„Engu að fagna“ – Barnagrafirnar ýfa upp sár

Þjóðhátíðardagur Kanada verður með öðru sniði en til stóð. Í kjölfar þess að hundruð ómerktra barnagrafa fundust við skóla sem börn frumbyggja voru neydd í hefur krafan um allsherjar uppgjör við þá skelfilegu fortíð orðið hávær.

Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
Auglýsing

Frans páfi hefur sam­þykkt að hitta hóp fólks sem dvaldi í hinum alræmdu heima­vist­ar­skólum á vegum kaþ­ólsku kirkj­unnar í Kanada. Fund­ur­inn mun fara fram í Vatík­an­inu í lok árs. Full­trúar sam­taka frum­byggja í Kanada hafa farið fram á afsök­un­ar­beiðni af hálfu kirkj­unnar vegna ofbeldis gegn og dauða þús­unda barna á nokk­urra ára­tuga tíma­bili.

Auglýsing

Hund­ruð ómerktra grafa fund­ust fyrir nokkrum vikum í nágrenni tveggja heima­vist­ar­skóla í Kanada þangað sem börn frum­byggja voru send gegn vilja þeirra og for­eldr­anna. Við leit­ina var notuð ný og sér­stök gegn­um­lýs­ing­ar­tækni. Í öðrum skól­anum fund­ust yfir 700 grafir og lík­ams­leifar um 215 barna til við­bótar fund­ust við hinn skól­ann. Í gær, á aðfanga­degi þjóð­há­tíð­ar­dags Kana­da, var gert kunn­ugt að lík­ams­leifar 182 ein­stak­linga hefðu fund­ist við þriðja skól­ann. Ljóst þykir að mun fleiri grafir barna eigi eftir að finn­ast við aðra slíka skóla í land­inu.

Ofbeldi og ofríki kaþ­ólsku kirkj­unnar og hvítra inn­flytj­enda gegn þjóðum frum­byggja í Kanada er löngu þekkt. Tölu­vert er síðan að for­sæt­is­ráð­herr­ann Justin Tru­deau fór fram á afsök­un­ar­beiðni kirkj­unnar vegna þess. Aðrar kirkju­stofn­anir hafa þegar beðist afsök­unar á hlut­deild sinni í níð­ings­verk­inu. En sú kaþ­ólska hefur ekki gert það.

Einn heimavistarskólanna alræmdu um árið 1910. Mynd: EPA

Frá því á nítj­ándu öld og allt fram á tíunda ára­tug síð­ustu aldar voru yfir 150 þús­und börn frum­byggja neydd til að yfir­gefa heim­ili sín og fara í heima­vist­ar­skóla. Sögðu land­nem­arn­ir, sem komnir voru frá Evr­ópu til „nýja heims­ins“ þetta auð­velda aðlögun þeirra að kanadísku sam­fé­lagi en meg­in­til­gang­ur­inn var þó sá að lama sam­fé­lögin til að ná af þeim landi og auð­lind­um.

Þús­undir þess­ara barna lét­ust í vist­inni, oft vegna smit­sjúk­dóma sem land­nem­arnir fluttu með sér í þennan heims­hluta, og fjöl­mörg þeirra sem lifðu sneru aldrei aftur heim til for­eldra sinna heldur voru gefin hvít­um. Skól­arnir voru um 140 tals­ins og lang­flestir þeirra voru reknir af kaþ­ólsku kirkj­unni. Rekst­ur­inn var hins vegar í takti við stefnu kanadískra stjórn­valda. Árið 2008 baðst hún afsök­unar á henni.

Auglýsing

Hinar ómerktu grafir barn­anna hafa opnað gömul sár. „Það er engu að fagna,“ skrifa nú margir af ættum frum­byggja á sam­fé­lags­miðla og eiga þar við þjóð­há­tíð­ar­dag­inn (Kana­da­dag­inn) sem er í dag, fimmtu­dag. 1. júlí árið 1867 sam­ein­uð­ust þrjár nýlendur Breta í sam­bands­ríkið Kanada. Þess er kraf­ist að öllum hátíð­ar­höldum verði slegið á frest.

Nem­endur skól­anna sem lifðu vist­ina af hafa lýst hræði­legu ofbeldi af hálfu þeirra sem skól­ana ráku. Þeir voru beittir lík­am­legu, kyn­ferð­is­legu og and­legu ofbeldi, sveltir og van­rækt­ir. Oft voru for­eldr­arnir blekktir til að senda börn sín í þá, þar myndu þau fá góða menntun og gott atlæti en þegar þau vildu svo fá börn sín heim, eftir að sjá eða heyra hvað raun­veru­lega væri í gangi, var þeim meinað það.

Full­trúar sam­taka frum­byggja hafa hvatt Kanada­menn til að halda þjóð­há­tíð­ar­dag­inn ekki hátíð­legan í dag en þess í stað nota dag­inn til að staldra við og íhuga sögu lands­ins, eins og hún raun­veru­lega er, og styðja við bakið á frum­byggjum þess.

Þrjár stúlkur fyrir utan einn heimavistarskólann fljótlega eftir aldamótin 1900. Mynd: EPA

„Við verðum að við­ur­kenna að það er ekk­ert fagn­að­ar­efni í land­inu í augna­blik­in­u,“ skrifar rit­höf­und­ur­inn David A. Robert­son, sem er af frum­byggja­ætt­um, á Twitt­er. Hann segir orð for­sæt­is­ráð­herr­ans og rík­is­stjórnar hans um að bæta stöðu frum­byggja inn­an­tóm. „Við skulum nota dag­inn til að íhuga hvernig við getum gert þetta land þannig að við viljum fagna því að búa hér.“

Fjöl­menn sam­tök frum­byggja í Ont­ario ætla að klæð­ast app­el­sínu­gulu á morgun og efna til vit­und­ar­vakn­ingar um þann smán­ar­blett sem með­ferð á frum­byggjum Kanada hefur verið í gegnum sög­una. Mall­ory Solomon, leið­togi eins svæð­is­ráða frum­byggja, sagði í yfir­lýs­ingu í vik­unni að sem þjóð yrðu þeir að standa saman og hrópa skila­boð til ann­arra Kanada­manna. „Það er loks­ins verið að afhjúpa hina raun­veru­legu sögu Kana­da,“ segir hann. „Og nú verðum við að standa saman og krefj­ast jafn­réttis og að ein­hver taki ábyrgð.“

Hafa mót­tekið skila­boðin

Yfir­völd nokk­urra borga í Kanada hafa mót­tekið skila­boðin og frestað hátíð­ar­höldum í dag.

Lík­legt er talið að fleiri graf­reiti sé að finna á stöðum þar sem aðrir heima­vist­ar­skólar voru. Jenni­fer Bone, höfð­ingi Sioux Valley Dakota-­þjóð­ar­inn­ar, segir t.d. að vís­bend­ingar séu um að yfir 100 grafir sé að finna við einn skóla sem rek­inn var í Man­itoba á árunum 1895-1972.

Borg­ar­stjóri Vict­oríu í Brit­ish Col­umbia, sagði nýverið í yfir­lýs­ingu að hætt hefði verið við öll hátíð­ar­höld á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn. Það þætti ekki við­eig­andi þegar íbúar væru að syrgja.

Auglýsing

Bæj­ar­stjóri Picker­ing í Ont­ario, bæjar austur af Toronto, tók sömu ákvörð­un. Hann hvatti íbúa til að leita sér upp­lýs­inga og leita inn á við. Fánar við opin­berar bygg­ingar verða einnig dregnir í hálfa stöng.

Minnst fimm­tíu bæir og borgir hafa ákveðið að fresta eða aflýsa hátíð­ar­höld­um.

Tru­deau for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið undir með full­trúum frum­byggja og sagt að nú sé tím­inn fyrir Kanada­menn að íhuga sam­band sitt við frum­byggja. Græða þurfi sár og byggja sam­fé­lagið upp á þeim grunni. Eftir að upp­lýst var um enn eina fjölda­gröf­ina í gær sagði hann að fund­ur­inn neyddi alla til að horfast í augu við það órétt­læti sem frum­byggjar fyrr og nú verði fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent