Faraldurinn reynist norrænum flugfélögum erfiður

Hlutabréfaverð í skandinavísku flugfélögunum SAS og Flyr hafa lækkað töluvert á síðustu vikum og er hið fyrrnefnda sagt stefna í fjárhagslega endurskipulagningu. Norwegian, sem var á barmi gjaldþrots í fyrra, hefur hins vegar hækkað í virði.

SAS gengur í gegnum erfiða tíma þessa stundina.
SAS gengur í gegnum erfiða tíma þessa stundina.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegum fjár­hags­upp­lýs­ingum frá flug­fé­lög­unum SAS, Flyr og Norweg­ian hafði omíkron-­bylgja kór­ónu­veirunnar tölu­vert slæm áhrif á rekstur þeirra. Norweg­ian náði þó að auka starf­semi sína á síð­asta árs­fjórð­ungi, en sam­kvæmt Flyr varð hrun í sölu í des­em­ber. Lítil eft­ir­spurn hefur svo leitt til lausa­fjár­vand­ræða hjá SAS, en sér­fræð­ingar telja félagið þurfa að fara í fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu til að forð­ast gjald­þrot.

Eig­in­fjár­vandi hjá SAS

Sam­kvæmt norska við­skipta­miðl­inum Dag­ens Nær­ingsliv hefur heims­far­aldr­inum reynst SAS sér­stak­lega erf­ið­ur, ef miðað er við önnur flug­fé­lög. Í síð­ustu viku til­kynnti félagið svo að það myndi flýta birt­ingu á árs­hluta­upp­gjör­inu sínu fyrir nóv­em­ber, des­em­ber og jan­ú­ar, án þess að gefa neinar frek­ari skýr­ingar á því.

Vænt­ingar eru um að flýt­ingin sé vegna slæmra rekstr­ar­nið­ur­staða yfir vetr­ar­mán­uð­ina, en norska fjár­mála­fyr­ir­tækið DNB Markets gerði ráð fyrir að félagið myndi skila tap­rekstri sem næmi 1,9 millj­örðum sænskra króna. Það jafn­gildir rúmum 25 millj­örðum íslenskra króna.

Auglýsing

Enn fremur til­kynnti DNB Markets í grein­ingu sinni, sem birt­ist að morgni mið­viku­dags, að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing félags­ins væri óum­flýj­an­leg. Í kjöl­farið hrundi hluta­bréfa­verð þess, en það er núna fjórð­ungi lægra en það var fyrir þremur dögum síð­an.

Erfið byrjun hjá Flyr

Hluta­bréfa­verðið hjá norska flug­fé­lag­inu Flyr tók einnig fimm pró­senta dýfu eftir að það birti árs­fjórð­ungs­upp­gjörið sitt í vik­unni, en sam­kvæmt því hefur nýja veiru­af­brigðið og með­fylgj­andi ferða­tak­mark­anir reynst félag­inu þung­bært.

Flyr er nýstofnað félag og hóf rekstur um mitt síð­asta ár. Það sér­hæfir sig í inn­an­lands­flugi, en flýgur einnig til vin­sælla áfanga­staða í Evr­ópu. Framan af hefur rekst­ur­inn þó reynst erf­iður, en félagið þurfti að auka hlutafé sitt um 250 millj­ónir norskra króna, eða um 3,5 millj­arða íslenskra króna, í síð­asta mán­uði til að halda sér á floti.

Félagið er þó enn stað­ráðið í að auka starf­semi sína og stefnir að því að tvö­falda flug­véla­flot­ann sinn, úr sex vélum í tólf, í sum­ar. Á yfir­stand­andi árs­fjórð­ungi er þó enn gert ráð fyrir tap­rekstri, en sér­fræð­ingar telja að hann muni ná 150 millj­ónum norskra króna, eða 2,1 millj­arði íslenskra króna.

Bók­halds­legur hagn­aður hjá Norweg­ian

Nýbirtar rekstr­ar­tölur flug­fé­lags­ins Norweg­ian voru nokkuð betri, þótt far­ald­ur­inn hafi líka sett sinn svip á þær. Sam­kvæmt þeim náði félagið að auka fjölda seldra flug­sæta úr 2,5 millj­ónum á þriðja árs­fjórð­ungi í 3,1 milljón á síð­asta fjórð­ungi. Á sama tíma jókst einnig sæta­nýt­ingin úr 73 pró­sentum í 77 pró­sent.

Norweg­ian réðst í fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu í fyrra, þegar félagið var á barmi gjald­þrots. Þar voru 140 millj­arðar norskra króna, eða tæp­lega 2.000 millj­arðar íslenskra króna, skuld end­ur­skipu­lögð, en auk þess sagði félagið upp þrjá fjórðu af starfs­fólki sínu og stöðv­aði notkun 100 flug­véla sem það hafði tekið á leigu. Eftir stóðu þrjú þús­und starfs­menn og 51 flug­véla floti, en búist er við þær muni verða 70 tals­ins í sum­ar.

Vegna þess­arar end­ur­skipu­lagn­ingar skil­aði Norweg­ian bók­halds­legum hagn­aði í fyrra, en rekst­ar­nið­ur­staða þess var þó nei­kvæð upp á 263 millj­ónir norskra króna, eða 3,7 millj­arða íslenskra króna.

Fjár­festar hafa hingað til ekki tekið vel í þessar nið­ur­stöð­ur, en hluta­bréfa­verð félags­ins hefur lækkað um tvö pró­sent eftir að þær voru birt­ar. Þó hefur verðið hækkað tölu­vert á síð­ustu vik­um, en það er nú 15 pró­sentum hærra en það var um síð­asta sum­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent