„Engu að fagna“ – Barnagrafirnar ýfa upp sár

Þjóðhátíðardagur Kanada verður með öðru sniði en til stóð. Í kjölfar þess að hundruð ómerktra barnagrafa fundust við skóla sem börn frumbyggja voru neydd í hefur krafan um allsherjar uppgjör við þá skelfilegu fortíð orðið hávær.

Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
Auglýsing

Frans páfi hefur sam­þykkt að hitta hóp fólks sem dvaldi í hinum alræmdu heima­vist­ar­skólum á vegum kaþ­ólsku kirkj­unnar í Kanada. Fund­ur­inn mun fara fram í Vatík­an­inu í lok árs. Full­trúar sam­taka frum­byggja í Kanada hafa farið fram á afsök­un­ar­beiðni af hálfu kirkj­unnar vegna ofbeldis gegn og dauða þús­unda barna á nokk­urra ára­tuga tíma­bili.

Auglýsing

Hund­ruð ómerktra grafa fund­ust fyrir nokkrum vikum í nágrenni tveggja heima­vist­ar­skóla í Kanada þangað sem börn frum­byggja voru send gegn vilja þeirra og for­eldr­anna. Við leit­ina var notuð ný og sér­stök gegn­um­lýs­ing­ar­tækni. Í öðrum skól­anum fund­ust yfir 700 grafir og lík­ams­leifar um 215 barna til við­bótar fund­ust við hinn skól­ann. Í gær, á aðfanga­degi þjóð­há­tíð­ar­dags Kana­da, var gert kunn­ugt að lík­ams­leifar 182 ein­stak­linga hefðu fund­ist við þriðja skól­ann. Ljóst þykir að mun fleiri grafir barna eigi eftir að finn­ast við aðra slíka skóla í land­inu.

Ofbeldi og ofríki kaþ­ólsku kirkj­unnar og hvítra inn­flytj­enda gegn þjóðum frum­byggja í Kanada er löngu þekkt. Tölu­vert er síðan að for­sæt­is­ráð­herr­ann Justin Tru­deau fór fram á afsök­un­ar­beiðni kirkj­unnar vegna þess. Aðrar kirkju­stofn­anir hafa þegar beðist afsök­unar á hlut­deild sinni í níð­ings­verk­inu. En sú kaþ­ólska hefur ekki gert það.

Einn heimavistarskólanna alræmdu um árið 1910. Mynd: EPA

Frá því á nítj­ándu öld og allt fram á tíunda ára­tug síð­ustu aldar voru yfir 150 þús­und börn frum­byggja neydd til að yfir­gefa heim­ili sín og fara í heima­vist­ar­skóla. Sögðu land­nem­arn­ir, sem komnir voru frá Evr­ópu til „nýja heims­ins“ þetta auð­velda aðlögun þeirra að kanadísku sam­fé­lagi en meg­in­til­gang­ur­inn var þó sá að lama sam­fé­lögin til að ná af þeim landi og auð­lind­um.

Þús­undir þess­ara barna lét­ust í vist­inni, oft vegna smit­sjúk­dóma sem land­nem­arnir fluttu með sér í þennan heims­hluta, og fjöl­mörg þeirra sem lifðu sneru aldrei aftur heim til for­eldra sinna heldur voru gefin hvít­um. Skól­arnir voru um 140 tals­ins og lang­flestir þeirra voru reknir af kaþ­ólsku kirkj­unni. Rekst­ur­inn var hins vegar í takti við stefnu kanadískra stjórn­valda. Árið 2008 baðst hún afsök­unar á henni.

Auglýsing

Hinar ómerktu grafir barn­anna hafa opnað gömul sár. „Það er engu að fagna,“ skrifa nú margir af ættum frum­byggja á sam­fé­lags­miðla og eiga þar við þjóð­há­tíð­ar­dag­inn (Kana­da­dag­inn) sem er í dag, fimmtu­dag. 1. júlí árið 1867 sam­ein­uð­ust þrjár nýlendur Breta í sam­bands­ríkið Kanada. Þess er kraf­ist að öllum hátíð­ar­höldum verði slegið á frest.

Nem­endur skól­anna sem lifðu vist­ina af hafa lýst hræði­legu ofbeldi af hálfu þeirra sem skól­ana ráku. Þeir voru beittir lík­am­legu, kyn­ferð­is­legu og and­legu ofbeldi, sveltir og van­rækt­ir. Oft voru for­eldr­arnir blekktir til að senda börn sín í þá, þar myndu þau fá góða menntun og gott atlæti en þegar þau vildu svo fá börn sín heim, eftir að sjá eða heyra hvað raun­veru­lega væri í gangi, var þeim meinað það.

Full­trúar sam­taka frum­byggja hafa hvatt Kanada­menn til að halda þjóð­há­tíð­ar­dag­inn ekki hátíð­legan í dag en þess í stað nota dag­inn til að staldra við og íhuga sögu lands­ins, eins og hún raun­veru­lega er, og styðja við bakið á frum­byggjum þess.

Þrjár stúlkur fyrir utan einn heimavistarskólann fljótlega eftir aldamótin 1900. Mynd: EPA

„Við verðum að við­ur­kenna að það er ekk­ert fagn­að­ar­efni í land­inu í augna­blik­in­u,“ skrifar rit­höf­und­ur­inn David A. Robert­son, sem er af frum­byggja­ætt­um, á Twitt­er. Hann segir orð for­sæt­is­ráð­herr­ans og rík­is­stjórnar hans um að bæta stöðu frum­byggja inn­an­tóm. „Við skulum nota dag­inn til að íhuga hvernig við getum gert þetta land þannig að við viljum fagna því að búa hér.“

Fjöl­menn sam­tök frum­byggja í Ont­ario ætla að klæð­ast app­el­sínu­gulu á morgun og efna til vit­und­ar­vakn­ingar um þann smán­ar­blett sem með­ferð á frum­byggjum Kanada hefur verið í gegnum sög­una. Mall­ory Solomon, leið­togi eins svæð­is­ráða frum­byggja, sagði í yfir­lýs­ingu í vik­unni að sem þjóð yrðu þeir að standa saman og hrópa skila­boð til ann­arra Kanada­manna. „Það er loks­ins verið að afhjúpa hina raun­veru­legu sögu Kana­da,“ segir hann. „Og nú verðum við að standa saman og krefj­ast jafn­réttis og að ein­hver taki ábyrgð.“

Hafa mót­tekið skila­boðin

Yfir­völd nokk­urra borga í Kanada hafa mót­tekið skila­boðin og frestað hátíð­ar­höldum í dag.

Lík­legt er talið að fleiri graf­reiti sé að finna á stöðum þar sem aðrir heima­vist­ar­skólar voru. Jenni­fer Bone, höfð­ingi Sioux Valley Dakota-­þjóð­ar­inn­ar, segir t.d. að vís­bend­ingar séu um að yfir 100 grafir sé að finna við einn skóla sem rek­inn var í Man­itoba á árunum 1895-1972.

Borg­ar­stjóri Vict­oríu í Brit­ish Col­umbia, sagði nýverið í yfir­lýs­ingu að hætt hefði verið við öll hátíð­ar­höld á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn. Það þætti ekki við­eig­andi þegar íbúar væru að syrgja.

Auglýsing

Bæj­ar­stjóri Picker­ing í Ont­ario, bæjar austur af Toronto, tók sömu ákvörð­un. Hann hvatti íbúa til að leita sér upp­lýs­inga og leita inn á við. Fánar við opin­berar bygg­ingar verða einnig dregnir í hálfa stöng.

Minnst fimm­tíu bæir og borgir hafa ákveðið að fresta eða aflýsa hátíð­ar­höld­um.

Tru­deau for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið undir með full­trúum frum­byggja og sagt að nú sé tím­inn fyrir Kanada­menn að íhuga sam­band sitt við frum­byggja. Græða þurfi sár og byggja sam­fé­lagið upp á þeim grunni. Eftir að upp­lýst var um enn eina fjölda­gröf­ina í gær sagði hann að fund­ur­inn neyddi alla til að horfast í augu við það órétt­læti sem frum­byggjar fyrr og nú verði fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent