Evrópusambandið hefur formlega óskað eftir hjálp frá Sameinuðu þjóðunum vegna flóttamanna og smygli á fólki frá Mið-Austurlöndum og Afríkuríkjum yfir Miðjarðarhafið. Federica Mogherini, sem er í forsvari fyrir utanríkismál Evrópusambandsins, sagði öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að Evrópusambandið þyrfti að reiða sig á stuðning frá Sameinuðu þjóðunum til þess að geta bjargað mannslífum.
Smygl á fólki, í gegnum skipulagt mansal, hefur færst í aukana á undanförnum árum og hafa slys, þar sem bátum hvolfir á Miðjarðarhafinu, ver tíð og mörg hver mannskæð.
Meira en 1.800 manns hafa látið lífið í slysum á þessu ári, sem er tuttugufalt meira en á sama tímabili í fyrra.
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC, eru margir þeirra sem reyna að komast yfir Miðjarðarhafið, ýmist sem flóttamenn eða sendir nauðugir í gegnum skipulagt smygl, frá stríðshrjáðum svðum í Afríku, þar á meðal Nígeríu og Sómalíu.