ESB stofni sameiginlegan her gegn Rússum

juncker.jpg
Auglýsing

Evr­ópa ætti að sam­eina hern­að­ar­lega krafta sína til að verja álf­una fyrir ágangi Rússa. Þetta leggur Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, til í við­tali við þýska blaðið Welt am Sonntag sem kom út í gær.

„Það mundi sýna Rússum að okkur sé alvara í verndun gilda Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði Juncker meðal ann­ars í við­tal­inu. „Slíkur her [sam­ein­aður Evr­ópu­her] mundi hjálpa okkur að búa til sam­eig­in­lega utan­rík­is­stefnu og sam­þætta þjóð­varn­ar­á­ætl­un, auk þess að takast sinna skyldum Evr­ópu í heim­in­um.“

Juncker sagði NATO ein­fald­lega ekki duga því í varn­ar­banda­lag­inu væru ríki sem ekki væru í Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Sam­eig­in­legur Evr­ópu­her mundi senda mik­il­væg skila­boð til umheims­ins. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Reuters.

Auglýsing

ESB býr þegar yfir sveitum sem hægt er að kalla út með skömmum fyr­ir­vara en slíkar sveitir hafa aldrei verið kall­aðar út í stríði eða átök­um. Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa sagst vilja auka hern­að­ar­lega mögu­leika sam­bands­ins en slíkt hefur mætt and­stöðu meðal Breta.

Bretar telja stærra hern­að­ar­hlut­verk ESB grafa undan NATO en Þjóð­verjar hafa þegar tekið undir hug­mynd Junckers. Ursula von der Leyen, varn­ar­mála­ráð­herra Þýska­lands, sagði í við­tali við þýska útvarps­stöð að „fram­tíð okkar sem Evr­ópu­búa felur í sér að á ein­hverjum tíma­punkti verði Evr­ópu­her.“

Breski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn (UKIP) hefur þegar sagt hug­myndir um Evr­ópu­her vera „hræði­legan fyrir Bret­land.“ Mike Hookem, tals­maður UKIP í varn­ar­mál­um, hefur bent á Evr­una sem dæmi: „Við höfum öll séð hversu illa ESB hefur klúðrað evru­hag­kerf­inu, svo hvernig getum við ímyndað okkur að treysta þeim fyrir vörnum Bret­lands.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None