Ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að rifta Íslandsbankasölunni

Forsætisráðherra ræðir við Kjarnann um Íslandsbankasöluna, m.a. hvort hún hafi rýrt traust almennings til stjórnmálanna og hvort fjármálaráðherra þurfi að víkja.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að hún og fleiri hafi séð fyrir sér að skil­grein­ing lag­anna á hæfum fjár­festum myndi tryggja að stærri fjár­festar myndu fjár­festa í hlutum í Íslands­banka frekar en minni.

Þetta segir ráð­herr­ann í sam­tali við Kjarn­ann þegar hún er spurð hvort hún hafi efn­is­legar athuga­semdir við fram­kvæmd­ina á söl­unni á Íslands­banka.

„Það er alltaf auð­velt að horfa til baka og vera mjög vitur eftir á en í þessu dæmi hafi það verið mat þess­ara sér­fræð­inga sem voru til ráð­gjafar að það ætti að beina þessum við­skiptum fremur til stærri aðila en smærri.“

Auglýsing

Í byrjun apríl var birtur listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa í Íslands­banka í lok­uðu útboði þann 22. mars þar sem afsláttur var veittur á almenn­ings­eign. Á list­anum var meðal ann­ars að finna föður fjár­mála­ráð­herra, útgerð­ar­menn, hrun­verja, fólk í virkum lög­reglu­rann­sókn­um, starfs­menn sölu­ráð­gjafa og ýmsa sem engum datt í hug að væru flokk­aðir sem „fag­fjár­fest­ar“. List­inn hefur harð­lega verðið gagn­rýnd­ur, og ferlið allt sömu­leið­is.

Ýmis sjón­ar­mið komu fram hjá ráð­herrum

Athygli vakti þegar Lilja Alfreðs­dóttir ferða­­mála-, við­­skipta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra sagði að hún hefði ekki verið hlynnt þeirri aðferð­ar­fræði sem beitt var við söl­una.

Katrín sagði í fram­hald­inu að hvorki Lilja né nokkur annar ráð­herra hefði óskað að færa neitt til bókar um sölu­­ferli á hlut Íslands­­­banka þegar málið var rætt í rík­­is­­stjórn og ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál.

En kom þessi gagn­rýni fram með öðrum hætti, til að mynda í óform­legu sam­tali?

Katrín útskýrir verk­lagið hjá ráð­herrum í rík­is­stjórn­inni og segir að iðu­lega sé fyrst hald­inn ráð­herra­fundur og í kjöl­farið fundur í rík­is­stjórn. „Það er alveg rétt og satt að þar koma fram ýmis sjón­ar­mið hjá ráð­herr­um. Ég tala bara fyrir mig, þar sem þessar umræður eru alltaf trún­að­ar­mál, að ég setti þar fram sjón­ar­mið sem ég viðr­aði opin­ber­lega síðar sem varðar sér­stak­lega mark­mið lag­anna um gagn­sæi; að upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings og fleira yrði tryggð með þess­ari aðgerð.

Aðrir ráð­herrar viðr­uðu sín sjón­ar­mið en nið­ur­staðan var auð­vitað sam­eig­in­leg þar sem engin and­staða var bókuð við nið­ur­stöð­una.“

Katrín ítrekar að nið­ur­staðan hafi verið sam­eig­in­leg og engin and­staða bók­uð. „Eðli­lega eru þessi mál rædd og ólík sjón­ar­mið uppi, það á ekki bara við um þetta mál. Það er alveg algjör­lega rétt. En nið­ur­staðan er samt þessi og eng­inn sem bókar and­stöðu við hana.“

En þú vilt ekki tjá þig um það hvort Lilja hafi sett fram þessa gagn­rýni á fundum eða ekki?

Katrín segir að hún megi ekki tjá sig um hvað aðrir ráð­herrar segi á þessum fund­um. Umræð­urnar séu sem slíkar trún­að­ar­mál en hún stað­festir að ráð­herrar hafi komið fram með ýmis sjón­ar­mið í þessu máli.

Ferlið ekki stað­ist vænt­ingar

Telur þú að salan á Íslands­banka hafi rýrt traust almenn­ings til stjórn­mál­anna?

„Mér finnst það morg­un­ljóst að við þurfum að taka þá gagn­rýni mjög alvar­lega sem hefur komið fram á þessa sölu. Og þetta er við­ur­hluta­mikil ákvörðun að ákveða að selja hlut af almanna­eign. Það eru skýr ákvæði í lögum að það þurfi að vera gagn­sæi og það þurfi að vera virk upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings. Ég verð að segja það að það hefur ekki stað­ist mínar vænt­ing­ar, hvernig að því var stað­ið. Og það er auð­vitað und­ir­staða trausts­ins; þetta gagn­sæi.

Þess vegna finnst mér svo mik­il­vægt, því þú spyrð um traust, að við megum ekki gleyma því að þetta sam­fé­lag gekk í gegnum mikið áfall fyrir fjórtán árum sem auð­vitað er ennþá mjög ríkt í okk­ur. Það er hlut­verk okkar núna að það verði algjör­lega tryggt að allt í þessu ferli verði skoð­að,“ segir hún.

Vill að Fjár­mála­eft­ir­litið og Rík­is­end­ur­skoðun fái svig­rúm til að skoða málið

Katrín bendir á að tvær rann­sóknir séu í gangi, ann­ars vegar hjá Rík­is­end­ur­skoðun og hins­vegar Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­bank­ans. Hún segir að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ríkar heim­ildir til þess að skoða þá aðila sem önn­uð­ust söl­una fyrir Banka­sýsl­una. Þar sé verið að skoða ákveðna þætti sem hafa verið í umræð­unni, til að mynda hvort hæfir fjár­festar upp­fylltu skil­yrði lag­anna um hæfa fjár­festa, um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og hvort sölu­að­ilar hafi sjálfir verið að „höndla“.

„Allt þetta er til rann­sóknar hjá Seðla­bank­anum og ef það kemur í ljós til að mynda að sölu­að­ilar hafi farið rangt að þá er það auð­vitað mjög alvar­legt mál,“ segir hún.

Hún segir þegar hún er spurð út í ósk stjórn­ar­and­stöð­unnar að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að Rík­is­end­ur­skoðun og Seðla­bank­inn hafi ákveðið hlut­verk sam­kvæmt lög­um.

„Ég tel það mál­efna­legt og skyn­sam­legt að þær stofn­anir fái svig­rúm til að ljúka sinni skoðun á þessum máli og í kjöl­farið tökum við ákvörðun um það hvort við þurfum og viljum kafa dýpra í þetta mál og hvort þess þurfi. Ég ímynda mér að það yrði núna í vor, áður en þing fer heim, þannig að þá gefst tæki­færi til að ræða þetta á þing­inu. Það er algjör­lega skýrt af minni hálfu og okkar hálfu í VG að við viljum að allt komi upp á borð­ið,“ segir hún.

Veit ekki betur en að fjár­mála­ráð­herra hafi ekki vitað hverjir keyptu

Mót­mæli fóru fram á Aust­ur­velli síð­ustu tvær helg­ar. Síð­ast­lið­inn föstu­dag mættu til að mynda mörg hund­ruð manns þar sem þess var kraf­ist að Íslands­­­banka­­söl­unni yrði rift, stjórn Banka­­sýsl­unnar viki og að Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra færi úr emb­ætti.

Hvað finnst þér um þessar kröf­ur?

Varð­andi Bjarna þá segir Katrín að lög­gjöfin geri ráð fyrir því að Banka­sýslan ann­ist fram­kvæmd­ina í arms­lengd frá fram­kvæmda­vald­inu.

„Ég hef engar upp­lýs­ingar um annað en að til að mynda að fjár­mála­ráð­herra hafi ekki haft neinar upp­lýs­ingar um þessa kaup­endur frekar en ég fyrr en allt var um garð geng­ið.

Þess vegna segir ég að það sé svo mik­il­vægt að við ræðum það á þing­inu hvort að það sé ekki eðli­legt að hið lýð­ræð­is­lega vald hafi rík­ari eft­ir­lits­skyldu með þessu fyr­ir­komu­lagi þar sem við höldum utan um okkar eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Er ekki eðli­legt að hið lýð­ræð­is­lega vald hafi eft­ir­lit og meiri aðkomu að ákvörð­un­um? Til dæmis ef ákveðið er að selja ein­hvern hluta í banka að það sé bein­línis borið undir Alþingi frekar en það sé ein­göngu þannig að þing­nefnd­irnar veiti umsagn­ir? Þannig að ég held að við þurfum að horfa á fyr­ir­komu­lagið í þessu.“

Þurfa að vanda sig

Rík­is­stjórnin sendi út yfir­lýs­ingu í morgun þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið að leggja það til við Alþingi að Banka­­sýsla rík­­is­ins verði lögð niður og inn­­­leitt verði nýtt fyr­ir­komu­lag til að halda utan um eign­­ar­hluta rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­­um. „Þar verður lögð áhersla á rík­­­ari aðkomu Alþingis og að styrk­­ari stoðum verði skotið undir að tryggja gagn­­sæi, jafn­­ræði, lýð­ræð­is­­lega aðkomu þings­ins og upp­­lýs­inga­­gjöf til almenn­ings. Frum­varp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er,“ sagði í yfir­lýs­ing­unni.

Hvað varðar riftun söl­unnar þá segir Katrín að hún hafi ekki nægar upp­lýs­ingar til þess að leggja mat á það. „Við þurfum bara að bíða eftir þessum nið­ur­stöð­um, við þurfum að vanda það hvernig við gerum þetta og meta í raun og veru. En eins og ég skil þetta að ef eitt­hvað kemur upp sem bendir til þess að það hafi ekki verið farið að lögum eða reglum þá eru ákveðin við­ur­lög við því í okkar lög­gjöf. En ég segi það bara skýrt að ég sé ekki að það sé hægt að leggja mat á það fyrr en þetta liggur fyr­ir.“

Verðum að hafa þol­in­mæði til að bíða eftir nið­ur­stöð­unum

Finnst þér eðli­legt að Bjarni sitji áfram í emb­ætti í ljósi þess hvernig salan fór og í sam­bandi við traust almenn­ings á stjórn­mál­um?

Katrín segir að for­menn stjórn­ar­flokk­anna séu allir sam­mála um að þessi sala hafi ekki upp­fyllt vænt­ingar þeirra út frá lög­unum um gagn­sæi, upp­lýs­inga­gjöf og annað – og horfi þau á þessa fram­kvæmd út frá því.

„Síðan eru það þessi atriði sem eru til rann­sóknar og ég held að ég geti líka sagt að við séum sam­mála um að það er gríð­ar­lega mik­il­vægt, einmitt upp á traust­ið, að allt komi upp á borð. En ég vil líka segja það að við verðum að hafa þol­in­mæð­ina til að bíða eftir þeim nið­ur­stöð­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent