, starfs­­menn sölu­ráð­gjafa útboðs­ins, fjöl­marga aðila sem voru fyr­ir­­ferða­­miklir í banka­­rekstri fyrir banka­hrun, fólk í virkri lög­­­reglu­rann­­sókn, útgerð­­ar­eig­endur og ein­stak­l­inga sem fáum hafði fyr­ir­fram dottið í hug að teld­ust vera fag­fjár­­­fest­­ar.

Kostn­að­ur­inn ekki hærri en almennt megi gera ráð fyrir

Í athuga­semd­unum sem birtar voru í dag hafnar Banka­sýslan allri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á fram­kvæmd útboðs­ins. Þar segir að kostn­að­ur­inn við útboð­ið, rúm­lega 700 millj­ónir króna, hafi ekki verið hærri en almennt megi gera ráð fyrir í slíkum útboð­um. Hún segir það ekki nákvæmt þegar sagt er að mark­mið útboðs­ins hafi verið að lág­marka kostnað heldur hafi eitt af mark­miðum þess verið að halda kostn­aði í lág­marki. Það hafi tek­ist. 

Þá segir Banka­sýslan að það hafi verið gagn­rýnt að „sumir fengu að kaupa, en aðrir ekki“.Að hennar mati sé rétt­ara að segja að sumir hæfir fjár­festar hafi keypt en aðrir ekki. „Út­boð­inu var beint að öllum hæfum fjár­fest­um. Til hæfra fjár­festa telj­ast við­ur­kenndir gagn­að­il­ar, svo sem líf­eyr­is­sjóð­ir, fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög, og aðrir fag­fjár­fest­ar, sem fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa metið sem slíka, á grund­velli laga­skil­yrða um eigna­stöðu, við­skiptaum­svif, og reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­mark­aði. Engin veru­leg hindrun var í vegi hæfra fjár­festa að óska þátt­töku í útboð­inu. Banka­sýsla rík­is­ins leggur ekki mat á hvort fjár­festar upp­fylli skil­yrði þess að telj­ast fag­fjár­fest­ar. Slíkt mat liggur lögum sam­kvæmt hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Gagn­rýnt hefur verið harð­lega að engin þörf hafi verið á því að selja mörgum litlum fjár­festum sem keyptu í útboð­inu á afslátt­ar­kjörum í lok­uðu útboði. Þannig keyptu 59 þeirra 207 sem tóku þátt í útboð­inu fyrir minna en 30 millj­ónir króna. Sá sem keypti fyrir lægstu upp­hæð­ina keypti fyrir um 1,1 millj­ónir króna. Þing­menn sem sátu í þeim nefndum sem skil­uðu áliti um sölu­ferlið í aðdrag­anda þess hafa flestir sagt að það hafi verið þeirra skiln­ingur að til stæði að selja hlut­inn til stærri aðila. 

Í athuga­semdum Banka­sýsl­unnar segir að það hafi aldrei komið fram í til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins, grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynn­ingum stofn­un­ar­innar fyrir þing­nefndum eða áliti þing­nefnd­anna sjálfra að til stæði að selja ein­ungis til stærri aðila. „Þá hefði slíkt útboð að mati Banka­sýsl­unnar síður sam­rýmst meg­in­reglum laga um dreift og fjöl­breytt eign­ar­hald, jafn­ræði bjóð­enda og að leita skyldi mark­aðs­verðs.“

Vildi að Banka­sýslan segði af sér

Um helg­ina sagði Bjarni Jóns­­son, þing­­maður Vinstri grænna, að hann teldi að for­­stjóri og stjórn Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem hafði umsjón með sölu á hlut rík­­is­ins í umboði fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ættu að víkja til að auð­velda end­­ur­heimt á traust­i. Jón Gunnar Jóns­­son, for­­stjóri Banka­­sýsl­unn­­ar, sagði við mbl.is í gær að hann ætli ekki að víkja.

Eng­inn stjórn­­­ar­­þing­­maður hefur hins vegar farið fram á að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, verði lát­inn sæta ábyrgð á söl­unni en hann tók ákvörðun um að hefja umrætt sölu­­ferli og tók end­an­­lega ákvörðun um að selja hlut­ina í Íslands­­­banka með þeim hætti sem gert var. Þorri stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar hefur kraf­ist þess að skipuð verði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um söl­una en stjórn­­­ar­­þing­­menn lagst gegn því. Þess í stað lagði Bjarni fram beiðni til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um að fram­­kvæma stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á því hvort sala á hlutum rík­­is­ins í Íslands­­­banka í síð­­asta mán­uði hafi sam­­rýmst lögum og góðum stjórn­­­sýslu­hátt­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent