Benedikt segir það hafa verið viðrað að bjóða fram „svonefndan CC-lista“ Viðreisnar

Fyrrverandi formaður Viðreisnar bendir á að fordæmi séu fyrir því að bjóða fram annan lista flokks, þar sem sameiginleg atkvæði myndu nýtast við úthlutun jöfnunarþingsæta. Það hefur tvívegis gerst áður, árin 1967 og 1983.

Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segir ólíklegt að sá hópur innan Viðreisnar sem sé óánægður með að hann sé ekki í framvarðarsveit flokksins í komandi kosningum stofni nýjan flokk. 

Flestir í hópnum, sem hann segir að telji líklega nokkur hundruð manns, hafi áhuga á því að starfa áfram innan Viðreisnar. Það hefur verið viðraður sá möguleika hvort það sé hægt að bjóða fram svonefndan CC-lista, það er að segja lista sem væri Viðreisnarlisti, þá myndu atkvæðin nýtast Viðreisn þegar það yrði úthlutað jöfnunarþingsætum.“

Þetta kom fram í viðtali við Benedikt í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þar sagði hann fordæmi fyrir þessu í kosningasögunni, að sami flokkur byði í raun fram tvo lista, þar sem sameiginleg atkvæði þeirra yrðu svo talin saman þegar jöfnunarsætum yrði úthlutað. 

Hann sagði að það væri ekki komin niðurstaða í hvort þetta yrði gert, en kosningar fara fram 25. september næstkomandi og Viðreisn hefur þegar raðað fólki á sína framboðslista. 

Auglýsing
Fordæmin sem Benedikt vísaði til eru tvö. Annars vegar þegar Jón Baldvini Hannibalssyni var hafnað af Alþýðubandalaginu í Reykjavík árið 1967 bauð faðir hans, Hannibal Valdimarsson, fram sérstakan lista í Reykjavík þar sem hann skipaði efsta sæti. Í minningargrein um Hannibal sem Styrmir Gunnarssonar, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar árið 1991 kom fram að Hannibal hafi viljað að listinn myndi fá listabókstafina GG, að litið yrði á hann sem sem lista Alþýðubandalags og atkvæði hans talin með atkvæðum Alþýðubandalagsins við úthlutun uppbótarsæta. „Yfirkjörstjórn í Reykjavík taldi ekki rök til þess og úthlutaði honum listabókstafnum I. Landskjörstjórn var ósammála yfirkjörstjórn í Reykjavík og taldi atkvæði listans með atkvæðum Alþýðubandalagsins við úthlutun uppbótarsæta. Hannibal vann glæsilegan sigur í Reykjavík og náði kjöri til Alþingis.“

Hitt fordæmið er Ingólfur Guðnason, sem verið hafði þingmaður Framsóknarflokksins en lent í þriðja sæti í skoðanakönnun sem framkvæmd var við val á lista fyrir kosningarnar 1983. Ingólfur þáði ekki þriðja sætið heldur fór í sérframboð undir merkjum BB, sérframboð Framsóknarflokksins. Hann náði ekki kjöri.

Sagði sig úr framkvæmdastjórn

Kjarninn fjallaði ítarlega um þær hörðu deilur sem spruttu upp innan Viðreisnar í fréttaskýringu sem birtist í lok síðasta mánaðar, í kjölfar þess að Benedikt hafði verið hafnað sem frambjóðanda af uppstillinganefnd flokksins. Í kjölfar þeirrar höfnunar fór í gang fór atburðarás til að reyna að sætta ólík sjónarmið og plástra persónuleg sárindi, sem bar ekki árangur.

Benedikt verður ekki á lista Viðreisnar í komandi kosningum og hefur nú auk þess sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins, þar sem hann hefur setið frá upphafi. Sú stjórn annast daglegan rekstur Viðreisnar og fjárreiður með framkvæmdastjóra. Þar sitja nú formaður Viðreisnar, varaformaður og Þórður Magnússon, formaður fjáröflunarnefndar, sem er áheyrnarfulltrúi, og Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi varaformaður Viðreisnar sem tók sæti Benedikts.

Þorsteinn sagði það leiðinlegt að vera á þingi

Benedikt fór yfir þessa atburðarás í viðtalinu við Harmageddon. Hann hafði gefið það út fyrir nokkuð löngu síðan að hann stefndi á oddvitasæti á lista Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu, en áttaði sig á að það væri ekki að ganga eftir þegar Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, kallaði hann á sinn fund. Ef oddvitasætið hefði verið niðurstaðan þá hefði ekki þurft fund til að segja Benedikt frá niðurstöðunni. Hann átti því von á að vera boðið annað sætið á einhverjum framboðslista, og sennilegast í Rekyjavíkurkjördæmi norður. „Áður en ég fór og hitti hann þá hringdi ég í Þorstein Víglundsson [fyrrverandi varaformann Viðreisnar] og spurði hann: ætti ég að taka þessu sæti eða ekki.[...]Hann svaraði ekki þessari spurningu heldur sagði mér bara hvað það væri leiðinlegt að vera á þingi, sem ég var ekki að spyrja um,“ sagði Benedikt í Harmageddon í morgun. 

Þorsteinn bauð hins vegar Benedikt heiðurssæti á lista, ekki baráttusæti, og sagði það hafa verið einróma niðurstöðu uppstillingarnefndarinnar sem hefði einnig verið borin undir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Því hafnaði Benedikt.

Var tilbúinn að flytja, myndrænt séð, upp í Grafarvog

Í kjölfarið var reynt að sætta málið og Benedikt boðið annað sæti á lista Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

Í viðtalinu sagðist Benedikt hafa verið tilbúinn að taka sætið, jafnvel þótt hann teldi það ekki líklegt til að skila sér inn á þing. Hann var búinn að ákveða að berjast af mikilli orku fyrir því að ná árangri ef hann hefði þegið sætið. „Ég myndi nánast flytja upp í Grafarvog, svona að minnsta kosti myndrænt“. 

Hann hafði þó viljað að þeir sem höfðu sagt við sig hlutir sem honum hafi þótt leiðinlegir myndu biðja hann afsökunar á þeim, svo hægt yrði að byrja upp á nýtt. Komið hefur fram að þar eigi Benedikt við Þorgerði Katrínu og Þorstein Pálsson. „Það er bara það sem vinir gera,“ sagði Benedikt í Harmageddon og tók fram að afsökunarbeiðnin hefði ekki átt að vera opinber með neinum hætti. Þeirri beiðni var hafnað.

Aðspurður hvort málið hefði skilið eftir óbragð í munni hans sagði Benedikt að mætti segja að hann væri svolítið sorgmæddur. „Að félagar sem maður er búinn að vera að vinna með[...]vildi veg þeirra sem allra mestan, skuli hafa brugðist við með þessum hætti. Þá er ég ekki að segja það að ég hef fengið miklu meiri viðbrögð á hinn veginn. Sumir urðu óskaplega hissa, aðrir urðu reiðir. Auðvitað rann mér í skap líka, ég er ekki skaplaus.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent