Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir þetta rekstrarár, og gerir nú ráð fyrir árlegum hagnaði upp á 700 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 140 milljörðum króna. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir 600 milljóna punda hagnaði.
Ástæðan sem nefnd er í uppgjörstilkynningu félagsins er meðal annars sú að fleiri Bretar sóttu til sólarlanda við Miðjarðarhaf en ráð var fyrir gert, og er örlítið meiri kuldi í júní og júlí nefnd sem líklega ástæða fyrir því.
Carolyn McCall, framkvæmdastjóri Easy Jet, segir í tilkynningu mikil eftirspurn sé nú frá Bretum sem vilja komast í frí til sólarstranda við Miðjarðarhaf og einni í borgarferðir vítt og breitt um heiminn.
Þá hafa aðrir markaðir gengið vel. Easy Jet er eitt þeirra félaga sem flutt hefur ferðamenn til og frá Íslandi frá því í mars 2012. Frá þeim tíma hefur vöxturinn í ferðaþjónustu hér á landi verið gríðarlega mikill og hraður, en búist er við því að ferðamenn fari jafnvel nálægt því að verða 1,5 milljón á þessu ári, til samanburðar við tæplega eina milljón í fyrra.
EasyJet Sees Profit Boost From Record Summer http://t.co/U9wnUd2IzE
— Sky News (@SkyNews) September 3, 2015