Fari best á því að tala varlega

Þingmaður Pírata spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra hvort „hundaflaututal“ dómsmálaráðherra varðandi flóttafólk fengi að viðgangast „algjörlega óáreitt“ af stjórnarliðum. Ráðherra sagði að í svona málum færi best á því að tala varlega.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra  var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að í mál­efnum flótta­fólks færi „best á því að tala var­lega“, tala af virð­ingu um fólk og tala með þeim hætti að „við höfum frið að leið­ar­ljósi því að frið­ur­inn er und­ir­staða þess að við getum áfram búið í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og búið við vel­ferð sem við viljum öll halda áfram að byggja upp“.

Hann teldi það jafn­framt mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar sýndu sam­stöðu með flótta­fólki frá Úkra­ínu og tækju þeim með opnum örmum sem þarna búa við aðstæður sem „við öll eigum mjög erfitt með að setja okkur inn í“.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort ekki bæri að mót­mæla orðum Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra um mál­efni flótta­fólks af hálfu stjórn­ar­liða. „Á þetta hunda­flautu­tal að fá að við­gang­ast algjör­lega óáreitt af stjórn­ar­lið­u­m?“ spurði hún.

Auglýsing

Má þetta bara í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur?

Þór­hildur Sunna hóf fyr­ir­spurn sína á því að benda á að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hefði lýst yfir sér­stökum áhyggjum af því að flótta­fólk ann­ars staðar frá en frá Úkra­ínu mis­not­aði sér þær til­slak­anir sem nágranna­ríki Úkra­ínu hefðu gert á landa­mærum sínum til að kom­ast yfir landa­mær­in. Vís­aði hún í orð ráð­herr­ans þar sem hann sagði að mörg lönd hefðu áhyggjur af því að fólk sem hefði ekki „heil­indin með sér“ væri að nota þetta tæki­færi til að kom­ast inn í Evr­ópu.

„­Sami ráð­herra hefur ekki ein­ungis efast um heil­indi þess flótta­fólks sem nú leggur á sig mikið erf­iði við að kom­ast frá Úkra­ínu og í skjól, hann beinir einnig sjónum sínum og spjótum að flótta­fólki sem fyrir er á Íslandi og sakar það um að teppa veg Úkra­ínu­manna í skjól til Íslands, raunar að það sé að koma í veg fyrir að hægt sé að taka við flótta­fólki til Íslands frá Úkra­ínu. Hann vekur athygli á neyð­ar­á­standi hjá Útlend­inga­stofnun og kyndir undir andúð gagn­vart þessum hóp­um, egnir þá upp hvor á móti öðrum,“ sagði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Þá sagð­ist hún hafa séð við­tal við Guð­mund Inga þar sem hann héldi því til haga að Útlend­inga­stofnun myndi ekki standa í vegi fyrir því að tekið yrði á móti flótta­fólki frá Úkra­ínu.

„Ég tek því sem svo að ráð­herra sé ósam­mála full­yrð­ingum hæst­virts dóms­mála­ráð­herra, að minnsta kosti hvað það varðar að hér sé verið að teppa þjón­ustu. Ég er ekki að óska eftir afstöðu ráð­herr­ans gagn­vart þessum stað­hæf­ing­um, ég óska eftir því að ráð­herr­ann tjái sig um það þegar æðsti yfir­maður útlend­inga­mála, sem deilir þessum verk­efnum með hæst­virtum félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, tjáir sig með þessum hætti um þessa við­kvæmu hópa eins og raun ber vitni. Ber ekki að mót­mæla honum af hálfu stjórn­ar­liða? Á þetta hunda­flautu­tal að fá að við­gang­ast algjör­lega óáreitt af stjórn­ar­lið­um? Má þetta bara í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur?“ spurði hún eins og áður seg­ir.

Mik­il­vægt að sýna sam­stöðu með flótta­fólki frá þessu svæði

Guð­mundur Ingi byrj­aði á því að þakka Þór­hildi Sunnu fyrir fyr­ir­spurn­ina og fyrir að taka upp mál­efni fólks á flótta frá Úkra­ínu „út af þessu hörmu­lega stríði sem þarna geisar og við erum öll sam­mála um að sé hræði­legt fyrir ekki bara það fólk sem þarna býr heldur í raun­inni fyrir það hvernig það ógnar heims­frið­i“.

Hann sagð­ist hafa lýst því skýrt yfir, sem og utan­rík­is­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra og fleiri ráð­herr­ar, að Ísland myndi taka á móti fólki frá Úkra­ínu.

„Það er merg­ur­inn máls­ins og við það munum við að sjálf­sögðu standa. Ég tel það mjög mik­il­vægt að við sýnum sam­stöðu með flótta­fólki frá þessu svæði og með öðrum Evr­ópu­ríkjum þegar þau stíga fram og taka á móti fólki, taka með opnum örmum á móti þeim sem þarna búa við aðstæður sem við öll eigum mjög erfitt með að setja okkur inn í. Ég er þeirrar skoð­un­ar, svo að ég komi nú að því að svara spurn­ingu hátt­virts þing­manns, að í svona málum þá fari best á því að tala var­lega, tala af virð­ingu um fólk og tala með þeim hætti að við höfum frið að leið­ar­ljósi því að frið­ur­inn er und­ir­staða þess að við getum áfram búið í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og búið við vel­ferð sem við viljum öll halda áfram að byggja upp,“ sagði ráð­herr­ann.

Ætlar ráð­herr­ann að rýma hús­næði til að koma „réttu flótta­mönn­un­um“ fyr­ir?

Þór­hildur Sunna kom í pontu í annað sinn og sagði að það að tala var­lega væri kannski frekar veik afstaða gagn­vart þess­ari orð­ræðu sem hefði verið í gangi, „svo ég segi ekki meira“.

„Ég for­dæmdi þessi ummæli og sagði þau með ógeð­felld­ari atriðum í útlend­ingapóli­tík á Íslandi sem ég hefði upp­lif­að. En jú, það er hægt að biðja ráð­herr­ann um að tala var­lega um mála­flokk sem hann fer fyr­ir. Ráð­herr­ann sagði einnig að hann væri að vekja athygli á þeirri alvar­legu stöðu að flótta­fólk frá Afganistan, Sýr­landi og fleiri stríðs­hrjáðum ríkjum væri að teppa aðstöð­una fyrir Úkra­ínu­mönn­um. Hann ætli að koma með nýtt útlend­inga­frum­varp sem muni leysa þessi brýnu mál fyrir okk­ur,“ sagði hún.

Benti hún á að það væri í verka­hring ráð­herr­ans að sinna hús­næð­is­málum hæl­is­leit­enda og að nýbúið væri að flytja þann við­kvæma flokk til hans. Spurði hún því hvort hann myndi standa fyrir því að rýma hús­næði ann­arra flótta­manna en þeirra frá Úkra­ínu til að hægt væri að koma „réttu flótta­mönn­un­um“ fyr­ir.

Ætlar að ræða frum­varpið þegar ferlið væri komið lengra

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagð­ist ætla að vera „al­veg skýr“ með það að það væri ekki verið að teppa eitt eða neitt þegar kæmi að mót­töku fólks frá Úkra­ínu.

„Við munum ekki láta mál­efni ann­arra hópa eða hvernig staðan er hjá Útlend­inga­stofnun hafa áhrif á það að við tökum á móti fólki frá Úkra­ínu. Það væri ekki mikil mannúð í því,“ sagði hann.

Hvað varð­aði drög að frum­varpi dóms­mála­ráð­herra sem Þór­hildur Sunna nefndi þá væri það í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – reyndar væri búið að leggja það þar fram.

„Ég hef ekki séð frum­varpið eftir að það kom úr sam­ráði og við höfum ekki farið yfir þann hluta sem snýr að mínu ráðu­neyti. En það munum við að sjálf­sögðu gera og frum­varpið vænt­an­lega koma síðan fyrir rík­is­stjórn eins og ferlið er og við skulum ræða málin þegar þau verða komin lengra,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent